Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 20:44 Sameinuðu félagi verður stýrt frá Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað. Í tilkynningu frá félögunum tveimur segir að forsvarsmenn þeirra séu sammála um að mörg tækifæri séu í fólgin í sameiningu þeirra, meðal annars til sóknarfæra og til að styrkja rekstrargrundvöll þeirra til framtíðar. Samanlögð velta félaganna var um 28 milljarðar króna á árinu 2021. Í tilkynningu segir að stjórnir félaganna séu sammála um að stefnt skuli að því að skrá sameinað félag, Ísfélagið hf., á hlutabréfamarkað enda veiti það tækifæri til frekari vaxtar. Ísfélag Vestmannaeyja hf. gerir út fjögur uppsjávarskip, tvö bolfiskskip og einn krókabát. Félagið er með starfsstöðvar í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn og rekur frystihús og fiskimjölsverksmiðju á báðum stöðum. Rammi hf. gerir út fjögur fiskiskip frá Fjallabyggð og Þorlákshöfn og starfrækir fiskvinnslu í Þorlákshöfn og rækjuverksmiðju í Fjallabyggð. Dótturfélög Ramma hf. eru sjávarlíftæknifélagið Primex hf., sem rekur kítósanverksmiðju á Siglufirði og Arctic Seafood Ltd. sem er sölufyrirtæki Ramma í Bretlandi. Stærstu hluthafar sameinaðs félags, með 83 prósent eignarhlutdeild, verða ÍV fjárfestingafélag ehf., Marteinn Haraldsson ehf., Gunnar Sigvaldason og Svavar Berg Magnússon. ÍV fjárfestingarfélag ehf. er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu og heldur meðal annars utan um meirihluta í Ísfélaginu. Marteinn Haraldsson ehf., Gunnar Sigvaldason og Svavar Berg Magnússon eru stærstu hluthafar Ramma. Gert er ráð fyrir því að Stefán Friðriksson, núverandi framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja hf., stýri hinu sameinaða félagi, með aðsetur í Vestmannaeyjum og Ólafur H. Marteinsson, núverandi framkvæmdastjóri Ramma hf., verði aðstoðarframkvæmdastjóri með aðsetur í Fjallabyggð. Skrifað var undir samkomulagið með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og hluthafafunda félaganna tveggja. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjallabyggð Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Sjá meira
Í tilkynningu frá félögunum tveimur segir að forsvarsmenn þeirra séu sammála um að mörg tækifæri séu í fólgin í sameiningu þeirra, meðal annars til sóknarfæra og til að styrkja rekstrargrundvöll þeirra til framtíðar. Samanlögð velta félaganna var um 28 milljarðar króna á árinu 2021. Í tilkynningu segir að stjórnir félaganna séu sammála um að stefnt skuli að því að skrá sameinað félag, Ísfélagið hf., á hlutabréfamarkað enda veiti það tækifæri til frekari vaxtar. Ísfélag Vestmannaeyja hf. gerir út fjögur uppsjávarskip, tvö bolfiskskip og einn krókabát. Félagið er með starfsstöðvar í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn og rekur frystihús og fiskimjölsverksmiðju á báðum stöðum. Rammi hf. gerir út fjögur fiskiskip frá Fjallabyggð og Þorlákshöfn og starfrækir fiskvinnslu í Þorlákshöfn og rækjuverksmiðju í Fjallabyggð. Dótturfélög Ramma hf. eru sjávarlíftæknifélagið Primex hf., sem rekur kítósanverksmiðju á Siglufirði og Arctic Seafood Ltd. sem er sölufyrirtæki Ramma í Bretlandi. Stærstu hluthafar sameinaðs félags, með 83 prósent eignarhlutdeild, verða ÍV fjárfestingafélag ehf., Marteinn Haraldsson ehf., Gunnar Sigvaldason og Svavar Berg Magnússon. ÍV fjárfestingarfélag ehf. er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu og heldur meðal annars utan um meirihluta í Ísfélaginu. Marteinn Haraldsson ehf., Gunnar Sigvaldason og Svavar Berg Magnússon eru stærstu hluthafar Ramma. Gert er ráð fyrir því að Stefán Friðriksson, núverandi framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja hf., stýri hinu sameinaða félagi, með aðsetur í Vestmannaeyjum og Ólafur H. Marteinsson, núverandi framkvæmdastjóri Ramma hf., verði aðstoðarframkvæmdastjóri með aðsetur í Fjallabyggð. Skrifað var undir samkomulagið með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og hluthafafunda félaganna tveggja.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjallabyggð Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Sjá meira