Eins og flestir vita er ekki endilega hægt að rýna of mikið í þessa æfingaleiki stuttu fyrir mót, en þeir geta þó gefið ágæta mynd af því sem liðin ætla sér að gera þegar á mótið er komið.
Slóvenar byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13. Það var þó ungverska liðið sem reyndist sterkara í síðari hálfleik og snéri að lokum taflinu sér í vil. Lokatölur 27-28, en liðin mætast aftur klukkan 15:00 á morgun og leggja þá lokahönd á undirbúning sinn fyrir HM.