„Fannst Selfossliðið ekki hafa orku síðasta korterið til að koma til baka“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2022 16:06 Ragnar Hermannsson var virkilega ánægður með sigur sinna kvenna í dag. Vísir/Hulda Margrét Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka í Olís-deild kvenna, gat leyft sér að fagna eftir mikilvægan þriggja marka sigur liðsins á Selfossi í dag. Haukakonur hafa nú unnið þrjá af seinustu fjórum deildarleikjum sínum og hafa náð að slíta sig frá fallsvæðinu fyrir jólafríið. „Eins og ég sagði fyrir leikinn þá hefur vikan verið mjög furðuleg. Ég held að ég hafi aldrei orðið vitni af eins áberandi prófastressi eins og er búið að vera í gangi í þessari viku. Einbeitingin er búin að vera mjög léleg og það var þannig í fyrri hálfleik,“ sagði Ragnar að leik loknum. „Maður horfði eiginlega bara á vikuna í hnotskurn í fyrri hálfleik. Við vorum algjörlega úti á túni með átta tapaða bolta og sumir af þeim þannig að það er ekki bjóðandi upp á þetta í Meistaraflokki og varla í yngri flokkunum.“ „En við tókum bara góðan fund í hálfleik og fórum rólega yfir þetta. Við skiptum um vörn og fengum smá markvörslu í seinni. Það sem var líka jákvætt var að það voru 33 sóknir í fyrri hálfleik og mér fannst ég sjá það á Selfossliðinu að þær voru orðnar frekat lúnar í seinni hálfleik.“ Haukakonur voru fjórum mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks. Liðið skoraði hins vegar níu mörk gegn aðeins einu marki heimakvenna í upphafi síðari hálfleiks og lagði þannig grunninn að góðum sigri. En hvað sagði Ragnar til að koma sínu liði í gang í hálfleiksræðunni? „Það er nú svona pínulítið einkamál. Vikan var svona svolítið eins og þær vilja hafa vikurnar og ég sagði við þær að ef að þær vilja hafa vikurnar einhverntíman svona þá yrðu þær auðvitað að sýna mér það í seinni hálfleik að við gætum treyst þeim fyrir aðeins léttari vikum. Ég gaf þeim frí í vikunni og svona og fór langt út af guðspjallinu. Gaf þeim frí út af prófalestri og þær sýndu mé það í seinni hálfleik að mér er alveg óhætt að vera stundum með uppbrotsvikur.“ Þrátt fyrir að hafa haft góð tök á leiknum stærstan hluta síðari hálfleiks náði Selfyssingar góðu áhlupi og minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar skammt var eftir af leiknum. Ragnar segist þó hafa verið rólegur á þeim tímapunkti. „Mér fannst Selfossliðið bara ekki hafa orku síðasta korterið til að koma til baka. Við hjálpuðum þeim svolítið. Við vorum held ég með einn tapaðan bolta þegar þetta móment kemur upp í seinni hálfleik og þá koma allt í einu þrír á innan við mínútu og þeir svona frekar klaufalegir. Það kostaði tvö hraðaupphlaupsmörk og svona smá pressu.“ „Svo fengum við auðvitað smá heppni þegar Rakel stal einum bolta og kláraði leikinn raunverulega. Ragnheiður stal svo öðrum. Þetta hefði getað orðið smá skjálfti, en hann varð ekki sem betur fer.“ Olís-deildin er nú á leið í smá jólafrí og Ragnar segist ætla að reyna að nýta það eins vel og hægt er. „Eins vel eins og hægt er. En þetta er náttúrulega bara Ísland í dag og það eru rosalega margir leikmenn að fara í ferðalög með fjölskyldunni þannig þetta verður svolítill bútasaumur. Svo erum við með tvo útlendinga sem eru að fara til sinna heima.“ „En við gerum auðvitað bara okkar besta og reynum að koma allavega jafnsprækar eftir jól. Ég er rosalega ánægður með uppskeruna fyrir jól. Átta stig. Ef þú hefðir boðið mér það í september eftir leikinn á móti Val þá hefði ég sagt já takk,“ sagði Ragnar að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Haukar UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. 10. desember 2022 15:25 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
„Eins og ég sagði fyrir leikinn þá hefur vikan verið mjög furðuleg. Ég held að ég hafi aldrei orðið vitni af eins áberandi prófastressi eins og er búið að vera í gangi í þessari viku. Einbeitingin er búin að vera mjög léleg og það var þannig í fyrri hálfleik,“ sagði Ragnar að leik loknum. „Maður horfði eiginlega bara á vikuna í hnotskurn í fyrri hálfleik. Við vorum algjörlega úti á túni með átta tapaða bolta og sumir af þeim þannig að það er ekki bjóðandi upp á þetta í Meistaraflokki og varla í yngri flokkunum.“ „En við tókum bara góðan fund í hálfleik og fórum rólega yfir þetta. Við skiptum um vörn og fengum smá markvörslu í seinni. Það sem var líka jákvætt var að það voru 33 sóknir í fyrri hálfleik og mér fannst ég sjá það á Selfossliðinu að þær voru orðnar frekat lúnar í seinni hálfleik.“ Haukakonur voru fjórum mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks. Liðið skoraði hins vegar níu mörk gegn aðeins einu marki heimakvenna í upphafi síðari hálfleiks og lagði þannig grunninn að góðum sigri. En hvað sagði Ragnar til að koma sínu liði í gang í hálfleiksræðunni? „Það er nú svona pínulítið einkamál. Vikan var svona svolítið eins og þær vilja hafa vikurnar og ég sagði við þær að ef að þær vilja hafa vikurnar einhverntíman svona þá yrðu þær auðvitað að sýna mér það í seinni hálfleik að við gætum treyst þeim fyrir aðeins léttari vikum. Ég gaf þeim frí í vikunni og svona og fór langt út af guðspjallinu. Gaf þeim frí út af prófalestri og þær sýndu mé það í seinni hálfleik að mér er alveg óhætt að vera stundum með uppbrotsvikur.“ Þrátt fyrir að hafa haft góð tök á leiknum stærstan hluta síðari hálfleiks náði Selfyssingar góðu áhlupi og minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar skammt var eftir af leiknum. Ragnar segist þó hafa verið rólegur á þeim tímapunkti. „Mér fannst Selfossliðið bara ekki hafa orku síðasta korterið til að koma til baka. Við hjálpuðum þeim svolítið. Við vorum held ég með einn tapaðan bolta þegar þetta móment kemur upp í seinni hálfleik og þá koma allt í einu þrír á innan við mínútu og þeir svona frekar klaufalegir. Það kostaði tvö hraðaupphlaupsmörk og svona smá pressu.“ „Svo fengum við auðvitað smá heppni þegar Rakel stal einum bolta og kláraði leikinn raunverulega. Ragnheiður stal svo öðrum. Þetta hefði getað orðið smá skjálfti, en hann varð ekki sem betur fer.“ Olís-deildin er nú á leið í smá jólafrí og Ragnar segist ætla að reyna að nýta það eins vel og hægt er. „Eins vel eins og hægt er. En þetta er náttúrulega bara Ísland í dag og það eru rosalega margir leikmenn að fara í ferðalög með fjölskyldunni þannig þetta verður svolítill bútasaumur. Svo erum við með tvo útlendinga sem eru að fara til sinna heima.“ „En við gerum auðvitað bara okkar besta og reynum að koma allavega jafnsprækar eftir jól. Ég er rosalega ánægður með uppskeruna fyrir jól. Átta stig. Ef þú hefðir boðið mér það í september eftir leikinn á móti Val þá hefði ég sagt já takk,“ sagði Ragnar að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Haukar UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. 10. desember 2022 15:25 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. 10. desember 2022 15:25
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða