Stuðningsmannahópar United birta kröfugerð fyrir nýja eigendur Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 16:31 Stuðningsmenn Manchester United eru með ýmsar kröfur fyrir mögulega nýja eigendur. Vísir/Getty Yfir fimmtíu stuðningsmannahópar Manchester United hafa birt lista með kröfum fyrir mögulega nýja eigendur félagsins. Eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan, tilkynntu fyrir nokkru að þeir íhuga að selja félagið eftir að hafa átt það í 17 ár. Glazier fjölskyldan hefur átt Manchester United síðan árið 2005 en í nóvember var greint frá því að þeir væru að skoða ýmsa möguleika varðandi félagið, meðal annars að selja það. Glazer-fjölskyldan er eflaust í hópi óvinsælustu eiganda íþróttaliðs í heiminum enda hefur hún tekið mikinn pening út úr félaginu í stað þess að fjárfesta í leikmönnum og aðbúnaði. Það er eflaust þess vegna sem stuðningsmannahóparnir vilja setja skýr mörk fyrir mögulega nýja eigendur. Í bréfi frá stuðningsmannahópunum er sagt að þeir vilji að nýir eigendur hlúi að félaginu og fjárfesti í því. Þeir segja að félagið sé meira en hver önnur auglýsingavara. Að skuldir félagsins verði borgaðar upp og gefið verði út meira hlutafé Að fjárfest verði í karla-, kvenna- og unglingaliðum félagsins sem og innviðum þess með það að markmiði að nútímavæða Old Trafford og æfingasvæði félagsins. Að stuðningsmenn geti eignast hlut í félaginu og eigi sæti í stjórn félagsins Að orðin „Football club“ verði aftur sett í merki félagsins á búningum leikmanna Að haldið verði áfram að þróa og styðja við kvennalið félagsins Að gefið verði loforð um að aldrei verði sótt um aðild að keppni sem líkist evrópsku Ofurdeildinni án samráðs við stuðningsmenn Að miðar á leiki séu á viðráðanlegu verði Undir bréfið skrifa stuðningsmannahópar eins og „Manchester United Supporters Trust (MUST) og „Manchester United Football Club Women´s Supports Club sem og ýmis félög innan sem utan Bretlandseyja. Þar kemur einnig fram að stuðningsmennirnir séu meira en tilbúnir til að aðstoða mögulega bjóðendur að skilja til hvers stuðningsmennirnir ætlist, til að auka líkurnar á að stuðningsmenn styðji við bakið á nýjum eigendum. Í frétt BBC kemur fram að ef Glazier fjölskyldan reyni að selja félagið, þá verði það gert næsta vor. Fjölskyldan keypti félagið á 790 milljónir punda árið 2005. Síðan þá hefur félagið eitt meira en milljarði punda í lánagreiðslur. Ítrekuð mótmæli hafa átt sér stað á síðustu árum til að mótmæla Glazier fjölskyldunni og stjórnarháttum hennar. Enski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Körfubolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Glazier fjölskyldan hefur átt Manchester United síðan árið 2005 en í nóvember var greint frá því að þeir væru að skoða ýmsa möguleika varðandi félagið, meðal annars að selja það. Glazer-fjölskyldan er eflaust í hópi óvinsælustu eiganda íþróttaliðs í heiminum enda hefur hún tekið mikinn pening út úr félaginu í stað þess að fjárfesta í leikmönnum og aðbúnaði. Það er eflaust þess vegna sem stuðningsmannahóparnir vilja setja skýr mörk fyrir mögulega nýja eigendur. Í bréfi frá stuðningsmannahópunum er sagt að þeir vilji að nýir eigendur hlúi að félaginu og fjárfesti í því. Þeir segja að félagið sé meira en hver önnur auglýsingavara. Að skuldir félagsins verði borgaðar upp og gefið verði út meira hlutafé Að fjárfest verði í karla-, kvenna- og unglingaliðum félagsins sem og innviðum þess með það að markmiði að nútímavæða Old Trafford og æfingasvæði félagsins. Að stuðningsmenn geti eignast hlut í félaginu og eigi sæti í stjórn félagsins Að orðin „Football club“ verði aftur sett í merki félagsins á búningum leikmanna Að haldið verði áfram að þróa og styðja við kvennalið félagsins Að gefið verði loforð um að aldrei verði sótt um aðild að keppni sem líkist evrópsku Ofurdeildinni án samráðs við stuðningsmenn Að miðar á leiki séu á viðráðanlegu verði Undir bréfið skrifa stuðningsmannahópar eins og „Manchester United Supporters Trust (MUST) og „Manchester United Football Club Women´s Supports Club sem og ýmis félög innan sem utan Bretlandseyja. Þar kemur einnig fram að stuðningsmennirnir séu meira en tilbúnir til að aðstoða mögulega bjóðendur að skilja til hvers stuðningsmennirnir ætlist, til að auka líkurnar á að stuðningsmenn styðji við bakið á nýjum eigendum. Í frétt BBC kemur fram að ef Glazier fjölskyldan reyni að selja félagið, þá verði það gert næsta vor. Fjölskyldan keypti félagið á 790 milljónir punda árið 2005. Síðan þá hefur félagið eitt meira en milljarði punda í lánagreiðslur. Ítrekuð mótmæli hafa átt sér stað á síðustu árum til að mótmæla Glazier fjölskyldunni og stjórnarháttum hennar.
Að skuldir félagsins verði borgaðar upp og gefið verði út meira hlutafé Að fjárfest verði í karla-, kvenna- og unglingaliðum félagsins sem og innviðum þess með það að markmiði að nútímavæða Old Trafford og æfingasvæði félagsins. Að stuðningsmenn geti eignast hlut í félaginu og eigi sæti í stjórn félagsins Að orðin „Football club“ verði aftur sett í merki félagsins á búningum leikmanna Að haldið verði áfram að þróa og styðja við kvennalið félagsins Að gefið verði loforð um að aldrei verði sótt um aðild að keppni sem líkist evrópsku Ofurdeildinni án samráðs við stuðningsmenn Að miðar á leiki séu á viðráðanlegu verði
Enski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Körfubolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira