Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.
Þar segir að Guðbjörg hafi starfað hjá Marel frá árinu 2011, síðast sem framkvæmdastjóri fiskiðnaðar og framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. Áður leiddi Guðbjörg vöruþróunarteymi Marel á Íslandi og í Bretland.
Gert er ráð fyrir að Guðbjörg taki við þann 1. apríl næstkomandi og mun Guðmundur Jóhann Jónsson, sem sagði starfi sínu lausu í október eftir 16 ár í stóli forstjóra, sinna starfinu þangað til.
„Það er mikill fengur að fá Guðbjörgu til liðs við okkur. Vörður og Arion banki eru á sameiginlegri vegferð sem felur í sér mikil tækifæri til þjónustu- og vöruþróunar viðskiptavinum beggja félaga til góða. Guðbjörg býr yfir víðtækri reynslu af stjórnun, rekstri og vöruþróun sem mun nýtast vel á þessari vegferð,“ er haft eftir Benedikt Olgeirssyni, stjórnarformanni Varðar um ráðninguna.