Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 17:40 Engin streymisveita er með fleiri áskrifendur en Netflix. Getty/Mario Tama Lengi hefur tíðkast að fólk samnýti lykilorð að Netflix til að glápa á þætti og kvikmyndir á sama aðgangnum. Nú er útlit fyrir að þessi hefð muni líða undir lok en forsvarsmenn Netflix hafa gefið það út að tekið verði á lykilorðasamnýtingu á nýju ári. Streymisveitan hefur um nokkurt skeið frestað því að taka á deilingu lykilorða milli vina og fjölskyldumeðlima. Ljóst var í upphafi árs 2019 að samnýtingin væri nokkuð stórt vandamál en fyrirtækið óttaðist að fæla neytendur frá veitunni verði lykilorðadeilingin bönnuð. Eftir að Covid-faraldurinn geisaði um allan heim bættist hressilega í áskrifendahópinn og var því ekki talin nauðsyn á að taka á vandanum þá. Í ár hefur áskrifendum hins vegar farið ört fækkandi á meðan talið er að um 100 milljónir notenda nýti sér lykilorð annarra til að glápa. Stjórnendur fyrirtækisins hafa þá lýst því yfir í ár að búið væri að fresta því of lengi að taka á vandanum. Netflix hefur því gefið út að loku verði skotið fyrir lykilorðadeilingar við upphaf 2023 í Bandaríkjunum, og biðlar til fólks sem nýtir sér lykilorð annarra að kaupa sér eigin aðgang sjálf. Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Streymisveitan hefur um nokkurt skeið frestað því að taka á deilingu lykilorða milli vina og fjölskyldumeðlima. Ljóst var í upphafi árs 2019 að samnýtingin væri nokkuð stórt vandamál en fyrirtækið óttaðist að fæla neytendur frá veitunni verði lykilorðadeilingin bönnuð. Eftir að Covid-faraldurinn geisaði um allan heim bættist hressilega í áskrifendahópinn og var því ekki talin nauðsyn á að taka á vandanum þá. Í ár hefur áskrifendum hins vegar farið ört fækkandi á meðan talið er að um 100 milljónir notenda nýti sér lykilorð annarra til að glápa. Stjórnendur fyrirtækisins hafa þá lýst því yfir í ár að búið væri að fresta því of lengi að taka á vandanum. Netflix hefur því gefið út að loku verði skotið fyrir lykilorðadeilingar við upphaf 2023 í Bandaríkjunum, og biðlar til fólks sem nýtir sér lykilorð annarra að kaupa sér eigin aðgang sjálf.
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira