Færeyska skipaútgerðin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2022 23:33 Hákon Hjartarson er svæðisstjóri Smyril Line í Þorlákshöfn. Arnar Halldórsson Færeyska skipaútgerðin Smyril Line er komin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn. Þar segja menn að lesa megi æðaslátt efnahagslífsins úr flutningunum. Ráðmenn sveitarfélagsins vonast til að það styttist í farþegaferju til Evrópu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá skip Smyril Line, Akranes, sigla inn í Þorlákshöfn. Þegar við sjáum gröfurnar koma frá borði veltum við því upp hvort hér sé ekki ágætis mælikvarði á gang efnahagsmála. „Jú, jú. Það er hægt að finna svona línu í gegn. Það er hægt að sjá svona hvernig efnahagslífið er að ganga,“ segir Hákon Hjartarson, svæðisstjóri Smyril Line í Þorlákshöfn. Skip Smyril Line, Akranes, að leggjast að bryggju í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Fjölda hjólhýsa má sjá í portunum en Hákon áætlar að 200-300 slík komi til landsins á ári. En svo er það líka það sem skaffar gjaldeyrinn á móti en það er einkum fiskur sem fer út með skipum Smyril Line, bæði ferskur fiskur og lax, segir Hákon. Og þessu fylgir mikil vinna. „Þetta eru orðin átján störf, bara hjá Smyril Line. Svo er allt sem er tengt þessu, sem er hellingur líka. Þannig að þetta hefur breytt helling fyrir þorpið.“ Og flestir starfsmenn eru heimamenn, uppaldir í þorpinu, fyrir utan einn strák frá Póllandi, segir svæðsstjóri Smyril Line. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Höfnin þarf einnig fleiri starfsmenn. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri, segir að starfsmenn hafnarinnar séu orðnir átta talsins, þar af séu þrír í því að vakta svæðið. Bæjarstjórinn Elliði Vignisson sér Þorlákshöfn verða nýja farþegagátt inn í landið. Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss.Arnar Halldórsson „Okkar vonir og væntingar standa til þess að innan ekki margra ára verði byrjað á farþegasiglingum á svona skipi sem svipar til Norrænu. Það verður í fyrsta skipti í langan tíma sem reyndir verða farþegaflutningar frá Evrópu og hingað á suðvesturhornið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Einnig var fjallað um siglingar Smyril Line til Þorlákshafnar í þættinum Um land allt, sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Ölfus Skipaflutningar Norræna Tengdar fréttir Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. 24. nóvember 2022 18:18 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá skip Smyril Line, Akranes, sigla inn í Þorlákshöfn. Þegar við sjáum gröfurnar koma frá borði veltum við því upp hvort hér sé ekki ágætis mælikvarði á gang efnahagsmála. „Jú, jú. Það er hægt að finna svona línu í gegn. Það er hægt að sjá svona hvernig efnahagslífið er að ganga,“ segir Hákon Hjartarson, svæðisstjóri Smyril Line í Þorlákshöfn. Skip Smyril Line, Akranes, að leggjast að bryggju í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Fjölda hjólhýsa má sjá í portunum en Hákon áætlar að 200-300 slík komi til landsins á ári. En svo er það líka það sem skaffar gjaldeyrinn á móti en það er einkum fiskur sem fer út með skipum Smyril Line, bæði ferskur fiskur og lax, segir Hákon. Og þessu fylgir mikil vinna. „Þetta eru orðin átján störf, bara hjá Smyril Line. Svo er allt sem er tengt þessu, sem er hellingur líka. Þannig að þetta hefur breytt helling fyrir þorpið.“ Og flestir starfsmenn eru heimamenn, uppaldir í þorpinu, fyrir utan einn strák frá Póllandi, segir svæðsstjóri Smyril Line. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Höfnin þarf einnig fleiri starfsmenn. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri, segir að starfsmenn hafnarinnar séu orðnir átta talsins, þar af séu þrír í því að vakta svæðið. Bæjarstjórinn Elliði Vignisson sér Þorlákshöfn verða nýja farþegagátt inn í landið. Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss.Arnar Halldórsson „Okkar vonir og væntingar standa til þess að innan ekki margra ára verði byrjað á farþegasiglingum á svona skipi sem svipar til Norrænu. Það verður í fyrsta skipti í langan tíma sem reyndir verða farþegaflutningar frá Evrópu og hingað á suðvesturhornið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Einnig var fjallað um siglingar Smyril Line til Þorlákshafnar í þættinum Um land allt, sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Ölfus Skipaflutningar Norræna Tengdar fréttir Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. 24. nóvember 2022 18:18 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. 24. nóvember 2022 18:18
Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50
Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33
Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41