Íslenski markaðurinn ekki lækkað meira frá því í hruninu Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2023 10:35 Slæm staða var uppi á hlutabréfamörkuðum víða um heim á síðasta ári. Vísir/vilhelm Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 16,8% á nýliðnu ári sem er mesta lækkun frá því í bankahruninu árið 2008. Lækkunin nam 2,6% í desember síðastliðnum sem er svipað og að meðaltali í helstu viðskiptalöndum. Árið 2022 var víða erfitt á mörkuðum og einkenndist af mikilli verðbólgu og hækkandi vöxtum. Á sama tíma hafa dökkar efnahagshorfur á heimsvísu dregið úr væntingum fjárfesta. Farið er yfir stöðuna í nýrri Hagsjá Landsbankans en vísitala Aðallista Kauphallarinnar lækkaði um 2,6% í desember og 0,4% í nóvember. Vísitalan hækkaði einungis yfir þrjá mánuði ársins og lækkaði hina níu mánuðina. Að sögn hagfræðideildar Landsbankans stýrðist verðþróunin á Íslandi að miklu leyti af verðþróuninni á erlendum mörkuðum og er viðbúið að hún verði áfram fyrir miklum áhrifum af þróun á öðrum hlutabréfamörkuðum. Víðast hvar rauðar tölur Fram kemur í hagsjá Landsbankans að langflestir erlendir hlutabréfamarkaðir hafi lækkað á síðasta ári og jafn almennar lækkanir hafi ekki sést frá árinu 2018. Bandaríski markaðurinn lækkaði um 19,4% í fyrra sem var mesta lækkun frá því í fjármálakreppunni 2008 og 2009. Hið sama á við um fleiri markaði á borð við þann hollenska, sænska og svissneska. Mestu lækkanir í fyrra voru á mörkuðum í Rússlandi (-39,2%), Þýskalandi (-25,6%) og Svíþjóð (-24,6%). Hlutabréfamarkaðir á evrusvæðinu lækkuðu um 14,4% og um 20,5% í löndum Evrópusambandsins. Alvotech og Origo hástökkvarar ársins Þegar horft er til íslenska hlutabréfamarkaðsins þá hækkaði Alvotech mest félaga á Aðallista Kauphallarinnar eða um 68% þegar félagið kom nýtt inn á listann í desember. Næst mest hækkaði Origo, eða um 15,8%, en þar á eftir kom Nova Klúbburinn með 9,1% hækkun. Af þeim tuttugu félögum á Aðallistanum sem komu ekki ný inn á markaðinn í fyrra var besta ávöxtunin hjá Origo sem hækkaði um 37,5% á árinu. Mest lækkaði Iceland Seafood, eða um 59,1%, en þar á eftir kom Marel með 43,9% lækkun. Þriðja mesta lækkunin var í Kviku banka sem fór niður um 29,1%. Kauphöllin Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Árið 2022 var víða erfitt á mörkuðum og einkenndist af mikilli verðbólgu og hækkandi vöxtum. Á sama tíma hafa dökkar efnahagshorfur á heimsvísu dregið úr væntingum fjárfesta. Farið er yfir stöðuna í nýrri Hagsjá Landsbankans en vísitala Aðallista Kauphallarinnar lækkaði um 2,6% í desember og 0,4% í nóvember. Vísitalan hækkaði einungis yfir þrjá mánuði ársins og lækkaði hina níu mánuðina. Að sögn hagfræðideildar Landsbankans stýrðist verðþróunin á Íslandi að miklu leyti af verðþróuninni á erlendum mörkuðum og er viðbúið að hún verði áfram fyrir miklum áhrifum af þróun á öðrum hlutabréfamörkuðum. Víðast hvar rauðar tölur Fram kemur í hagsjá Landsbankans að langflestir erlendir hlutabréfamarkaðir hafi lækkað á síðasta ári og jafn almennar lækkanir hafi ekki sést frá árinu 2018. Bandaríski markaðurinn lækkaði um 19,4% í fyrra sem var mesta lækkun frá því í fjármálakreppunni 2008 og 2009. Hið sama á við um fleiri markaði á borð við þann hollenska, sænska og svissneska. Mestu lækkanir í fyrra voru á mörkuðum í Rússlandi (-39,2%), Þýskalandi (-25,6%) og Svíþjóð (-24,6%). Hlutabréfamarkaðir á evrusvæðinu lækkuðu um 14,4% og um 20,5% í löndum Evrópusambandsins. Alvotech og Origo hástökkvarar ársins Þegar horft er til íslenska hlutabréfamarkaðsins þá hækkaði Alvotech mest félaga á Aðallista Kauphallarinnar eða um 68% þegar félagið kom nýtt inn á listann í desember. Næst mest hækkaði Origo, eða um 15,8%, en þar á eftir kom Nova Klúbburinn með 9,1% hækkun. Af þeim tuttugu félögum á Aðallistanum sem komu ekki ný inn á markaðinn í fyrra var besta ávöxtunin hjá Origo sem hækkaði um 37,5% á árinu. Mest lækkaði Iceland Seafood, eða um 59,1%, en þar á eftir kom Marel með 43,9% lækkun. Þriðja mesta lækkunin var í Kviku banka sem fór niður um 29,1%.
Kauphöllin Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent