Jóladagatal Vísis: Næstum því jólalag með Sálinni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. desember 2022 07:00 Stefán Hilmarsson söngvari Sálarinnar hans Jóns míns syngur um dimman desember í ástarlaginu Okkar nótt. Kæru lesendur. Í dag er 1. desember eins og líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Dagurinn er merkilegur fyrir margar sakir, það er auðvitað fullveldisdagurinn og svona, en þetta er ekki síst merkisdagur vegna þess að nú fer Jóladagatal Vísis í loftið. Við ætlum að telja niður til jóla og gleðja lesendur með frábærri tónlist, einu lagi á dag, á hverjum degi til 24. desember. Ekki verða endilega um jólalög að ræða, þó mögulega kunni eitt og eitt að læðast með, heldur verður boðið upp á frábæra blöndu af hugljúfum tónum og hressari lögum til að koma okkur öllum í hárrétta gírinn. Þá er ekki eftir neinu að bíða og hér með kynnum við fyrsta lagið. Fyrsta lagið í Jóladagatali Vísis er Okkar nótt, með einni ástkærustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. Lagið er af plötunni Hvar er draumurinn sem kom út árið 2008 en lagið er þó eldra. Óhætt er að segja að lagið hafi slegið rækilega í gegn á sínum tíma . Það var valið Lag ársins bæði á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2000 sem og á Hlustendaverðlaunum FM957, þar sem söngvari sveitarinnar, Stefán Hilmarsson var einnig kosinn söngvari ársins. Myndbandið við lagið er tekið upp á tónleikum Sálarinnar í Loftkastalanum, en þeir voru valdir Tónlistarviðburður ársins á áðurnefndum Íslensku tónlistarverðlaunum árið 2000. Þessi auglýsing birtist í DV 18.mars árið 2000. Sálin hans Jóns míns var sigursæl á Íslensku tónlistarverðlaununum það ár. Lagið er eitt af þessum lögum sem á vel við í öllum aðstæðum. Hvort sem það er heima við í rólegheitum, til að hlusta á í göngutúr, nú eða öskursyngja í karókí í góðra vina hópi. Textinn er sérstaklega fallegur. Í textanum kemur fram „..dimmur desember“, og því er næstum réttlætanlegt að kalla þetta jólalag. Ekki? Það er komið kvöld, kertið er að klárast virðist mér, ég er ennþá hér. Liggðu aftur, losaðu, ljúktu aftur augunum. Ekkert liggur á. Út´er fönnin köld, frosið allt og dimmur desember, Ég er ennþá hér. Húsið sefur, himnaljós varpa bjarma ´á blómarós, ekkert liggur á, Þetta ‘er okkar nótt, og okkar einu líf. Ég vil njóta hverrar mínútu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér. Sérhvert andartak er eilíft fyrir mér, útilokum allt…við ein. Það er eins og allt, einhvern veginn hefjist hér og nú, ástæðan ert þú. Leggðu hönd í lófa minn, langt ´í burt ´er dagurinn. Ekkert liggur á, þetta ´er okkar nótt, og okkar einu líf. Ég vil njóta hverrar mínutu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér. Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér, og ég hugsa um ekkert annað eins og er Ég vil njóta hverrar mínútu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér Útilokum allt, við ein. Lag dagsins er Okkar nótt með Sálinni hans Jóns míns, en hvað verður það á morgun? Fylgist vel með á Vísi. Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Við ætlum að telja niður til jóla og gleðja lesendur með frábærri tónlist, einu lagi á dag, á hverjum degi til 24. desember. Ekki verða endilega um jólalög að ræða, þó mögulega kunni eitt og eitt að læðast með, heldur verður boðið upp á frábæra blöndu af hugljúfum tónum og hressari lögum til að koma okkur öllum í hárrétta gírinn. Þá er ekki eftir neinu að bíða og hér með kynnum við fyrsta lagið. Fyrsta lagið í Jóladagatali Vísis er Okkar nótt, með einni ástkærustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. Lagið er af plötunni Hvar er draumurinn sem kom út árið 2008 en lagið er þó eldra. Óhætt er að segja að lagið hafi slegið rækilega í gegn á sínum tíma . Það var valið Lag ársins bæði á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2000 sem og á Hlustendaverðlaunum FM957, þar sem söngvari sveitarinnar, Stefán Hilmarsson var einnig kosinn söngvari ársins. Myndbandið við lagið er tekið upp á tónleikum Sálarinnar í Loftkastalanum, en þeir voru valdir Tónlistarviðburður ársins á áðurnefndum Íslensku tónlistarverðlaunum árið 2000. Þessi auglýsing birtist í DV 18.mars árið 2000. Sálin hans Jóns míns var sigursæl á Íslensku tónlistarverðlaununum það ár. Lagið er eitt af þessum lögum sem á vel við í öllum aðstæðum. Hvort sem það er heima við í rólegheitum, til að hlusta á í göngutúr, nú eða öskursyngja í karókí í góðra vina hópi. Textinn er sérstaklega fallegur. Í textanum kemur fram „..dimmur desember“, og því er næstum réttlætanlegt að kalla þetta jólalag. Ekki? Það er komið kvöld, kertið er að klárast virðist mér, ég er ennþá hér. Liggðu aftur, losaðu, ljúktu aftur augunum. Ekkert liggur á. Út´er fönnin köld, frosið allt og dimmur desember, Ég er ennþá hér. Húsið sefur, himnaljós varpa bjarma ´á blómarós, ekkert liggur á, Þetta ‘er okkar nótt, og okkar einu líf. Ég vil njóta hverrar mínútu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér. Sérhvert andartak er eilíft fyrir mér, útilokum allt…við ein. Það er eins og allt, einhvern veginn hefjist hér og nú, ástæðan ert þú. Leggðu hönd í lófa minn, langt ´í burt ´er dagurinn. Ekkert liggur á, þetta ´er okkar nótt, og okkar einu líf. Ég vil njóta hverrar mínutu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér. Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér, og ég hugsa um ekkert annað eins og er Ég vil njóta hverrar mínútu með þér, ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér Útilokum allt, við ein. Lag dagsins er Okkar nótt með Sálinni hans Jóns míns, en hvað verður það á morgun? Fylgist vel með á Vísi.
Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira