Vargur og félagar lögðu meistarana Snorri Rafn Hallsson skrifar 4. janúar 2023 16:01 Ármann beið afhroð þegar liðin mættust fyrr á tímabilinu, Dusty vann 16–3 í Inferno. Síðan þá hefur Ármann rokkað upp og niður miðjuna en Dusty verið á toppnum eða nálægt honum. Liðin eru örlítið breytt eftir leikmannaskipti en glugginn var opinn yfir hátíðirnar. Fyrir Ármann léku Vargur, Ofvirkur, Hundzi, Hyperactive og Brnr sem kemur nýr inn í hópinn. Lið Dusty skipuðu TH0R, Detinate, StebbiC0C0, PalliB0ndi og EddezeNNN. Leikur gærkvöldsins fór fram í Inferno eins og sá fyrri og skilaði þreföld fella Hyperactives Ármanni sigri í hnífalotunni. Það féll því í hlut Dusty að sækja og reyna að koma sprengjunni fyrir í fyrri hálfleik. Framan af hafði Ármann örlítið forskot en liðin skiptust að mestu á lotum. Ármanni tókst að aftengja sprengjuna einu sinni en ótrúlegri tvöföld fella frá TH0R sem hleypti StebbaC0C0 inn á sprengjusvæðið. Í stöðunni 5–2 fyrir Ármanni skellti Dusty svo í þriggja lotu runu til að jafna leikinn þar sem sprengjan sprakk í hvert sinn. Runan hófst á hraðri sókn Dusty með skammbyssum og lauk með góðu samspili EddezeNNN og StebbaC0C0. Síðustu fimm lotur hálfleiksins fóru svo til Ármanns sem skellti algjörlega í lás. Ofvirkur, Brnr og Vargur höfðu verið hvað hittnastir í liðinu og héldu uppteknum hætti það sem eftir var hálfleiks. Fimm lotu rununni lauk svo á A svæðinu þar sem Ármann sat fyrir leikmönnum Dusty og tók þá niður hvern á fætur öðrum. Staðan í hálfleik: Dusty 5 – 10 Ármann Leikmenn Dusty voru hvergi af baki dottnir og minnkuðu muninn í 10–8 í upphafi síðari hálfleiks. B0ndi sem hafði verið svo gott sem fjarverandi í fyrri hálfleik opnaði fyrstu lotuna og fylgdu aðrir leikmenn liðsins því vel eftir í næstu tveimur. Ármanni tókst þó að sprengja sprengjuna tvisvar í næstu þremur lotum og fikra sig nær sigrinum áður en Dusty gerði sig líklegt til að jafna á ný. Fjórar lotur í röð frá Dusty minnkuðu muninn í 13–12 og tókst þeim að spila vel úr litlum fjármunum og stilla upp í snjallar aðgerðir gegn hikandi leikmönnum Ármanns. B0ndi var lykilmaður í þessu og spilaði sig svo sannarlega inn í leikinn í síðari hálfleik. Lokaspretturinn var þó alveg á valdi Ármanns sem hélt uppi pressu og var það Hundzi sem innsiglaði sigurinn í 28. lotu eftir frábært samspil með Ofvirkum. Lokastaða: Dusty 12 – 16 Ármann Eftir tapið hefur Dusty dregist aftur úr Þór og Atlantic og situr nú í þriðja sæti en Ármann er í því fjórða, jafnt Breiðabliki að stigum sem á þó leik til góða. Næstu leikir liðanna: TEN5ION – Dusty, þriðjudaginn 10/1 kl. 19:30 Ármann – Fylkir, þriðjudaginn 10/1 kl. 20:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Ármann Tengdar fréttir Furious og félagar nálgast toppliðin Ármann og Breiðablik höfðu bæði tapað leikjum í miðjuslagnum þegar liðin mættust í Ljósleiðaradeildinni í gær 9. desember 2022 15:01 Dusty gaf leikinn Leikur Viðstöðu og Dusty fór ekki fram vegna tímaárekstrar. 7. desember 2022 14:00
Ármann beið afhroð þegar liðin mættust fyrr á tímabilinu, Dusty vann 16–3 í Inferno. Síðan þá hefur Ármann rokkað upp og niður miðjuna en Dusty verið á toppnum eða nálægt honum. Liðin eru örlítið breytt eftir leikmannaskipti en glugginn var opinn yfir hátíðirnar. Fyrir Ármann léku Vargur, Ofvirkur, Hundzi, Hyperactive og Brnr sem kemur nýr inn í hópinn. Lið Dusty skipuðu TH0R, Detinate, StebbiC0C0, PalliB0ndi og EddezeNNN. Leikur gærkvöldsins fór fram í Inferno eins og sá fyrri og skilaði þreföld fella Hyperactives Ármanni sigri í hnífalotunni. Það féll því í hlut Dusty að sækja og reyna að koma sprengjunni fyrir í fyrri hálfleik. Framan af hafði Ármann örlítið forskot en liðin skiptust að mestu á lotum. Ármanni tókst að aftengja sprengjuna einu sinni en ótrúlegri tvöföld fella frá TH0R sem hleypti StebbaC0C0 inn á sprengjusvæðið. Í stöðunni 5–2 fyrir Ármanni skellti Dusty svo í þriggja lotu runu til að jafna leikinn þar sem sprengjan sprakk í hvert sinn. Runan hófst á hraðri sókn Dusty með skammbyssum og lauk með góðu samspili EddezeNNN og StebbaC0C0. Síðustu fimm lotur hálfleiksins fóru svo til Ármanns sem skellti algjörlega í lás. Ofvirkur, Brnr og Vargur höfðu verið hvað hittnastir í liðinu og héldu uppteknum hætti það sem eftir var hálfleiks. Fimm lotu rununni lauk svo á A svæðinu þar sem Ármann sat fyrir leikmönnum Dusty og tók þá niður hvern á fætur öðrum. Staðan í hálfleik: Dusty 5 – 10 Ármann Leikmenn Dusty voru hvergi af baki dottnir og minnkuðu muninn í 10–8 í upphafi síðari hálfleiks. B0ndi sem hafði verið svo gott sem fjarverandi í fyrri hálfleik opnaði fyrstu lotuna og fylgdu aðrir leikmenn liðsins því vel eftir í næstu tveimur. Ármanni tókst þó að sprengja sprengjuna tvisvar í næstu þremur lotum og fikra sig nær sigrinum áður en Dusty gerði sig líklegt til að jafna á ný. Fjórar lotur í röð frá Dusty minnkuðu muninn í 13–12 og tókst þeim að spila vel úr litlum fjármunum og stilla upp í snjallar aðgerðir gegn hikandi leikmönnum Ármanns. B0ndi var lykilmaður í þessu og spilaði sig svo sannarlega inn í leikinn í síðari hálfleik. Lokaspretturinn var þó alveg á valdi Ármanns sem hélt uppi pressu og var það Hundzi sem innsiglaði sigurinn í 28. lotu eftir frábært samspil með Ofvirkum. Lokastaða: Dusty 12 – 16 Ármann Eftir tapið hefur Dusty dregist aftur úr Þór og Atlantic og situr nú í þriðja sæti en Ármann er í því fjórða, jafnt Breiðabliki að stigum sem á þó leik til góða. Næstu leikir liðanna: TEN5ION – Dusty, þriðjudaginn 10/1 kl. 19:30 Ármann – Fylkir, þriðjudaginn 10/1 kl. 20:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Ármann Tengdar fréttir Furious og félagar nálgast toppliðin Ármann og Breiðablik höfðu bæði tapað leikjum í miðjuslagnum þegar liðin mættust í Ljósleiðaradeildinni í gær 9. desember 2022 15:01 Dusty gaf leikinn Leikur Viðstöðu og Dusty fór ekki fram vegna tímaárekstrar. 7. desember 2022 14:00
Furious og félagar nálgast toppliðin Ármann og Breiðablik höfðu bæði tapað leikjum í miðjuslagnum þegar liðin mættust í Ljósleiðaradeildinni í gær 9. desember 2022 15:01
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti