Valgeir Lunddal á lista UEFA yfir mest spennandi leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2023 09:01 Valgeir Lunddal Friðriksson fagnar marki með íslenska landsliðnu með Aroni Elís Þrándarsyni. Getty/Jonathan Moscrop Íslenski bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson er á lista evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, yfir þá leikmenn sem gætu sprungið út á nýju ári. Valgeir Lunddal er þarna í hópi fjörutíu spennandi leikmanna alls staðar af úr Evrópu. Til að komast á listann urðu leikmenn að vera 21 árs eða yngri í upphafi árs. Þetta er árlegur listi hjá heimasíðu UEFA og á honum hafa verið menn eins og þeir Erling Haaland, Jamal Musiala, Rodrygo, Jude Bellingham og Mykhailo Mudryk. Arda Güler, Xavi Simons, Gonçalo Ramos...Players to watch out for in 2023 #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 2, 2023 Listinn er settur saman eftir samtöl við fréttamenn, sérfræðinga og ritstjóra út um alla Evrópu. Valgeir átti mjög eftirminnilegt 2022 tímabil en hann hjálpaði þá Häcken að verða meistari í fyrsta sinn í 82 ára sögu félagsins. Hann kvaddi Ísland með því að verða Íslandsmeistari með Valsmönnum. Valgeir er enn bara 21 árs gamall en er samt að hefja sitt þriðja tímabil í atvinnumennsku með sænska liðinu. „Ég hef bætt mig mikið á þessu tímabili og sýni meiri yfirvegum þegar ég er með boltann,“ hefur heimasíða UEFA eftir Valgeiri. Meðal annarra á listanum er Alejandro Garnacho hjá Manchester United, David Datro Fofana hjá Chelsea, Anthony Gordon hjá Everton og Gonçalo Ramos hjá Benfica. Það má finna allan listann hér. Valgeir Lunddal er í íslenska landsliðshópnum í janúar þar sem liðið spilar tvo vináttulandsleiki á Algarve í Portúgal. Fyrri leikurinn verður gegn Eistlandi 8. janúar á Estadio Nora og sá seinni á Estadio Algarve 12. janúar gegn Svíþjóð. Sænski boltinn UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Valgeir Lunddal er þarna í hópi fjörutíu spennandi leikmanna alls staðar af úr Evrópu. Til að komast á listann urðu leikmenn að vera 21 árs eða yngri í upphafi árs. Þetta er árlegur listi hjá heimasíðu UEFA og á honum hafa verið menn eins og þeir Erling Haaland, Jamal Musiala, Rodrygo, Jude Bellingham og Mykhailo Mudryk. Arda Güler, Xavi Simons, Gonçalo Ramos...Players to watch out for in 2023 #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 2, 2023 Listinn er settur saman eftir samtöl við fréttamenn, sérfræðinga og ritstjóra út um alla Evrópu. Valgeir átti mjög eftirminnilegt 2022 tímabil en hann hjálpaði þá Häcken að verða meistari í fyrsta sinn í 82 ára sögu félagsins. Hann kvaddi Ísland með því að verða Íslandsmeistari með Valsmönnum. Valgeir er enn bara 21 árs gamall en er samt að hefja sitt þriðja tímabil í atvinnumennsku með sænska liðinu. „Ég hef bætt mig mikið á þessu tímabili og sýni meiri yfirvegum þegar ég er með boltann,“ hefur heimasíða UEFA eftir Valgeiri. Meðal annarra á listanum er Alejandro Garnacho hjá Manchester United, David Datro Fofana hjá Chelsea, Anthony Gordon hjá Everton og Gonçalo Ramos hjá Benfica. Það má finna allan listann hér. Valgeir Lunddal er í íslenska landsliðshópnum í janúar þar sem liðið spilar tvo vináttulandsleiki á Algarve í Portúgal. Fyrri leikurinn verður gegn Eistlandi 8. janúar á Estadio Nora og sá seinni á Estadio Algarve 12. janúar gegn Svíþjóð.
Sænski boltinn UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira