Leikkonan Kirstie Alley er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 06:18 Kirstey Alley þótti afar snjöll og fyndin leikkona. Leikkonan Kirstie Alley er látin eftir baráttu við krabbamein. Hún var 71 árs. Alley var einna þekktust fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Cheers, Look Who's Talking myndunum og fyrir að tilheyra Vísindakirkjunni. Það voru börn Alley, William „True“ Stevenson og Lillie Price Stevenson, sem tilkynntu um andlát móður sinnar á samfélagsmiðlum. Þá hefur umboðsmaður hennar einnig staðfest fregnirnar. Í tilkynningu systkinanna kemur fram að krabbameinið hafi aðeins uppgötvast nýlega. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um andlát Alley eru fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir, leikarinn Parker Stevenson, Ted Danson, sem lék með henni í Cheers, og John Travolta, sem lék á móti Alley í Look Who's Talking. Danson sagði Alley hafa haft hjarta úr gulli en Kelsey Grammer, sem lék geðlækninn Frasier Crane í Cheers, sagði eftirfarandi: „Mér hefur alltaf fundist sorg vegna opinberrar persónu vera einkamál en ég hef þetta að segja; ég elskaði hana.“ Alley vann til Golden Globe- og Emmy-verðlauna fyrir frammistöðu sína í Cheers. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Upp úr aldamótum fjallaði bandaríska slúðurpressan mikið um þyngdaraukningu Alley, sem hún svaraði með því að skapa og leika í þáttunum Fat Actress, sem fjölluðu um þessa pressuútgáfu af Alley; feita leikkonu að reyna að meika það í Hollywood og finn ástina á sama tíma. Síðar birtist Alley í nokkrum raunveruleikaþáttum, meðal annars Dancing with the Stars, The Masked Singer og Celebrity Big Brother í Bretlandi. Alley var ötull stuðningsmaður Donald Trump en sagði stuðning sinn við forsetann fyrrverandi hafa eyðilagt fyrir sér í Hollywood. Hollywood Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira
Það voru börn Alley, William „True“ Stevenson og Lillie Price Stevenson, sem tilkynntu um andlát móður sinnar á samfélagsmiðlum. Þá hefur umboðsmaður hennar einnig staðfest fregnirnar. Í tilkynningu systkinanna kemur fram að krabbameinið hafi aðeins uppgötvast nýlega. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um andlát Alley eru fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir, leikarinn Parker Stevenson, Ted Danson, sem lék með henni í Cheers, og John Travolta, sem lék á móti Alley í Look Who's Talking. Danson sagði Alley hafa haft hjarta úr gulli en Kelsey Grammer, sem lék geðlækninn Frasier Crane í Cheers, sagði eftirfarandi: „Mér hefur alltaf fundist sorg vegna opinberrar persónu vera einkamál en ég hef þetta að segja; ég elskaði hana.“ Alley vann til Golden Globe- og Emmy-verðlauna fyrir frammistöðu sína í Cheers. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Upp úr aldamótum fjallaði bandaríska slúðurpressan mikið um þyngdaraukningu Alley, sem hún svaraði með því að skapa og leika í þáttunum Fat Actress, sem fjölluðu um þessa pressuútgáfu af Alley; feita leikkonu að reyna að meika það í Hollywood og finn ástina á sama tíma. Síðar birtist Alley í nokkrum raunveruleikaþáttum, meðal annars Dancing with the Stars, The Masked Singer og Celebrity Big Brother í Bretlandi. Alley var ötull stuðningsmaður Donald Trump en sagði stuðning sinn við forsetann fyrrverandi hafa eyðilagt fyrir sér í Hollywood.
Hollywood Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira