Mest spiluðu lögin á Spotify árið 2022 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. desember 2022 13:31 Árið 2022 var öflugt hjá Harry Styles. Getty/Kevin Mazur Streymisveitan Spotify gaf á dögunum út yfirlit af tónlistarárinu 2022 hjá hverjum og einum og hafa tónlistarunnendur því verið duglegir að deila sínum mest spiluðu lögum á samfélagsmiðlum. Samhliða því birti Spotify lista yfir 50 mest spiluðu lög ársins á veitunni undir heitinu „Top Tracks of 2022“. Harry Styles Breski tónlistarmaðurinn Harry Styles trónir þar á toppnum með lagið sitt As It Was af plötunni Harry’s House. Platan hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn og nokkur lög hennar hafa ratað inn á vinsældalista FM957 og Bylgjunnar. Laginu As It Was hefur verið streymt rúmlega 1,6 milljarð sinnum á Spotify. Styles er fæddur árið 1994 og sló upphaflega í gegn sem meðlimur strákasveitarinnar One Direction eftir þátttöku í breska X Factor árið 2010. Hann hefur með sanni náð langt í tónlistarheiminum en á árinu fór hann einnig með stórt hlutverk í Hollywood dramanu Don’t Worry Darling. Þá vakti ástarsamband hans við Oliviu Wilde einnig mikla athygli en því er nú lokið. View this post on Instagram A post shared by @harrystyles Glass Animals Hljómsveitin Glass Animals fylgir fast á eftir Styles en þeir koma einnig frá Bretlandi. Lagið þeirra Heat Waves greip fjöldamarga hlustendur á árinu sem er að líða þrátt fyrir að hafa komið út árið 2020. Hljómsveitin var stofnuð árið 2010 og er skipuð æskuvinunum Dave Bayley, Joe Seaward, Ed Irwin-Singer og Drew MacFarlane en þeir eru allir á fertugsaldri. Heat waves var sérstaklega áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok í ár en sá miðill hefur spilað veigamikið hlutverk í vinsældum laga. Lög sem springa út á TikTok hafa vanalega náð hátt á hinum ýmsu vinsældalistum. Lagið Heat Waves er með 2,147,965,907 spilanir á Spotify þegar þessi frétt er skrifuð og má gera ráð fyrir að stór hluti hlustana tilheyri þessu ári. @glassanimalsofficial scares me how good at things everyone is. will share more soon. head to our website to download some sick stuff...Dave xx #art #fanart #digitalart #3D Heat Waves - Glass Animals The Kid LAROI The Kid LAROI skaust upp á stjörnuhimininn árið 2020 þegar hann sendi frá sér lagið Without You og endurgerði það meðal annars með Miley Cyrus. The Kid LAROI heitir réttu nafni Charlton Kenneth Jeffrey Howard og er 19 ára gamall. View this post on Instagram A post shared by @thekidlaroi Sumarið 2021 starfaði ungstirnið svo með stórstjörnunni Justin Bieber og saman gáfu þeir út lagið STAY, sem situr í þriðja sæti listans og er með tæplega 2,3 milljarða af spilunum á Spotify. Þá skal tekið fram að hluti þessara spilanna tilheyrir árinu 2021 og því situr það í þriðja sæti á þessu ári. BAD BUNNY Bad Bunny á svo bæði fjórða og fimmta vinsælasta lag ársins samkvæmt Top Tracks of 2022 lista Spotify en lögin tilheyra plötunni Un Verano Sin Ti sem hann gaf út í maí síðastliðnum. Bad Bunny, eða Benito Antonio Martínez Ocasio, kemur frá Puerto Rico og er fæddur árið 1994. Bad Bunny er með vinsælli tónlistarmönnum okkar samtíma, er með tæplega 62 milljónir mánaðarlegra hlustenda á veitunni og hefur gefið út fjöldann allan af lögum frá því hann byrjaði í bransanum. Þá situr hann í fyrsta sæti Spotify listans Top Artists of 2022. View this post on Instagram A post shared by @badbunnypr Í fjórða sæti listans má finna lagið hans Me Porto Bonito. Lagið er með tæplega 972,5 milljón hlustanir á árinu. Í fimmta sæti er svo lagið Tití Me Preguntó en það hefur verið spilað rúmlega 872 milljón sinnum inn á Spotify árið 2022. Hér má finna Spotify listann Top Tracks of 2022 í heild sinni: Tónlist Menning Fréttir ársins 2022 Spotify Tengdar fréttir Harry Styles og Olivia Wilde segja það gott í bili Leikarinn og söngvarinn Harry Styles og leikkonan og leikstjórinn Olivia Wilde hafa ákveðið að gera hlé á sambandi sínu. Parið hefur verið saman síðan í janúar á síðasta ári. 19. nóvember 2022 09:56 Harry Styles nær toppnum og stefnir á tónleikaferðalag Harry Styles situr á toppi íslenska listans þessa vikuna með nýjasta lagið sitt As It Was. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp á við undanfarnar vikur og hefur náð gríðarlegum vinsældum víða um heiminn. 28. maí 2022 16:01 Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2. desember 2020 13:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Harry Styles Breski tónlistarmaðurinn Harry Styles trónir þar á toppnum með lagið sitt As It Was af plötunni Harry’s House. Platan hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn og nokkur lög hennar hafa ratað inn á vinsældalista FM957 og Bylgjunnar. Laginu As It Was hefur verið streymt rúmlega 1,6 milljarð sinnum á Spotify. Styles er fæddur árið 1994 og sló upphaflega í gegn sem meðlimur strákasveitarinnar One Direction eftir þátttöku í breska X Factor árið 2010. Hann hefur með sanni náð langt í tónlistarheiminum en á árinu fór hann einnig með stórt hlutverk í Hollywood dramanu Don’t Worry Darling. Þá vakti ástarsamband hans við Oliviu Wilde einnig mikla athygli en því er nú lokið. View this post on Instagram A post shared by @harrystyles Glass Animals Hljómsveitin Glass Animals fylgir fast á eftir Styles en þeir koma einnig frá Bretlandi. Lagið þeirra Heat Waves greip fjöldamarga hlustendur á árinu sem er að líða þrátt fyrir að hafa komið út árið 2020. Hljómsveitin var stofnuð árið 2010 og er skipuð æskuvinunum Dave Bayley, Joe Seaward, Ed Irwin-Singer og Drew MacFarlane en þeir eru allir á fertugsaldri. Heat waves var sérstaklega áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok í ár en sá miðill hefur spilað veigamikið hlutverk í vinsældum laga. Lög sem springa út á TikTok hafa vanalega náð hátt á hinum ýmsu vinsældalistum. Lagið Heat Waves er með 2,147,965,907 spilanir á Spotify þegar þessi frétt er skrifuð og má gera ráð fyrir að stór hluti hlustana tilheyri þessu ári. @glassanimalsofficial scares me how good at things everyone is. will share more soon. head to our website to download some sick stuff...Dave xx #art #fanart #digitalart #3D Heat Waves - Glass Animals The Kid LAROI The Kid LAROI skaust upp á stjörnuhimininn árið 2020 þegar hann sendi frá sér lagið Without You og endurgerði það meðal annars með Miley Cyrus. The Kid LAROI heitir réttu nafni Charlton Kenneth Jeffrey Howard og er 19 ára gamall. View this post on Instagram A post shared by @thekidlaroi Sumarið 2021 starfaði ungstirnið svo með stórstjörnunni Justin Bieber og saman gáfu þeir út lagið STAY, sem situr í þriðja sæti listans og er með tæplega 2,3 milljarða af spilunum á Spotify. Þá skal tekið fram að hluti þessara spilanna tilheyrir árinu 2021 og því situr það í þriðja sæti á þessu ári. BAD BUNNY Bad Bunny á svo bæði fjórða og fimmta vinsælasta lag ársins samkvæmt Top Tracks of 2022 lista Spotify en lögin tilheyra plötunni Un Verano Sin Ti sem hann gaf út í maí síðastliðnum. Bad Bunny, eða Benito Antonio Martínez Ocasio, kemur frá Puerto Rico og er fæddur árið 1994. Bad Bunny er með vinsælli tónlistarmönnum okkar samtíma, er með tæplega 62 milljónir mánaðarlegra hlustenda á veitunni og hefur gefið út fjöldann allan af lögum frá því hann byrjaði í bransanum. Þá situr hann í fyrsta sæti Spotify listans Top Artists of 2022. View this post on Instagram A post shared by @badbunnypr Í fjórða sæti listans má finna lagið hans Me Porto Bonito. Lagið er með tæplega 972,5 milljón hlustanir á árinu. Í fimmta sæti er svo lagið Tití Me Preguntó en það hefur verið spilað rúmlega 872 milljón sinnum inn á Spotify árið 2022. Hér má finna Spotify listann Top Tracks of 2022 í heild sinni:
Tónlist Menning Fréttir ársins 2022 Spotify Tengdar fréttir Harry Styles og Olivia Wilde segja það gott í bili Leikarinn og söngvarinn Harry Styles og leikkonan og leikstjórinn Olivia Wilde hafa ákveðið að gera hlé á sambandi sínu. Parið hefur verið saman síðan í janúar á síðasta ári. 19. nóvember 2022 09:56 Harry Styles nær toppnum og stefnir á tónleikaferðalag Harry Styles situr á toppi íslenska listans þessa vikuna með nýjasta lagið sitt As It Was. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp á við undanfarnar vikur og hefur náð gríðarlegum vinsældum víða um heiminn. 28. maí 2022 16:01 Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2. desember 2020 13:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Harry Styles og Olivia Wilde segja það gott í bili Leikarinn og söngvarinn Harry Styles og leikkonan og leikstjórinn Olivia Wilde hafa ákveðið að gera hlé á sambandi sínu. Parið hefur verið saman síðan í janúar á síðasta ári. 19. nóvember 2022 09:56
Harry Styles nær toppnum og stefnir á tónleikaferðalag Harry Styles situr á toppi íslenska listans þessa vikuna með nýjasta lagið sitt As It Was. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp á við undanfarnar vikur og hefur náð gríðarlegum vinsældum víða um heiminn. 28. maí 2022 16:01
Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2. desember 2020 13:30