„Bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. janúar 2023 12:53 Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins. Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins árið 2022, segist alls ekki hafa átt von á jafn góðum viðbrögðum við skaupinu og raun ber vitni. Hún segir ferlið hafa gengið einstaklega vel en um er að ræða hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. „Ég bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum, ég er í smá sjokki. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast en ég sá þetta ekki fyrir,“ segir Dóra Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Hún segist hins vegar ekkert hafa hlegið að skaupinu í gær. „Mér er löngu hætt að finnast þetta fyndið, ég er náttúrulega búin að horfa á þetta þrjú þúsund sinnum“ segir Dóra og hlær. Viðbrögðin við áramótaskaupinu hafa verið með eindæmum góð, á Twitter að minnsta kosti. Að sögn Dóru gekk ferlið einstaklega vel. „Það sem var geggjað við þetta ferli var höfundarhópurinn, hvað við náðum að vinna vel saman. Ég tek pokasketsinn sem dæmi. Þarna var kom einn með hugmyndina að þessari tilfinningu sem maður finnur þegar maður gleymir poka og annar heldur áfram með hana. Við skrifuðum þennan skets bara öll á tíu mínutum þar sem allir komu með sitt að borðinu. Það eru nokkrir svona sketsar sem enginn á, þetta var alveg dásamlegt ferli.“ Fyrsta leikstjórnarverkefnið Spurð hvort eitthvert atriðið hafi staðið upp úr nefnir hún aftur pokasketsinn. „En ég elska alla sketsana, það var enginn sem maður hleypti inn án þess að finnast hann mjög góður.“ Dóra hefur tvisvar áður verið í handritshópi skaupsins, árin 2017 og 2019. Þetta er hins vegar hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. „Ég hef leikstýrt í leikhúsi og við Saga Garðarsdóttir stóðum að Degi rauða nefsins fyrir nokkrum árum en það var alls ekki jafn stór framleiðsla. Þannig þetta var mitt fyrsta alvöru verkefni í kvikmyndagerð,“ segir Dóra en bætir við að pressan hafi verið mikil. „Vanalega þegar maður er að gera kvikmyndir eða sjónvarpsþætti hefur maður meiri tíma í eftirvinnslu og í að liggja yfir hlutum. „Maður áttar sig betur á því eftir á hvað þetta var mikil tímapressa.“ Páskaskaup og sumarskaup Efnið sem var til eftir handritaferlið hefði dugað fyrir þrjú skaup, segir Dóra. „Það gerðist bara svo ótrúlega mikið á árinu og ég hugsa alveg með mér: „Af hverju er ekki páskaskaup? Og af hverju er ekki sumarskaup? Það elska þetta allir. Hvar er Spaugstofan? Þeir voru einu sinni með svona þátt einu sinni í viku,““ segir hún. Framundan hjá Dóru er mastersnám í ritlist ásamt ýmsum verkefnum sem Dóra vinnur nú að fyrir sjónvarp. „Svo langar mig bara ótrúlega mikið að halda áfram að leikstýra og leika og skrifa og spinna með Improv Ísland,“ segir Dóra að lokum. Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Áramót Ríkisútvarpið Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira
„Ég bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum, ég er í smá sjokki. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast en ég sá þetta ekki fyrir,“ segir Dóra Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Hún segist hins vegar ekkert hafa hlegið að skaupinu í gær. „Mér er löngu hætt að finnast þetta fyndið, ég er náttúrulega búin að horfa á þetta þrjú þúsund sinnum“ segir Dóra og hlær. Viðbrögðin við áramótaskaupinu hafa verið með eindæmum góð, á Twitter að minnsta kosti. Að sögn Dóru gekk ferlið einstaklega vel. „Það sem var geggjað við þetta ferli var höfundarhópurinn, hvað við náðum að vinna vel saman. Ég tek pokasketsinn sem dæmi. Þarna var kom einn með hugmyndina að þessari tilfinningu sem maður finnur þegar maður gleymir poka og annar heldur áfram með hana. Við skrifuðum þennan skets bara öll á tíu mínutum þar sem allir komu með sitt að borðinu. Það eru nokkrir svona sketsar sem enginn á, þetta var alveg dásamlegt ferli.“ Fyrsta leikstjórnarverkefnið Spurð hvort eitthvert atriðið hafi staðið upp úr nefnir hún aftur pokasketsinn. „En ég elska alla sketsana, það var enginn sem maður hleypti inn án þess að finnast hann mjög góður.“ Dóra hefur tvisvar áður verið í handritshópi skaupsins, árin 2017 og 2019. Þetta er hins vegar hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. „Ég hef leikstýrt í leikhúsi og við Saga Garðarsdóttir stóðum að Degi rauða nefsins fyrir nokkrum árum en það var alls ekki jafn stór framleiðsla. Þannig þetta var mitt fyrsta alvöru verkefni í kvikmyndagerð,“ segir Dóra en bætir við að pressan hafi verið mikil. „Vanalega þegar maður er að gera kvikmyndir eða sjónvarpsþætti hefur maður meiri tíma í eftirvinnslu og í að liggja yfir hlutum. „Maður áttar sig betur á því eftir á hvað þetta var mikil tímapressa.“ Páskaskaup og sumarskaup Efnið sem var til eftir handritaferlið hefði dugað fyrir þrjú skaup, segir Dóra. „Það gerðist bara svo ótrúlega mikið á árinu og ég hugsa alveg með mér: „Af hverju er ekki páskaskaup? Og af hverju er ekki sumarskaup? Það elska þetta allir. Hvar er Spaugstofan? Þeir voru einu sinni með svona þátt einu sinni í viku,““ segir hún. Framundan hjá Dóru er mastersnám í ritlist ásamt ýmsum verkefnum sem Dóra vinnur nú að fyrir sjónvarp. „Svo langar mig bara ótrúlega mikið að halda áfram að leikstýra og leika og skrifa og spinna með Improv Ísland,“ segir Dóra að lokum.
Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Áramót Ríkisútvarpið Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira