Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. janúar 2023 00:01 Karl Bretaprins, Megan Markle og Harry Bretaprins. Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry. Í bókinni segir Harry að faðir hans Karl hafi gantast með þennan orðróm. „Pabba fannst gaman að segja sögur, og þessi var með þeim betri sem hann sagði,“ segir Harry í bókinni. „Hann endaði allar sögur á einhvers konar pælingu: „Hver veit hvort ég sé í raun prinsinn af Wales? Hver veit hvort ég sé í raun faðir þinn?““ Karl hafi þá hlegið óstjórnlega í ljósi orðrómsins um að mögulega væri hinn raunverulegi faðir hans fyrrum ástmaður Díönu. „Ein af ástæðunum fyrir þessum orðrómi var rauða hárið hans en önnur var kvalalosti,“ segir Harry. James Hewitt, maðurinn sem margir trúðu að væri raunverulegur faðir Harry bretaprins.Getty Hann segist ekki hafa haft gaman að þessum orðrómi eða gríni Karls föður hans um sama efni. „Lesendur slúðurtímaritanna höfðu hins vegar mjög gaman að þessu. Að öllum líkindum sé þó ekkert til í þessu, segir Harry, þar sem Díana hafi hitt James Hewitt tveimur árum eftir að Harry fæddist, árið 1986. Bókin Spare fór í sölu mánudaginn 10. janúar. Fram að því hafði mikið verið fjallað um bókina, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Í bókinni fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Viðtökurnar hafa hins vegar verið misjafnar. Í umsögn breska ríkisútvarpsins segir að bókin sé sú skrýtnasta sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð af meðlimi konungsfjölskyldunnar. Bókin virki eins og reiðilestur drukkins manns. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Bókmenntir Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Sjá meira
Í bókinni segir Harry að faðir hans Karl hafi gantast með þennan orðróm. „Pabba fannst gaman að segja sögur, og þessi var með þeim betri sem hann sagði,“ segir Harry í bókinni. „Hann endaði allar sögur á einhvers konar pælingu: „Hver veit hvort ég sé í raun prinsinn af Wales? Hver veit hvort ég sé í raun faðir þinn?““ Karl hafi þá hlegið óstjórnlega í ljósi orðrómsins um að mögulega væri hinn raunverulegi faðir hans fyrrum ástmaður Díönu. „Ein af ástæðunum fyrir þessum orðrómi var rauða hárið hans en önnur var kvalalosti,“ segir Harry. James Hewitt, maðurinn sem margir trúðu að væri raunverulegur faðir Harry bretaprins.Getty Hann segist ekki hafa haft gaman að þessum orðrómi eða gríni Karls föður hans um sama efni. „Lesendur slúðurtímaritanna höfðu hins vegar mjög gaman að þessu. Að öllum líkindum sé þó ekkert til í þessu, segir Harry, þar sem Díana hafi hitt James Hewitt tveimur árum eftir að Harry fæddist, árið 1986. Bókin Spare fór í sölu mánudaginn 10. janúar. Fram að því hafði mikið verið fjallað um bókina, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Í bókinni fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Viðtökurnar hafa hins vegar verið misjafnar. Í umsögn breska ríkisútvarpsins segir að bókin sé sú skrýtnasta sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð af meðlimi konungsfjölskyldunnar. Bókin virki eins og reiðilestur drukkins manns.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Bókmenntir Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Sjá meira