Handbolti

Allir markverðir Gróttu fengu höfuðhlíf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Markverðir í 3. og 6. flokki Gróttu með höfuðhlífarnar.
Markverðir í 3. og 6. flokki Gróttu með höfuðhlífarnar. grótta

Allir markverðir í yngri flokkum Gróttu í handbolta fengu góða gjöf á dögunum, höfuðhlíf sem hægt er að nota á æfingum og í leikjum.

Það var barna- og unglingaráð Gróttu sem gaf krökkunum höfuðhlífarnar sem eru frá fyrirtækinu SecureSport.

Það er stundum ekki tekið út með sældinni að vera handboltamarkvörður en þeir fá boltann stundum í höfuðið á æfingum og í leikjum.

Þar koma höfuðhlífarnar sterkar inn en þær eiga að auka á öryggi markvarða. Nokkrir markverðir í meistaraflokki hér á landi spila með höfuðhlíf. Má þar meðal annars nefna Söru Sif Helgadóttur, markvörð Vals og íslenska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×