Erfiðast fyrir leikmenn að fara leikbann á Íslandi vegna gulra spjalda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 11:01 Erlendur Eiríksson sýnir hér Víkingnum Kyle McLagan gula spjaldið í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Gulu spjöldin og refsingar vegna þeirra voru til umræðu á Formanna- og framkvæmdastjórarfundi Knattspyrnusambands Íslands. Birkir Sveinsson, yfirmaður móta- og dómaramála hjá Knattspyrnusambandi Íslands, hélt fyrirlestur um mótamál á fundinum um síðustu helgi og tók þá sérstaklega fyrir gagnrýni á leikbönn vegna gulra spjalda. Eftir að leikjum var fjölgað úr 22 í 27 á síðasta tímabili þá þótti mörgum ósanngjarnt að leikmenn væru áfram að fara í leikbann eftir fjórar áminningar. Fleiri leikir en sömu reglur með leikbönn Birkir reyndi að svara því hvort fjölgun leikja í Bestu deildunum kalli á breytingar hjá okkur á Íslandi og notaði samanburð við hin Norðurlöndin til að kanna það. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ þar sem skoða má glærur frá fyrirlestri Birkis. Leikmenn fara í fyrsta leikbann vegna spjalda eftir fjögur gul spjöld og skiptir þar engu máli þótt sé um fjórða leik eða 26. leik að ræða. Birkir sýndi hins vegar fram á það í fyrirlestri sínum að það sé í raun vægari reglur á Íslandi en í deildum í nágrannalöndunum. Hann lagi líka áherslu á að þessi leikbönn eru til að verja leikmenn fyrir meiðslum. Losna við spjöld í Svíþjóð Í Svíþjóð er þó möguleiki á að losna við gult spjald með því að leik tíu leiki í röð án þess að fá spjald. Svíarnir fara aftur á móti í fyrsta leikbann við þriðja gula spjald. Hér fyrir neðan má sjá samanburð Birkis á gulum spjöldum í deildum á Norðurlöndunum. KSÍ „Það er því erfiðast fyrir leikmenn að fara leikbann á Íslandi vegna áminninga. Ég tel því ekki nauðsynlegt að gera breytingu á okkar reglum sem miði að því að fjölga áminningum sem þarf til að fara í leikbann. Nema auðvitað að markmiðið sé að draga úr verndinni sem leikmenn eiga að fá,“ skrifaði Birkir í niðurstöðum sínum. Brot í undanúrslitaleikjum bikarsins Birkir hefur líka áhyggjur af miklum fjölda gulra spjalda i undanúrslitaleikjum bikarsins. Áminningar í undanúrslitum karla árin 2021 og 2022 voru 6,75 á hvern leik en til samanburðar voru 4,70 gul spjöld á hvern leik í Bestu deild karla 2022. „Spurning hvort við verðum ekki að finna aðferð til að þessi spjöld telji án þess þó að taka úrslitaleikinn af viðkomandi,“ skrifaði Birkir. Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Birkir Sveinsson, yfirmaður móta- og dómaramála hjá Knattspyrnusambandi Íslands, hélt fyrirlestur um mótamál á fundinum um síðustu helgi og tók þá sérstaklega fyrir gagnrýni á leikbönn vegna gulra spjalda. Eftir að leikjum var fjölgað úr 22 í 27 á síðasta tímabili þá þótti mörgum ósanngjarnt að leikmenn væru áfram að fara í leikbann eftir fjórar áminningar. Fleiri leikir en sömu reglur með leikbönn Birkir reyndi að svara því hvort fjölgun leikja í Bestu deildunum kalli á breytingar hjá okkur á Íslandi og notaði samanburð við hin Norðurlöndin til að kanna það. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ þar sem skoða má glærur frá fyrirlestri Birkis. Leikmenn fara í fyrsta leikbann vegna spjalda eftir fjögur gul spjöld og skiptir þar engu máli þótt sé um fjórða leik eða 26. leik að ræða. Birkir sýndi hins vegar fram á það í fyrirlestri sínum að það sé í raun vægari reglur á Íslandi en í deildum í nágrannalöndunum. Hann lagi líka áherslu á að þessi leikbönn eru til að verja leikmenn fyrir meiðslum. Losna við spjöld í Svíþjóð Í Svíþjóð er þó möguleiki á að losna við gult spjald með því að leik tíu leiki í röð án þess að fá spjald. Svíarnir fara aftur á móti í fyrsta leikbann við þriðja gula spjald. Hér fyrir neðan má sjá samanburð Birkis á gulum spjöldum í deildum á Norðurlöndunum. KSÍ „Það er því erfiðast fyrir leikmenn að fara leikbann á Íslandi vegna áminninga. Ég tel því ekki nauðsynlegt að gera breytingu á okkar reglum sem miði að því að fjölga áminningum sem þarf til að fara í leikbann. Nema auðvitað að markmiðið sé að draga úr verndinni sem leikmenn eiga að fá,“ skrifaði Birkir í niðurstöðum sínum. Brot í undanúrslitaleikjum bikarsins Birkir hefur líka áhyggjur af miklum fjölda gulra spjalda i undanúrslitaleikjum bikarsins. Áminningar í undanúrslitum karla árin 2021 og 2022 voru 6,75 á hvern leik en til samanburðar voru 4,70 gul spjöld á hvern leik í Bestu deild karla 2022. „Spurning hvort við verðum ekki að finna aðferð til að þessi spjöld telji án þess þó að taka úrslitaleikinn af viðkomandi,“ skrifaði Birkir.
Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira