Handbolti

Lærdómsríkt að breyta til og komast í annað umhverfi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sigtryggur Daði Rúnarsson var óvænt lánaðaur til Alpla Hard frá ÍBV.
Sigtryggur Daði Rúnarsson var óvænt lánaðaur til Alpla Hard frá ÍBV. Vísir/Elín Björg

Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV í Olís deild karla í handbolta, sem óvænt var lánaður til Alpla Hard í Austurríki tímabundið í vetur segir það hafa verið lærdómsríkt að breyta til og komast í annað umhverfi.

Það kom sannarlega á óvart þegar ÍBV lánaði einn sinn besta leikmann tímabundið til Austurríkis í vetur.

„Fyrir mína menn heima þá fengu Arnór [Viðarsson] og Danjál [Ragnarsson] risatækifæri og miklu fleiri spilmínútur. Það gerir bara gott og hjálpar liðinu,“ sagði Sigtryggur í samtali við Stöð 2 Sport. 

„Fyrir mig var þetta líka bara mjög gott að komast aðeins út úr og upplifa nýtt. Að keppa bið önnur lið og stærri lið í Evrópu. Þannig að eftir á tel ég að þetta hafi verið eins og einhver sagði, win-win.“

Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard í Austurríki þar sem hann hefur náð góðum árangri.

„Þetta er bara topplið í Austurríki. Ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að þetta er fyrsta austurríska liðið í allavega langan tíma til að komast í þessa Evrópudeild,“ sagði Sigtryggur.

„Þetta er skemmtilega samsett lið af svona gömlum - sumum eldgömlum - og ungum. Hannes er bara að ná því allra besta út úr því.“

„Að mínu mati eru þeir algjörir „favourites“ í austurrísku deildinni og þó að úrslitin hafi ekki sýnt það hingað til í Evrópudeildinni þá hafa þeir alveg náð að standa í liðunum þar,“ sagði Sigtryggur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×