Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Grindavík 87-91 | Baráttusigur Grindavíkur á Egilsstöðum Gunnar Gunnarsson skrifar 1. desember 2022 21:18 Vísir/Bára Grindvíkingar komu sér aftur á sigurbraut í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með 87-91 sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Grindvíkingar voru fastir fyrir í vörninni og héngu sem hundar ár roði á forustu sinni í lokin. Grindvíkingar voru yfir 26-29 eftir fyrsta leikhluta. Hattarmenn virtust leggja upp með að stöðva Bandaríkjamanninn Damien Pitt en við það losnaði um aðra leikmenn. Leikurinn var ekki grófur en mikil barátta og lítið leyft, einkum framan af. Strax eftir fyrsta leikhlutann var hvort lið komið með sjö villur. Heldur fækkaði þeim í öðrum leikhluta en Grindvíkingar voru áfram með tveggja sókna forskot, sem heimamenn minnkuðu aðeins í lokin niður í 49-52. Á kafla virtist allt fara ofan í hjá gestunum en ekkert ganga upp í vörn heimaliðsins. Svo virðist sem báðir þjálfarar hafi lagt upp með það í hálfleik að þétta varnarleikinn og báðum gekk það eftir því töluvert færri stig voru skoruð í seinni hálfleik. Höttur átti loks góðan sprett seinni hluta þriðja leikhluta og komst loks yfir, 72-71 rétt áður en honum lauk. Grindavík skoraði hins vegar fyrstu sex stigin í fjórða leikhluta og var fljótt komið í níu stiga forskot, 76-85, sem var mesti munur leiksins. Á lokamínútunum lokuðu gestirnir teignum meðan heimamenn skutu og skutu án árangurs fyrir utan. Bandaríkjamennirnir í liðunum tveimur voru stigahæstir með 29 stig hvor, Tim Guers hjá Hetti og Pitts hjá Grindavík. Af hverju vann Grindavík? Kristófer Breki Gylfason var sjóðheitur, með yfir 70% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik. Bragi Guðmundsson átti síðan flottar rispur, einkum í sókninni. Heilt yfir hittu Grindvíkingar vel í fyrri hálfleik. Þegar á leið var það hins vegar múr í teignum sem skilaði sigrinum. Hvað gekk illa? Hattarmenn virtust aldrei ná sér almennilega á strik í leiknum. Í fyrri hálfleik náðu þeir aldrei að stöðva Grindavík og í restina var sóknarleikurinn óákveðinn og ráðalaus. Í blálokin fékk Höttur nóg af færum, í einni sókninni komu 5-6 skot en ekkert þeirra datt ofan í. Þá voru heimamenn komnir í þá stöðu að þurfa þriggja stiga körfur og reyndu slík skot. Hvað næst? Bæði lið voru með sex stig fyrir leikinn eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum. Höttur hefur nú tapað þremur í röð og heimsækir Keflavík eftir viku. Degi síðar taka Grindvíkingar á móti Breiðabliki. Jóhann Þór: Gerðum vel í að kreista út þennan sigur Jóhann Þór var ánægður með sigurinn fyrir austan.Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var þakklátur fyrir sigurinn í kvöld en Grindavík fékk skell í síðustu umferð á móti Stjörnunni. „Þetta var mjög góður og mikilvægur sigur á erfiðum og flottum útivelli. Við komum til að selja okkur dýrt og það skilaði okkur tveimur mjög góðum stigum.“ Grindvíkingar spiluðu frábæra vörn í fjórða leikhluta og komu í veg fyrir að Höttur gæti gert áhlaup eins og liðið hefur gert í síðustu leikjum. „Þetta var stál í stál. Þeir klikkuðu á stórum skotum í restina en fengu óþarfa sénsa því við brenndum af vítum. Mér fannst við aðeins á hælunum fyrstu 25 mínúturnar en kláruðum leikinn vel. Ég get ekki sagt nákvæmlega hvað skildi á milli liðanna, aðeins að við gerðum vel í að kreista þetta út. Ég er því mjög ánægður með mitt lið.“ Viðar: Virkilega lélegt af okkar hálfu Viðar Örn var ekki ánægður með sína menn gegn Grindavík í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sagði frammistöðu kvöldsins hafa verið vonbrigði. „Við vorum flatir og slakir og slök frammistaða hjá öllum. Það er virkilega svekkjandi þegar frammistaðan er svona léleg, það svíður. Hugarfarið var slakt og leikurinn illa uppsettur af minni hálfu.“ Aðspurður sagðist hann ekki getað svarað því hvað hefði klikkað í upplegginu. „Við munum bara skoða það. Það er bara ljóst að þetta er fjarri því sem við viljum standa fyrir. Ég er hrikalega ósáttur hvernig við komum inn í leikinn, það er engin einbeiting og engin frammistaða. Það á við um okkur alla. Það er sorglegt að sama hvort sem þú spilar eða þjálfar hjá Hetti á Egilsstöðum að geta ekki komið í hvern leik. Við höldum að við séum eitthvað því við vinnum einn og einn leik. Þetta var virkilega slakt sem er áhyggjuefni og vonbrigði.“ Subway-deild karla Höttur UMF Grindavík
Grindvíkingar komu sér aftur á sigurbraut í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með 87-91 sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Grindvíkingar voru fastir fyrir í vörninni og héngu sem hundar ár roði á forustu sinni í lokin. Grindvíkingar voru yfir 26-29 eftir fyrsta leikhluta. Hattarmenn virtust leggja upp með að stöðva Bandaríkjamanninn Damien Pitt en við það losnaði um aðra leikmenn. Leikurinn var ekki grófur en mikil barátta og lítið leyft, einkum framan af. Strax eftir fyrsta leikhlutann var hvort lið komið með sjö villur. Heldur fækkaði þeim í öðrum leikhluta en Grindvíkingar voru áfram með tveggja sókna forskot, sem heimamenn minnkuðu aðeins í lokin niður í 49-52. Á kafla virtist allt fara ofan í hjá gestunum en ekkert ganga upp í vörn heimaliðsins. Svo virðist sem báðir þjálfarar hafi lagt upp með það í hálfleik að þétta varnarleikinn og báðum gekk það eftir því töluvert færri stig voru skoruð í seinni hálfleik. Höttur átti loks góðan sprett seinni hluta þriðja leikhluta og komst loks yfir, 72-71 rétt áður en honum lauk. Grindavík skoraði hins vegar fyrstu sex stigin í fjórða leikhluta og var fljótt komið í níu stiga forskot, 76-85, sem var mesti munur leiksins. Á lokamínútunum lokuðu gestirnir teignum meðan heimamenn skutu og skutu án árangurs fyrir utan. Bandaríkjamennirnir í liðunum tveimur voru stigahæstir með 29 stig hvor, Tim Guers hjá Hetti og Pitts hjá Grindavík. Af hverju vann Grindavík? Kristófer Breki Gylfason var sjóðheitur, með yfir 70% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik. Bragi Guðmundsson átti síðan flottar rispur, einkum í sókninni. Heilt yfir hittu Grindvíkingar vel í fyrri hálfleik. Þegar á leið var það hins vegar múr í teignum sem skilaði sigrinum. Hvað gekk illa? Hattarmenn virtust aldrei ná sér almennilega á strik í leiknum. Í fyrri hálfleik náðu þeir aldrei að stöðva Grindavík og í restina var sóknarleikurinn óákveðinn og ráðalaus. Í blálokin fékk Höttur nóg af færum, í einni sókninni komu 5-6 skot en ekkert þeirra datt ofan í. Þá voru heimamenn komnir í þá stöðu að þurfa þriggja stiga körfur og reyndu slík skot. Hvað næst? Bæði lið voru með sex stig fyrir leikinn eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum. Höttur hefur nú tapað þremur í röð og heimsækir Keflavík eftir viku. Degi síðar taka Grindvíkingar á móti Breiðabliki. Jóhann Þór: Gerðum vel í að kreista út þennan sigur Jóhann Þór var ánægður með sigurinn fyrir austan.Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var þakklátur fyrir sigurinn í kvöld en Grindavík fékk skell í síðustu umferð á móti Stjörnunni. „Þetta var mjög góður og mikilvægur sigur á erfiðum og flottum útivelli. Við komum til að selja okkur dýrt og það skilaði okkur tveimur mjög góðum stigum.“ Grindvíkingar spiluðu frábæra vörn í fjórða leikhluta og komu í veg fyrir að Höttur gæti gert áhlaup eins og liðið hefur gert í síðustu leikjum. „Þetta var stál í stál. Þeir klikkuðu á stórum skotum í restina en fengu óþarfa sénsa því við brenndum af vítum. Mér fannst við aðeins á hælunum fyrstu 25 mínúturnar en kláruðum leikinn vel. Ég get ekki sagt nákvæmlega hvað skildi á milli liðanna, aðeins að við gerðum vel í að kreista þetta út. Ég er því mjög ánægður með mitt lið.“ Viðar: Virkilega lélegt af okkar hálfu Viðar Örn var ekki ánægður með sína menn gegn Grindavík í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sagði frammistöðu kvöldsins hafa verið vonbrigði. „Við vorum flatir og slakir og slök frammistaða hjá öllum. Það er virkilega svekkjandi þegar frammistaðan er svona léleg, það svíður. Hugarfarið var slakt og leikurinn illa uppsettur af minni hálfu.“ Aðspurður sagðist hann ekki getað svarað því hvað hefði klikkað í upplegginu. „Við munum bara skoða það. Það er bara ljóst að þetta er fjarri því sem við viljum standa fyrir. Ég er hrikalega ósáttur hvernig við komum inn í leikinn, það er engin einbeiting og engin frammistaða. Það á við um okkur alla. Það er sorglegt að sama hvort sem þú spilar eða þjálfar hjá Hetti á Egilsstöðum að geta ekki komið í hvern leik. Við höldum að við séum eitthvað því við vinnum einn og einn leik. Þetta var virkilega slakt sem er áhyggjuefni og vonbrigði.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum