Mest spiluðu lögin á Spotify árið 2022 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. desember 2022 13:31 Árið 2022 var öflugt hjá Harry Styles. Getty/Kevin Mazur Streymisveitan Spotify gaf á dögunum út yfirlit af tónlistarárinu 2022 hjá hverjum og einum og hafa tónlistarunnendur því verið duglegir að deila sínum mest spiluðu lögum á samfélagsmiðlum. Samhliða því birti Spotify lista yfir 50 mest spiluðu lög ársins á veitunni undir heitinu „Top Tracks of 2022“. Harry Styles Breski tónlistarmaðurinn Harry Styles trónir þar á toppnum með lagið sitt As It Was af plötunni Harry’s House. Platan hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn og nokkur lög hennar hafa ratað inn á vinsældalista FM957 og Bylgjunnar. Laginu As It Was hefur verið streymt rúmlega 1,6 milljarð sinnum á Spotify. Styles er fæddur árið 1994 og sló upphaflega í gegn sem meðlimur strákasveitarinnar One Direction eftir þátttöku í breska X Factor árið 2010. Hann hefur með sanni náð langt í tónlistarheiminum en á árinu fór hann einnig með stórt hlutverk í Hollywood dramanu Don’t Worry Darling. Þá vakti ástarsamband hans við Oliviu Wilde einnig mikla athygli en því er nú lokið. View this post on Instagram A post shared by @harrystyles Glass Animals Hljómsveitin Glass Animals fylgir fast á eftir Styles en þeir koma einnig frá Bretlandi. Lagið þeirra Heat Waves greip fjöldamarga hlustendur á árinu sem er að líða þrátt fyrir að hafa komið út árið 2020. Hljómsveitin var stofnuð árið 2010 og er skipuð æskuvinunum Dave Bayley, Joe Seaward, Ed Irwin-Singer og Drew MacFarlane en þeir eru allir á fertugsaldri. Heat waves var sérstaklega áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok í ár en sá miðill hefur spilað veigamikið hlutverk í vinsældum laga. Lög sem springa út á TikTok hafa vanalega náð hátt á hinum ýmsu vinsældalistum. Lagið Heat Waves er með 2,147,965,907 spilanir á Spotify þegar þessi frétt er skrifuð og má gera ráð fyrir að stór hluti hlustana tilheyri þessu ári. @glassanimalsofficial scares me how good at things everyone is. will share more soon. head to our website to download some sick stuff...Dave xx #art #fanart #digitalart #3D Heat Waves - Glass Animals The Kid LAROI The Kid LAROI skaust upp á stjörnuhimininn árið 2020 þegar hann sendi frá sér lagið Without You og endurgerði það meðal annars með Miley Cyrus. The Kid LAROI heitir réttu nafni Charlton Kenneth Jeffrey Howard og er 19 ára gamall. View this post on Instagram A post shared by @thekidlaroi Sumarið 2021 starfaði ungstirnið svo með stórstjörnunni Justin Bieber og saman gáfu þeir út lagið STAY, sem situr í þriðja sæti listans og er með tæplega 2,3 milljarða af spilunum á Spotify. Þá skal tekið fram að hluti þessara spilanna tilheyrir árinu 2021 og því situr það í þriðja sæti á þessu ári. BAD BUNNY Bad Bunny á svo bæði fjórða og fimmta vinsælasta lag ársins samkvæmt Top Tracks of 2022 lista Spotify en lögin tilheyra plötunni Un Verano Sin Ti sem hann gaf út í maí síðastliðnum. Bad Bunny, eða Benito Antonio Martínez Ocasio, kemur frá Puerto Rico og er fæddur árið 1994. Bad Bunny er með vinsælli tónlistarmönnum okkar samtíma, er með tæplega 62 milljónir mánaðarlegra hlustenda á veitunni og hefur gefið út fjöldann allan af lögum frá því hann byrjaði í bransanum. Þá situr hann í fyrsta sæti Spotify listans Top Artists of 2022. View this post on Instagram A post shared by @badbunnypr Í fjórða sæti listans má finna lagið hans Me Porto Bonito. Lagið er með tæplega 972,5 milljón hlustanir á árinu. Í fimmta sæti er svo lagið Tití Me Preguntó en það hefur verið spilað rúmlega 872 milljón sinnum inn á Spotify árið 2022. Hér má finna Spotify listann Top Tracks of 2022 í heild sinni: Tónlist Menning Fréttir ársins 2022 Spotify Tengdar fréttir Harry Styles og Olivia Wilde segja það gott í bili Leikarinn og söngvarinn Harry Styles og leikkonan og leikstjórinn Olivia Wilde hafa ákveðið að gera hlé á sambandi sínu. Parið hefur verið saman síðan í janúar á síðasta ári. 19. nóvember 2022 09:56 Harry Styles nær toppnum og stefnir á tónleikaferðalag Harry Styles situr á toppi íslenska listans þessa vikuna með nýjasta lagið sitt As It Was. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp á við undanfarnar vikur og hefur náð gríðarlegum vinsældum víða um heiminn. 28. maí 2022 16:01 Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2. desember 2020 13:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Harry Styles Breski tónlistarmaðurinn Harry Styles trónir þar á toppnum með lagið sitt As It Was af plötunni Harry’s House. Platan hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn og nokkur lög hennar hafa ratað inn á vinsældalista FM957 og Bylgjunnar. Laginu As It Was hefur verið streymt rúmlega 1,6 milljarð sinnum á Spotify. Styles er fæddur árið 1994 og sló upphaflega í gegn sem meðlimur strákasveitarinnar One Direction eftir þátttöku í breska X Factor árið 2010. Hann hefur með sanni náð langt í tónlistarheiminum en á árinu fór hann einnig með stórt hlutverk í Hollywood dramanu Don’t Worry Darling. Þá vakti ástarsamband hans við Oliviu Wilde einnig mikla athygli en því er nú lokið. View this post on Instagram A post shared by @harrystyles Glass Animals Hljómsveitin Glass Animals fylgir fast á eftir Styles en þeir koma einnig frá Bretlandi. Lagið þeirra Heat Waves greip fjöldamarga hlustendur á árinu sem er að líða þrátt fyrir að hafa komið út árið 2020. Hljómsveitin var stofnuð árið 2010 og er skipuð æskuvinunum Dave Bayley, Joe Seaward, Ed Irwin-Singer og Drew MacFarlane en þeir eru allir á fertugsaldri. Heat waves var sérstaklega áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok í ár en sá miðill hefur spilað veigamikið hlutverk í vinsældum laga. Lög sem springa út á TikTok hafa vanalega náð hátt á hinum ýmsu vinsældalistum. Lagið Heat Waves er með 2,147,965,907 spilanir á Spotify þegar þessi frétt er skrifuð og má gera ráð fyrir að stór hluti hlustana tilheyri þessu ári. @glassanimalsofficial scares me how good at things everyone is. will share more soon. head to our website to download some sick stuff...Dave xx #art #fanart #digitalart #3D Heat Waves - Glass Animals The Kid LAROI The Kid LAROI skaust upp á stjörnuhimininn árið 2020 þegar hann sendi frá sér lagið Without You og endurgerði það meðal annars með Miley Cyrus. The Kid LAROI heitir réttu nafni Charlton Kenneth Jeffrey Howard og er 19 ára gamall. View this post on Instagram A post shared by @thekidlaroi Sumarið 2021 starfaði ungstirnið svo með stórstjörnunni Justin Bieber og saman gáfu þeir út lagið STAY, sem situr í þriðja sæti listans og er með tæplega 2,3 milljarða af spilunum á Spotify. Þá skal tekið fram að hluti þessara spilanna tilheyrir árinu 2021 og því situr það í þriðja sæti á þessu ári. BAD BUNNY Bad Bunny á svo bæði fjórða og fimmta vinsælasta lag ársins samkvæmt Top Tracks of 2022 lista Spotify en lögin tilheyra plötunni Un Verano Sin Ti sem hann gaf út í maí síðastliðnum. Bad Bunny, eða Benito Antonio Martínez Ocasio, kemur frá Puerto Rico og er fæddur árið 1994. Bad Bunny er með vinsælli tónlistarmönnum okkar samtíma, er með tæplega 62 milljónir mánaðarlegra hlustenda á veitunni og hefur gefið út fjöldann allan af lögum frá því hann byrjaði í bransanum. Þá situr hann í fyrsta sæti Spotify listans Top Artists of 2022. View this post on Instagram A post shared by @badbunnypr Í fjórða sæti listans má finna lagið hans Me Porto Bonito. Lagið er með tæplega 972,5 milljón hlustanir á árinu. Í fimmta sæti er svo lagið Tití Me Preguntó en það hefur verið spilað rúmlega 872 milljón sinnum inn á Spotify árið 2022. Hér má finna Spotify listann Top Tracks of 2022 í heild sinni:
Tónlist Menning Fréttir ársins 2022 Spotify Tengdar fréttir Harry Styles og Olivia Wilde segja það gott í bili Leikarinn og söngvarinn Harry Styles og leikkonan og leikstjórinn Olivia Wilde hafa ákveðið að gera hlé á sambandi sínu. Parið hefur verið saman síðan í janúar á síðasta ári. 19. nóvember 2022 09:56 Harry Styles nær toppnum og stefnir á tónleikaferðalag Harry Styles situr á toppi íslenska listans þessa vikuna með nýjasta lagið sitt As It Was. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp á við undanfarnar vikur og hefur náð gríðarlegum vinsældum víða um heiminn. 28. maí 2022 16:01 Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2. desember 2020 13:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Harry Styles og Olivia Wilde segja það gott í bili Leikarinn og söngvarinn Harry Styles og leikkonan og leikstjórinn Olivia Wilde hafa ákveðið að gera hlé á sambandi sínu. Parið hefur verið saman síðan í janúar á síðasta ári. 19. nóvember 2022 09:56
Harry Styles nær toppnum og stefnir á tónleikaferðalag Harry Styles situr á toppi íslenska listans þessa vikuna með nýjasta lagið sitt As It Was. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp á við undanfarnar vikur og hefur náð gríðarlegum vinsældum víða um heiminn. 28. maí 2022 16:01
Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2. desember 2020 13:30