Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
„Ég gerði verkefni sem mér þykir ótrúlega vænt um með tónlistarkonu, henni Eydísi. Við sem sagt gerðum plexi kassa og vorum eiginlega bara tvær að þessu, að bera einhvern kassa hingað og þangað, setja hana inn í kassann og fylla hann af reyk.
Síðan á einum stysta degi ársins vorum við á leiðinni upp í Bláfjöll með kassann aftan á og hann flýgur af kerrunni og beint á vörubíl og springur í þúsund mola.
Við vorum svo heppnar að við hefðum ekki drepið einhvern eða ég veit ekki hvað, við fengum alveg bara svona nett taugaáfall eftir þetta. Og gerðum síðan nýjan kassa og kláruðum videoið,“ segir Anna Maggý og bætir við:
„En það sem maður hefur lent í, ég gæti örugglega skrifað bók bara með sögum af svona fáránlegum mómentum.“

Hún segist þó eiginlega alltaf geta brugðist við hlutunum með yfirvegun.
„Ég er oft svo rosalega róleg að það er eiginlega fáránlegt. Það þýðir ekkert að fara í eitthvað panikk, bara taka því sem gerist.“
Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.