Formaður HSÍ: „Höfum reynt að bregðast við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. janúar 2023 20:31 Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSÍ. Vísir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir erfitt úr þessu að breyta reglum IHF um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á HM handbolta. Hann segir að búið sé að reyna að bregðast við. Mikil umræða er nú í gangi um reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á heimsmeistaramótinu sem hefst í Svíþjóð og Póllandi í næstu viku. Í fyrradag var greint frá því að að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil og átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir þurfa þeir að fara í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðið sitt fyrr en þeir greinast neikvæðir. Fréttirnar hafa vakið hörð viðbrögð og sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, að reglurnar valdi forráðamönnum sambandsins miklum áhyggjum en kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á Evrópumótinu í janúar á síðasta ári. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ sagði Róbert Geir í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þá hefur Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, skrifað IHF opið bréf á Twitter sem hefur vakið mikla athygli en þar segist hann, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. „Það er mjög erfitt að breyta þessu“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem fram kom að forráðamenn HSÍ hafi vitað af umræddum reglum í einhvern tíma. „Við erum búnir að vita þetta í einhvern tíma um það hvernig þessar reglur eru og hvaða kröfur eru gerðar og höfum reynt að bregðast við því,“ sagði Guðmundur í viðtali við íþróttafréttamanninn Stefán Árna Pálsson. Guðmundur er ekki sérlega bjartsýnn á að umrædd mótmæli muni hafa tilætluð áhrif. „Þessi ákvörðun er löngu tekin og hún er tekin af stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins. Þar inni eru fulltrúar Evrópu, frá evrópska sambandinu þar sem fjármálastjórinn er frá Svíþjóð og formaður mótanefndar er Dani. Þessi evrópsku sjónarmið og viðhorf gagnvart kórónuveirunni sem við erum með hafa öll komið fram.“ „Það sem við vorum að setja mest út á er að það ætti að taka próf eftir riðilinn og fyrir milliriðilinn, við teljum að það sé mesta áhættan í þessu. Í samstarfi við aðrar þjóðir eins og Danmörku, Spán, Frakkland og fleiri þá vildum við fá þessu aflétt. Því var bara hafnað án allra raka. Það er mjög erfitt að breyta þessu.“ Guðmundur segist vera mjög ósáttur við aðferðina sem sé beitt. Á EM kvenna í handbolta hafi aðeins verið tekið próf fyrir mótið og ekkert virðist hafa verið gert á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Katar. „Eflaust er litið á þetta öðruvísi í öðrum heimsálfum þar sem bólusetningar hafa ekki verið eins miklar og hér. Ef við horfum á þetta út frá Evrópu og stöðunni í Evrópu þá erum við mjög ósáttir og teljum þetta algjöran óþarfa. Svíarnir, þar sem þetta mót er, þeir hafa verið með vægustu reglurnar hvað varðar kórónuveiruna.“ Klippa: Viðtal við Guðmund B. Ólafsson Hann segir að í endann snúist þetta um að halda mótið og það sama og umræðan snerist um hér á Íslandi síðustu misseri, annars vegar að vernda þá sem eru viðkvæmari og á hinn vegin að þrengja frelsi hinna. „Þetta er umræða sem við höfum verið að taka sjálf undanfarin tvö ár og sitt sýnist hverjum. Ég skil vel að okkur bregði miðað við það hvernig umhverfi við erum að lifa við í dag, þá bregður okkur við svona strangar reglur.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2023 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landslið karla í handbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Mikil umræða er nú í gangi um reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á heimsmeistaramótinu sem hefst í Svíþjóð og Póllandi í næstu viku. Í fyrradag var greint frá því að að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil og átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir þurfa þeir að fara í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðið sitt fyrr en þeir greinast neikvæðir. Fréttirnar hafa vakið hörð viðbrögð og sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, að reglurnar valdi forráðamönnum sambandsins miklum áhyggjum en kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á Evrópumótinu í janúar á síðasta ári. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ sagði Róbert Geir í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þá hefur Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, skrifað IHF opið bréf á Twitter sem hefur vakið mikla athygli en þar segist hann, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. „Það er mjög erfitt að breyta þessu“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem fram kom að forráðamenn HSÍ hafi vitað af umræddum reglum í einhvern tíma. „Við erum búnir að vita þetta í einhvern tíma um það hvernig þessar reglur eru og hvaða kröfur eru gerðar og höfum reynt að bregðast við því,“ sagði Guðmundur í viðtali við íþróttafréttamanninn Stefán Árna Pálsson. Guðmundur er ekki sérlega bjartsýnn á að umrædd mótmæli muni hafa tilætluð áhrif. „Þessi ákvörðun er löngu tekin og hún er tekin af stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins. Þar inni eru fulltrúar Evrópu, frá evrópska sambandinu þar sem fjármálastjórinn er frá Svíþjóð og formaður mótanefndar er Dani. Þessi evrópsku sjónarmið og viðhorf gagnvart kórónuveirunni sem við erum með hafa öll komið fram.“ „Það sem við vorum að setja mest út á er að það ætti að taka próf eftir riðilinn og fyrir milliriðilinn, við teljum að það sé mesta áhættan í þessu. Í samstarfi við aðrar þjóðir eins og Danmörku, Spán, Frakkland og fleiri þá vildum við fá þessu aflétt. Því var bara hafnað án allra raka. Það er mjög erfitt að breyta þessu.“ Guðmundur segist vera mjög ósáttur við aðferðina sem sé beitt. Á EM kvenna í handbolta hafi aðeins verið tekið próf fyrir mótið og ekkert virðist hafa verið gert á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Katar. „Eflaust er litið á þetta öðruvísi í öðrum heimsálfum þar sem bólusetningar hafa ekki verið eins miklar og hér. Ef við horfum á þetta út frá Evrópu og stöðunni í Evrópu þá erum við mjög ósáttir og teljum þetta algjöran óþarfa. Svíarnir, þar sem þetta mót er, þeir hafa verið með vægustu reglurnar hvað varðar kórónuveiruna.“ Klippa: Viðtal við Guðmund B. Ólafsson Hann segir að í endann snúist þetta um að halda mótið og það sama og umræðan snerist um hér á Íslandi síðustu misseri, annars vegar að vernda þá sem eru viðkvæmari og á hinn vegin að þrengja frelsi hinna. „Þetta er umræða sem við höfum verið að taka sjálf undanfarin tvö ár og sitt sýnist hverjum. Ég skil vel að okkur bregði miðað við það hvernig umhverfi við erum að lifa við í dag, þá bregður okkur við svona strangar reglur.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2023 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landslið karla í handbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira