Ríkið sýknað af kröfu Símans um veiðirétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2022 15:29 Þetta er lax. Getty Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu Símans um að fjarskiptafyrirtækið ætti veiðirétt fyrir landi sínu sem liggur að Sandá í Þjórsárdal. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar á jörðinni skipti sköpum í málinu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Ágreiningurinn laut sem fyrr segir að veiðirétti í Sandá. Íslenska ríkið er eigandi jarðarinnar Skriðufells í Gnúpverjahreppi. Liggur land jarðarinnar að Sandá. Síminn, þá Landsíminn, eignaðist 60 hektara landspildu úr jörðinni Skriðufelli árið 1999. Liggur land þeirrar landspildu einnig að Sandá. Byggðu á fornri reglu Vildi Síminn meina að réttur fyrirtækisins til veiði í Sandá byggði á þeirri fornu reglu í íslenskum rétti að eignarhaldi á landi fylgi veiðiréttur í vatni á eða fyrir því landi. Þá taldi Síminn að enginn búskapur hafi verið á jörðinni þegar jörðin var afhent. Þetta skiptir máli þar sem málið snerist í raun um hvort að bannregla við aðskilnað veiðiréttar frá bújörðum samkvæmt þágildandi lögum hafi verið í gildi eða ekki. Er þar um að ræða þágildandi lög um lax og silungsveiði þar sem meðal annars var kveðið á um að um að ekki mætti skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti við landareign, hvorki fyrir fullt og allt né um tiltekinn tíma. Síminn vildi meina að umrædd regla hafi ekki verið í gildi, þar sem jörðin hafi ekki verið bújörð þegar fyrirtækið fékk hana afhenta. Síminn taldi sig eiga veiðirétt í Sandá.Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið taldi hins vegar að jörðin hafi verið bújörð, ekki síst vegna þess að þar stundaði Skógræktin skógrækt, sem teldist ótvírætt til landbúnaðar. Því hafi umrædd bannregla verið í gildi þegar Síminn fékk jörðina afhenta. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar geri jörðina að bújörð Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað í að tilgangurinn með umræddu banni hafi frá upphafi verið sá að sporna við því að landkostir jarða í landbúnaðarnotum skertust Vilji löggjafans hafi verið skýr um að heppilegast væri að veiðin fylgdi öðrum landsnytjum og að sá sem stundaði búskap á jörðinni og hefði önnur landnot hennar nyti veiðinnar einnig. Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Skógræktin hafi verið með umfangsmikinn búrekstur í formi skógræktar þegar Síminn eignaðist landspilduna. Því hafi umrætt bannregla verið í gildi og óheimilt að skilja veiðirétt í Sandá frá jörðinni Skriðufelli. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Símans. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Dómsmál Síminn Lax Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Tengdar fréttir 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. 30. júlí 2022 09:40 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Ágreiningurinn laut sem fyrr segir að veiðirétti í Sandá. Íslenska ríkið er eigandi jarðarinnar Skriðufells í Gnúpverjahreppi. Liggur land jarðarinnar að Sandá. Síminn, þá Landsíminn, eignaðist 60 hektara landspildu úr jörðinni Skriðufelli árið 1999. Liggur land þeirrar landspildu einnig að Sandá. Byggðu á fornri reglu Vildi Síminn meina að réttur fyrirtækisins til veiði í Sandá byggði á þeirri fornu reglu í íslenskum rétti að eignarhaldi á landi fylgi veiðiréttur í vatni á eða fyrir því landi. Þá taldi Síminn að enginn búskapur hafi verið á jörðinni þegar jörðin var afhent. Þetta skiptir máli þar sem málið snerist í raun um hvort að bannregla við aðskilnað veiðiréttar frá bújörðum samkvæmt þágildandi lögum hafi verið í gildi eða ekki. Er þar um að ræða þágildandi lög um lax og silungsveiði þar sem meðal annars var kveðið á um að um að ekki mætti skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti við landareign, hvorki fyrir fullt og allt né um tiltekinn tíma. Síminn vildi meina að umrædd regla hafi ekki verið í gildi, þar sem jörðin hafi ekki verið bújörð þegar fyrirtækið fékk hana afhenta. Síminn taldi sig eiga veiðirétt í Sandá.Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið taldi hins vegar að jörðin hafi verið bújörð, ekki síst vegna þess að þar stundaði Skógræktin skógrækt, sem teldist ótvírætt til landbúnaðar. Því hafi umrædd bannregla verið í gildi þegar Síminn fékk jörðina afhenta. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar geri jörðina að bújörð Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað í að tilgangurinn með umræddu banni hafi frá upphafi verið sá að sporna við því að landkostir jarða í landbúnaðarnotum skertust Vilji löggjafans hafi verið skýr um að heppilegast væri að veiðin fylgdi öðrum landsnytjum og að sá sem stundaði búskap á jörðinni og hefði önnur landnot hennar nyti veiðinnar einnig. Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Skógræktin hafi verið með umfangsmikinn búrekstur í formi skógræktar þegar Síminn eignaðist landspilduna. Því hafi umrætt bannregla verið í gildi og óheimilt að skilja veiðirétt í Sandá frá jörðinni Skriðufelli. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Símans.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Dómsmál Síminn Lax Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Tengdar fréttir 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. 30. júlí 2022 09:40 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. 30. júlí 2022 09:40