„Ég bara get ekki útskýrt af hverju“ Atli Arason skrifar 11. desember 2022 08:01 Berglind Rós Ágústsdóttir í leik með Örebro á síðasta leiktímabili. Rasmus Ohlsson Knattspyrnukonan Berglind Rós Ágústsdóttir er án félags þessa stundina eftir að samningur hennar við sænska liðið Örebo rann út um síðustu mánaðamót. Berglind vakti mikla athygli undir lok síðasta tímabils í Svíþjóð þegar hún fór óvænt að raða inn mörkum sem framherji Örebro, eftir að hafa leikið sem miðvörður félagsins allar götur fram að því. Berglind skoraði fimm mörk fyrir Örebro í alls 48 leikjum. Öll mörk Berglindar komu í fimm leikjum í röð í síðustu átta leikjum tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni. „Þjálfarinn hafði áður sagt við mig að ef við værum að tapa leik og okkur vantaði mark með lítinn tíma eftir af leiknum þá ætti ég bara að fara fram,“ sagði Berglind í viðtali við Vísi á dögunum. Þegar aðal framherji Örebro var fjarverandi í nokkrum leikjum prófaði þjálfari liðsins að setja Berglindi upp á topp þar sem hún stóð sig með prýði. „Það var smá landsleikjapása í september og við vorum framherjalausar. Af einhverri ástæðu þá bað þjálfarinn mig um að spila sem framherji og ég bara gerði það. Ég bara get ekki útskýrt af hverju. Hann allavegana tók áhættuna og setti mig fram og það gekk bara nokkuð vel,“ sagði Berglind og hló. Berglind fagnar einu af fimm mörkum sínum fyrir Örebro.Örebro Hjá Örebro hefur Berglind spilað nánast allar leikstöður á vellinum, að markverði frátöldum, en Berglind hóf knattspyrnuferill sinn hjá Fylki sem miðjumaður. „Liðin hérna á Íslandi þekkja mig allavegana mest sem miðvörð eða miðjumann þar sem þau hafa lítið séð mig spila frammi, en ég veit það svo sem ekki. Persónulega finnst mér skemmtilegast að spila á miðjunni en ég mun alltaf spila í þeirri stöðu sem þjálfarinn vill að ég spili í.“ Berglind hefur oftast leikið sem miðvörður á sínum ferli en það var hrein tilviljun sem varð til þess að hún fór að leika miðvörð fyrir uppeldisfélagið sitt. „Það voru rosalega margir miðjumenn hjá Fylki á þeim tíma og það vantaði miðvörð. Ég var sett þangað og tók það bara á mig og hef verið þar alla tíð síðan. Svo fór ég út til Örebro á sínum tíma sem miðvörður,“ svaraði Berglind, aðspurð út í leikstöður sínar á leikvellinum. Berglind Rós (t.h.) í leik með Fylki árið 2020. Með á myndinni eru landsliðskonurnar Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.Vísir/Bára Dröfn Samningamál í skoðun Berglind er þessa stundina á Íslandi að sinna verknámi í hjúkrunarfræði en skoðar með fram því næstu skref sín á knattspyrnuferlinum. „Ég er að skoða mín mál og það mun vonandi koma í ljós á næstu vikum. Ég má ekki segja of mikið eins og staðan er akkúrat núna, þetta kemur allt í ljós,“ sagði Berglind en hún hefur heyrt í einhverjum félögum hér á landi og erlendis. „Það er alltaf gott að vita af áhuga einhvers staðar, að félög vilji fá mann til liðs við sig. Það er stórt hrós og ég tek því alveg með bros á vör.“ Berglind stefnir á að útskrifast sem hjúkrunarfræðingur vorið 2024. Berglind var upphaflega ekki að pæla í hjúkrunarfræðinni í einhverjum tengslum við fótboltann en aðspurð telur hún það vera heppilegt fyrir lið að hafa leikmann með læknisfræðilega menntun í leikmannahóp sínum. „Ég er sjúkraliði að mennt og mig langaði að bæta hjúkrunarfræði við. Mér finnst gott að geta hjálpað fólki,“ sagði Berglind og bætti við. „Það er ein í leikmannahópnum hjá Örebro sem er hjúkrunarfræðingur og margir aðrir leikmenn leituðu til hennar þegar þær fengu brunasár, sýkingu eða eitthvað annað. Þannig það gæti kannski alveg verið góður kostur að hafa einn leikmann í liðinu sem er hjúkrunarfræðingur, læknir eða eitthvað þannig háttar.“ Berglind fagnar marki með liðsfélögum sínum hjá Örebro.Twitter@KIFOrebro „Mig langar að spila áfram erlendis en bara ef það virkar með skólanum. Ef það virkar ekki þá reyni ég að finna mér lið hérna á Íslandi. Efst á lista er samt að vera erlendis, að vera í atvinnumennsku á meðan ég get það.“ „Ef þú ert að stefna á landsliðiðsæti þá held ég að maður ætti að miða á að spila erlendis,“ sagði Berglind, sem er með skýr markmið. Landsliðið Berglind var ekki valin í síðasta landsliðshóp í nóvember, sem var æfingarhópur skipaður leikmönnum sem spila bara á Íslandi. „Ég er mjög ánægð fyrir þeirra hönd að fá tækifæri til að sýna sig og eitthvað svoleiðis en það er erfitt þegar þú ert almennt ekki í landsliðhópnum og ert ekki að spila heima, þá fær maður ekki þennan séns. Við erum alveg nokkrar, eins og ég, Diljá [Ýr Zomers], Hildur Antons og fleiri sem erum þarna á milli. Við komust ekki í landsliðshópinn skipaður leikmanna sem spila á Íslandi en ekki heldur í aðal landsliðshópinn. Það er náttúrlega gífurleg samkeppni um sæti í þessum hóp þar sem við eigum svo mikið af framúrskarandi leikmönnum. Maður getur ekki annað gert en halda áfram og gera sitt besta, það þýðir ekkert annað. Svo er það bara í höndum þjálfarans að velja hópinn.“ Berglind hefur leikið fjóra leiki fyrir A-landsliðið og á alls 18 landsleiki fyrir Ísland ef yngri landslið eru tekin með í myndina. Berglind stefnir hátt og ætlar sér að vinna sér inn sæti í A-landsliðinu og leyfir sér því að vera svekkt yfir því þegar hún fær ekki kallið. „Ég er mjög svekkt [þegar kallið kemur ekki] sem er alveg eðlilegt og ég held að ég megi alveg vera svekkt yfir því. Mér finnst ég vera að standa mig vel en þetta er svo gífurlega sterkur hópur og það er mjög erfitt að komast í hann. Núna er ég líka búinn að vera að spila fleiri stöður á vellinum og ég veit ekki alveg hvort hann [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] sjái mig sem framherja eða eitthvað annað. Maður heldur samt bara áfram, reynir að gera vel og láta taka eftir sér. Það er það eina sem ég get gert og svo vonað það besta,“ sagði Berglind Rós Ágústsdóttir að endingu. Berglind vonast til þess að fá fleiri tækifæri með íslenska landsliðinu.Bildbryån Sænski boltinn Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sjá meira
Berglind skoraði fimm mörk fyrir Örebro í alls 48 leikjum. Öll mörk Berglindar komu í fimm leikjum í röð í síðustu átta leikjum tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni. „Þjálfarinn hafði áður sagt við mig að ef við værum að tapa leik og okkur vantaði mark með lítinn tíma eftir af leiknum þá ætti ég bara að fara fram,“ sagði Berglind í viðtali við Vísi á dögunum. Þegar aðal framherji Örebro var fjarverandi í nokkrum leikjum prófaði þjálfari liðsins að setja Berglindi upp á topp þar sem hún stóð sig með prýði. „Það var smá landsleikjapása í september og við vorum framherjalausar. Af einhverri ástæðu þá bað þjálfarinn mig um að spila sem framherji og ég bara gerði það. Ég bara get ekki útskýrt af hverju. Hann allavegana tók áhættuna og setti mig fram og það gekk bara nokkuð vel,“ sagði Berglind og hló. Berglind fagnar einu af fimm mörkum sínum fyrir Örebro.Örebro Hjá Örebro hefur Berglind spilað nánast allar leikstöður á vellinum, að markverði frátöldum, en Berglind hóf knattspyrnuferill sinn hjá Fylki sem miðjumaður. „Liðin hérna á Íslandi þekkja mig allavegana mest sem miðvörð eða miðjumann þar sem þau hafa lítið séð mig spila frammi, en ég veit það svo sem ekki. Persónulega finnst mér skemmtilegast að spila á miðjunni en ég mun alltaf spila í þeirri stöðu sem þjálfarinn vill að ég spili í.“ Berglind hefur oftast leikið sem miðvörður á sínum ferli en það var hrein tilviljun sem varð til þess að hún fór að leika miðvörð fyrir uppeldisfélagið sitt. „Það voru rosalega margir miðjumenn hjá Fylki á þeim tíma og það vantaði miðvörð. Ég var sett þangað og tók það bara á mig og hef verið þar alla tíð síðan. Svo fór ég út til Örebro á sínum tíma sem miðvörður,“ svaraði Berglind, aðspurð út í leikstöður sínar á leikvellinum. Berglind Rós (t.h.) í leik með Fylki árið 2020. Með á myndinni eru landsliðskonurnar Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.Vísir/Bára Dröfn Samningamál í skoðun Berglind er þessa stundina á Íslandi að sinna verknámi í hjúkrunarfræði en skoðar með fram því næstu skref sín á knattspyrnuferlinum. „Ég er að skoða mín mál og það mun vonandi koma í ljós á næstu vikum. Ég má ekki segja of mikið eins og staðan er akkúrat núna, þetta kemur allt í ljós,“ sagði Berglind en hún hefur heyrt í einhverjum félögum hér á landi og erlendis. „Það er alltaf gott að vita af áhuga einhvers staðar, að félög vilji fá mann til liðs við sig. Það er stórt hrós og ég tek því alveg með bros á vör.“ Berglind stefnir á að útskrifast sem hjúkrunarfræðingur vorið 2024. Berglind var upphaflega ekki að pæla í hjúkrunarfræðinni í einhverjum tengslum við fótboltann en aðspurð telur hún það vera heppilegt fyrir lið að hafa leikmann með læknisfræðilega menntun í leikmannahóp sínum. „Ég er sjúkraliði að mennt og mig langaði að bæta hjúkrunarfræði við. Mér finnst gott að geta hjálpað fólki,“ sagði Berglind og bætti við. „Það er ein í leikmannahópnum hjá Örebro sem er hjúkrunarfræðingur og margir aðrir leikmenn leituðu til hennar þegar þær fengu brunasár, sýkingu eða eitthvað annað. Þannig það gæti kannski alveg verið góður kostur að hafa einn leikmann í liðinu sem er hjúkrunarfræðingur, læknir eða eitthvað þannig háttar.“ Berglind fagnar marki með liðsfélögum sínum hjá Örebro.Twitter@KIFOrebro „Mig langar að spila áfram erlendis en bara ef það virkar með skólanum. Ef það virkar ekki þá reyni ég að finna mér lið hérna á Íslandi. Efst á lista er samt að vera erlendis, að vera í atvinnumennsku á meðan ég get það.“ „Ef þú ert að stefna á landsliðiðsæti þá held ég að maður ætti að miða á að spila erlendis,“ sagði Berglind, sem er með skýr markmið. Landsliðið Berglind var ekki valin í síðasta landsliðshóp í nóvember, sem var æfingarhópur skipaður leikmönnum sem spila bara á Íslandi. „Ég er mjög ánægð fyrir þeirra hönd að fá tækifæri til að sýna sig og eitthvað svoleiðis en það er erfitt þegar þú ert almennt ekki í landsliðhópnum og ert ekki að spila heima, þá fær maður ekki þennan séns. Við erum alveg nokkrar, eins og ég, Diljá [Ýr Zomers], Hildur Antons og fleiri sem erum þarna á milli. Við komust ekki í landsliðshópinn skipaður leikmanna sem spila á Íslandi en ekki heldur í aðal landsliðshópinn. Það er náttúrlega gífurleg samkeppni um sæti í þessum hóp þar sem við eigum svo mikið af framúrskarandi leikmönnum. Maður getur ekki annað gert en halda áfram og gera sitt besta, það þýðir ekkert annað. Svo er það bara í höndum þjálfarans að velja hópinn.“ Berglind hefur leikið fjóra leiki fyrir A-landsliðið og á alls 18 landsleiki fyrir Ísland ef yngri landslið eru tekin með í myndina. Berglind stefnir hátt og ætlar sér að vinna sér inn sæti í A-landsliðinu og leyfir sér því að vera svekkt yfir því þegar hún fær ekki kallið. „Ég er mjög svekkt [þegar kallið kemur ekki] sem er alveg eðlilegt og ég held að ég megi alveg vera svekkt yfir því. Mér finnst ég vera að standa mig vel en þetta er svo gífurlega sterkur hópur og það er mjög erfitt að komast í hann. Núna er ég líka búinn að vera að spila fleiri stöður á vellinum og ég veit ekki alveg hvort hann [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] sjái mig sem framherja eða eitthvað annað. Maður heldur samt bara áfram, reynir að gera vel og láta taka eftir sér. Það er það eina sem ég get gert og svo vonað það besta,“ sagði Berglind Rós Ágústsdóttir að endingu. Berglind vonast til þess að fá fleiri tækifæri með íslenska landsliðinu.Bildbryån
Sænski boltinn Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sjá meira