„Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. desember 2022 22:45 Patrekur Jóhannesson þungt hugsi. Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að einhverju leyti sáttur með stigið sem hans menn fengu í kvöld. Liðið atti þar kappi við FH í hálfleikaskiptum leik sem endaði 29-29. „Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu í fyrri hálfleik og allt of staðir sóknarlega. Gerðum miklu betur í seinni hálfleik. Þá sá ég alvöru hreyfingar og gerðum bara betur, skorum 19 mörk og skutum betur á markið. FH-ingarnir voru sterkari í fyrri en við í seinni. Jafntefli sanngjörn úrslit en mér fannst við gera vel á köflum í restina. Við hefðum þurft að fá eitt mark þarna í lokin, ég hefði viljað það,“ sagði Partrekur. Skörð voru höggvin í lið FH, en liðið var án Phil Döhler og spilaði Ásbjörn Friðriksson ekkert fyrir utan að taka vítaköst. Því var mikil reynslumunur á ungu liði FH og talsvert eldra liði heimamanna. „Við vorum miklu betri í seinni hálfleik. FH er með spræka drengi, þeir voru að hvíla Ása í dag og Döhler, þeir gerðu það bara vel. Bjöggi og Hergeir gerðu vel í seinni og Tandri líka og þá fórum við líka sækja á meiri ferð á háa bakverði FH heldur en við vorum að gera í fyrri hálfleik. Það var flott hjá mínum mönnum í seinni hálfleik, ég er ánægður með þá,“ sagði Patrekur. Liðin mætast aftur í Bikarkeppni HSÍ á fimmtudaginn. Patrekur Jóhannesson ræðir við sína menn.Vísir/Diego „Gaman að spila við FH. Við erum búnir að vera gera vel og erum á góðu rönni undanfarið eftir kannski dapra byrjun. Það er bikarleikur og við vitum að það er hörku verkefni,“ sagði Patrekur og bætti við að honum hlakki til leiksins. Spurður út í stöðu Stjörnunnar í deildinni nú þegar Olís-deildinn er komin í sjö vikna frí hafði Patrekur þetta að segja. „Já og nei. Auðvitað eru væntingar til okkar. Ég er með leikmenn sem eru góðir, margir hverjir í atvinnumennsku, það eru væntingar. Þetta er svona upp og niður. Það skiptir bara máli hvernig við verðum þegar líður á. Við höfum verið í þeirri stöðu að vera með fleiri stig í desember og síðan ekkert getað eftir áramót. Ég vona bara að við nýtum pásuna vel þegar bikarleikurinn er búinn. Ég vil vera í efstu fjórum og það er okkar markmið, það er ekkert leyndarmál. Við þurfum meiri stöðugleika, eins og bara í dag,“ sagði Patrekur að lokum. Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
„Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu í fyrri hálfleik og allt of staðir sóknarlega. Gerðum miklu betur í seinni hálfleik. Þá sá ég alvöru hreyfingar og gerðum bara betur, skorum 19 mörk og skutum betur á markið. FH-ingarnir voru sterkari í fyrri en við í seinni. Jafntefli sanngjörn úrslit en mér fannst við gera vel á köflum í restina. Við hefðum þurft að fá eitt mark þarna í lokin, ég hefði viljað það,“ sagði Partrekur. Skörð voru höggvin í lið FH, en liðið var án Phil Döhler og spilaði Ásbjörn Friðriksson ekkert fyrir utan að taka vítaköst. Því var mikil reynslumunur á ungu liði FH og talsvert eldra liði heimamanna. „Við vorum miklu betri í seinni hálfleik. FH er með spræka drengi, þeir voru að hvíla Ása í dag og Döhler, þeir gerðu það bara vel. Bjöggi og Hergeir gerðu vel í seinni og Tandri líka og þá fórum við líka sækja á meiri ferð á háa bakverði FH heldur en við vorum að gera í fyrri hálfleik. Það var flott hjá mínum mönnum í seinni hálfleik, ég er ánægður með þá,“ sagði Patrekur. Liðin mætast aftur í Bikarkeppni HSÍ á fimmtudaginn. Patrekur Jóhannesson ræðir við sína menn.Vísir/Diego „Gaman að spila við FH. Við erum búnir að vera gera vel og erum á góðu rönni undanfarið eftir kannski dapra byrjun. Það er bikarleikur og við vitum að það er hörku verkefni,“ sagði Patrekur og bætti við að honum hlakki til leiksins. Spurður út í stöðu Stjörnunnar í deildinni nú þegar Olís-deildinn er komin í sjö vikna frí hafði Patrekur þetta að segja. „Já og nei. Auðvitað eru væntingar til okkar. Ég er með leikmenn sem eru góðir, margir hverjir í atvinnumennsku, það eru væntingar. Þetta er svona upp og niður. Það skiptir bara máli hvernig við verðum þegar líður á. Við höfum verið í þeirri stöðu að vera með fleiri stig í desember og síðan ekkert getað eftir áramót. Ég vona bara að við nýtum pásuna vel þegar bikarleikurinn er búinn. Ég vil vera í efstu fjórum og það er okkar markmið, það er ekkert leyndarmál. Við þurfum meiri stöðugleika, eins og bara í dag,“ sagði Patrekur að lokum.
Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira