Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni Snorri Másson skrifar 4. desember 2022 11:55 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins (f.m.) á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á dögunum. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar ræddi um þá gagnrýni sem hefur komið fram á hendur Bankasýslunni fyrir framkvæmd á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann var spurður hvort honum þætti að stjórnmálamenn sem voru ábyrgir fyrir aðgerðinni hafi viljað skella skuldinni á framkvæmdaraðilann. „Við náttúrulega erum framkvæmdaraðilinn. Og síðan þegar það kemur upp þessi ádeila á útboðið fljótlega eftir að það átti sér stað, þá tóku menn þann pól í hæðina að það væri kannski ágætt að benda á einhvern annan heldur en stjórnmálamennina en við erum alveg með bak til að taka það. En hins vegar er það bara þannig að þetta útboð tókst gríðarlega vel og ef þetta er ekki bara farsælasta útboð sögunnar þá allavega eitt af þeim,“ sagði Lárus Lárus sagði útboðið mjög vel heppnað og jafnvel betur heppnað en frumútboðið. Eftir stendur gagnrýni að hans sögn á að nefndum þingsins hafi ekki verið gerð nægileg grein fyrir útboðsaðferðinni sem til stóð að styðjast við - svo og því að gert yrði frávik á verðinu við söluna, sem sagt gefinn afsláttur í útboðinu. Þeim hafi sannarlega verið gerð grein fyrir þessu, en að þegar umræðan hafi hafist eftir á, hafi menn gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki fengið nægar upplýsingar. Þær hafi fengið sömu upplýsingar og ráðherranefnd, sem hefur sagt að sú upplýsingagjöf hafi verið fullnægjandi. „Ef nefndum hefur fundist eins og eitthvað hafi vantað upp á kynninguna áttu þeir auðvitað bara að kalla eftir okkur og ráðuneytisstarfsfólkinu aftur eða bara sérfræðingum til að uppfræða sig, en það er ekki valkostur að segja bara: Við skiljum ekkert í þessu og þar við situr. Það er bara ekki valkostur fyrir nefndir Alþingis,“ sagði Lárus. Hlusta má á viðtalið við Lárus í Sprengisandi í spilaranum hér fyrir neðan. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar ræddi um þá gagnrýni sem hefur komið fram á hendur Bankasýslunni fyrir framkvæmd á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann var spurður hvort honum þætti að stjórnmálamenn sem voru ábyrgir fyrir aðgerðinni hafi viljað skella skuldinni á framkvæmdaraðilann. „Við náttúrulega erum framkvæmdaraðilinn. Og síðan þegar það kemur upp þessi ádeila á útboðið fljótlega eftir að það átti sér stað, þá tóku menn þann pól í hæðina að það væri kannski ágætt að benda á einhvern annan heldur en stjórnmálamennina en við erum alveg með bak til að taka það. En hins vegar er það bara þannig að þetta útboð tókst gríðarlega vel og ef þetta er ekki bara farsælasta útboð sögunnar þá allavega eitt af þeim,“ sagði Lárus Lárus sagði útboðið mjög vel heppnað og jafnvel betur heppnað en frumútboðið. Eftir stendur gagnrýni að hans sögn á að nefndum þingsins hafi ekki verið gerð nægileg grein fyrir útboðsaðferðinni sem til stóð að styðjast við - svo og því að gert yrði frávik á verðinu við söluna, sem sagt gefinn afsláttur í útboðinu. Þeim hafi sannarlega verið gerð grein fyrir þessu, en að þegar umræðan hafi hafist eftir á, hafi menn gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki fengið nægar upplýsingar. Þær hafi fengið sömu upplýsingar og ráðherranefnd, sem hefur sagt að sú upplýsingagjöf hafi verið fullnægjandi. „Ef nefndum hefur fundist eins og eitthvað hafi vantað upp á kynninguna áttu þeir auðvitað bara að kalla eftir okkur og ráðuneytisstarfsfólkinu aftur eða bara sérfræðingum til að uppfræða sig, en það er ekki valkostur að segja bara: Við skiljum ekkert í þessu og þar við situr. Það er bara ekki valkostur fyrir nefndir Alþingis,“ sagði Lárus. Hlusta má á viðtalið við Lárus í Sprengisandi í spilaranum hér fyrir neðan.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira