Williamson greindist með sjúkdóminn á síðasta ári. Hún fékk slæmt kast skömmu áður en EM hófst í sumar.
„Fyrir EM fékk ég heilahristing sem getur haft áhrif á næstu blæðingar. Þetta var slæmt, virkilega slæmt. Þú veist að þetta er slæmt þegar þú liggur á baðherbergisgólfinu og getur hvorki hreyft legg né lið. Og það er of seint að taka verkjatöflur því maður er inni í þessu,“ sagði Williamson við Women's Health en hún er framan á nýjasta tölublaði tímaritsins.
Williamson óttaðist að fá verkjakast á meðan EM stóð og missa af leikjum. Blessunarlega fyrir hana gerðist það ekki. Hún spilaði alla leikina á mótinu og leiddi Englendinga til síns fyrsta Evrópumeistaratitils.
„Ég hugsaði að þetta mætti ekki gerast. Að ég gæti í alvörunni ekki spilað. Þú óttast þetta mjög þegar þú ert ekki meiddur í aðdraganda stórmóta,“ sagði Williamson.
Hún hefur leikið 39 landsleiki og skorað tvö mörk. Sarina Wiegman gerði Williamson að fyrirliða enska liðsins fyrr á þessu ári. Hin 25 ára Williamson hefur leikið með Arsenal allan sinn feril.