Seðlarnir munu ekki fara strax í prentun heldur er reiknað með að þeir fari í umferð um mitt ár 2024.
Seðlabankinn birti myndir af seðlunum seint í gærkvöldi. Er um að ræða fimm, tíu, tuttugu og fimmtíu punda seðlar.
Eftir andlát Elísabetar II Bretadrottningar verður Karl III Bretakonungur einungis annar þjóðhöfðinginn sem fær andlit sitt á breska peningaseðla.

Andlit þjóðhöfðingja hefur þó um aldir verið að finna á breskri mynt. Fimmtíu pensa mynt með mynd af andliti Karls III Bretakonungs fór í umferð í Bretlandi í byrjun desembermánaðar.