Gefur í skyn að HM-stjörnurnar hvíli allar þegar enski boltinn fer aftur af stað Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. desember 2022 08:00 Antonio Conte gæti gefið öllum þeim leikmönnum sem fóru á HM frí þegar Tottenham mætir Brentford í dag. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur gefið það í skyn að hann muni hvíla alla þá leikmenn sem tóku þátt á heimsmeistaramótinu í Katar þegar liðið mætir Brentford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir HM síðar í dag. Nú eru aðeins átta dagar síðan heimsmeistaramótinu lauk og því ekki óeðlilegt að einhverjir leikmenn séu þreyttir eftir langt og strangt mót. Conte hefur nú þegar staðfest það að þeir leikmenn liðsins sem tóku þátt í úrslitaleik HM þann 18. desember fái hvíld. Tottenham verður því án fyrirliðans Hugo Lloris og miðvarðarins Christian Romero. „Ég er ekki mjög glaður,“ sagði Conte. „Á einn hátt er ég glaður af því að frá mínu liði eru 12 leikmenn að spila á heimsmeistaramótinu, sem þýðir að við erum að gera eitthvað rétt, getum verið samkeppnishæfir og farið að keppa um einhverja titla.“ „En það er eðlilegt þegar þú ert með svona marga leikmenn á móti sem þessu, sérstaklega á miðju tímabili, að þú lendir í vandræðum með leikjaálag og annað líkamlegt vesen.“ „Það er ómögulegt að gefa þeim langa hvíld. Þeir leikmenn sem fóru ekki á HM hafa verið að æfa vel seinustu fjórar vikur og nú eru þeir í frábæru formi. Við höfum unnið mikið í tæknilegum hlutum leiksins, sem og líkamlegum. Nú eru þeir komnir á það stig að vera í betra standi en leikmennirnir sem fóru á HM.“ „Þess vegna held ég að ég þurfi að taka sem besta ákvörðun fyrir leikinn gegn Brentford. Á einum endanum er ég með leikmenn sem ég vann með seinustu fjórar vikur og á hinum endanum er ég með leikmenn sem æfðu á heimsmeistaramótinu og eru ekki í sínu besta standi eins og er,“ sagði Conte að lokum. Tottenham sækir Brentford heim klukkan 12:30 í dag. Liðið situr í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki, átta stigum á eftir erkifjendum sínum í Arsenal sem tróna á toppnum. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Nú eru aðeins átta dagar síðan heimsmeistaramótinu lauk og því ekki óeðlilegt að einhverjir leikmenn séu þreyttir eftir langt og strangt mót. Conte hefur nú þegar staðfest það að þeir leikmenn liðsins sem tóku þátt í úrslitaleik HM þann 18. desember fái hvíld. Tottenham verður því án fyrirliðans Hugo Lloris og miðvarðarins Christian Romero. „Ég er ekki mjög glaður,“ sagði Conte. „Á einn hátt er ég glaður af því að frá mínu liði eru 12 leikmenn að spila á heimsmeistaramótinu, sem þýðir að við erum að gera eitthvað rétt, getum verið samkeppnishæfir og farið að keppa um einhverja titla.“ „En það er eðlilegt þegar þú ert með svona marga leikmenn á móti sem þessu, sérstaklega á miðju tímabili, að þú lendir í vandræðum með leikjaálag og annað líkamlegt vesen.“ „Það er ómögulegt að gefa þeim langa hvíld. Þeir leikmenn sem fóru ekki á HM hafa verið að æfa vel seinustu fjórar vikur og nú eru þeir í frábæru formi. Við höfum unnið mikið í tæknilegum hlutum leiksins, sem og líkamlegum. Nú eru þeir komnir á það stig að vera í betra standi en leikmennirnir sem fóru á HM.“ „Þess vegna held ég að ég þurfi að taka sem besta ákvörðun fyrir leikinn gegn Brentford. Á einum endanum er ég með leikmenn sem ég vann með seinustu fjórar vikur og á hinum endanum er ég með leikmenn sem æfðu á heimsmeistaramótinu og eru ekki í sínu besta standi eins og er,“ sagði Conte að lokum. Tottenham sækir Brentford heim klukkan 12:30 í dag. Liðið situr í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki, átta stigum á eftir erkifjendum sínum í Arsenal sem tróna á toppnum.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira