Maðkur í mysunni í bikarsigri Arsenal? Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2023 18:00 Ciaron Brown er grunaður um að hafa viljandi nælt sér í gult spjald í bikarleiknum gegn Arsenal á mánudaginn. Hann er hér í baráttu við Bukayo Saka. Leikmaður Oxford er grunaður um veðmálasvindl í bikarleik liðsins gegn Arsenal á mánudagskvöldið. Enska knattspyrnusambandið er með málið til rannsóknar. Arsenal tryggði sér sæti í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Oxford United á mánudagskvöldið. Mohamed Elneny og Eddie Nketiah skoruðu mörkin í 3-0 sigri liðsins en nú hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn vegna máls sem upp hefur komið í tengslum við leikinn. Ciaron Brown, leikmaður Oxford United, er grunaður um veðmálasvindl og hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn. Brown er grunaður um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í leiknum en í frétt Daily Mail um málið er greint frá því að fjölmiðlinum hafi borist WhatsApp skilaboð sem send voru fyrir leikinn þar sem sagt er að öruggt sé að Brown fái áminningu í leiknum. Rannsakendur enska knattspyrnusambandsins hafa meðal annars gert síma Brown upptækan þar sem farið verður í gegnum símtöl hans, skilaboð og alla samfélagsmiðla. Ef þörf er á getur enska sambandið kallað alla tengda aðila í yfirheyrslu og krafist þess að fá síma og tölvur viðkomandi afhent. Club Statement | Arsenal Match— Oxford United FC (@OUFCOfficial) January 11, 2023 Brown fékk spjald á 59.mínútu leiksins fyrir að toga í Eddie Nketiah og í kjölfarið ýta miðjumanninum Fabio Vieira. Í fyrri hálfleik braut hann í tvígang af sér þar sem dómarinn hefði getað spjaldað en þá slapp Brown við áminningu. Í áðurnefndri frétt kemur einnig fram að fjölmargir hafi haft samband við Daily Mail og greint frá því að þeir hafi unnið þúsundir punda eftir að hafa veðjað á að Brown fengi spjald en stuðullinn á því var 8/1. Þá sást til fjölmargra stuðningsmanna Arsenal á vellinum fagna gríðarlega þegar Brown fékk gula spjaldið. Forráðamenn Oxford United staðfestu í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að félagið hafi fengið upplýsingar um óeðlileg veðmál í tengslum við leikinn. Félagið segir að það muni aðstoða við rannsóknina eins og það geti en muni ekki tjá sig frekar fyrr en rannsókninni lýkur. Daily Mail greinir frá því að vinir Brown og stuðningsmenn Oxford haldi því fram að stuðningsmenn hafi nýtt sér sjaldgæft tækifæri að veðja á möguleikann á gulu spjaldi þar sem slíkt er aðeins mögulegt í sjónvarspleikjum en leikir Oxford United eru sjaldan sýndir í sjónvarpi. Enski boltinn Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Arsenal tryggði sér sæti í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Oxford United á mánudagskvöldið. Mohamed Elneny og Eddie Nketiah skoruðu mörkin í 3-0 sigri liðsins en nú hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn vegna máls sem upp hefur komið í tengslum við leikinn. Ciaron Brown, leikmaður Oxford United, er grunaður um veðmálasvindl og hefur enska knattspyrnusambandið hafið rannsókn. Brown er grunaður um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í leiknum en í frétt Daily Mail um málið er greint frá því að fjölmiðlinum hafi borist WhatsApp skilaboð sem send voru fyrir leikinn þar sem sagt er að öruggt sé að Brown fái áminningu í leiknum. Rannsakendur enska knattspyrnusambandsins hafa meðal annars gert síma Brown upptækan þar sem farið verður í gegnum símtöl hans, skilaboð og alla samfélagsmiðla. Ef þörf er á getur enska sambandið kallað alla tengda aðila í yfirheyrslu og krafist þess að fá síma og tölvur viðkomandi afhent. Club Statement | Arsenal Match— Oxford United FC (@OUFCOfficial) January 11, 2023 Brown fékk spjald á 59.mínútu leiksins fyrir að toga í Eddie Nketiah og í kjölfarið ýta miðjumanninum Fabio Vieira. Í fyrri hálfleik braut hann í tvígang af sér þar sem dómarinn hefði getað spjaldað en þá slapp Brown við áminningu. Í áðurnefndri frétt kemur einnig fram að fjölmargir hafi haft samband við Daily Mail og greint frá því að þeir hafi unnið þúsundir punda eftir að hafa veðjað á að Brown fengi spjald en stuðullinn á því var 8/1. Þá sást til fjölmargra stuðningsmanna Arsenal á vellinum fagna gríðarlega þegar Brown fékk gula spjaldið. Forráðamenn Oxford United staðfestu í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að félagið hafi fengið upplýsingar um óeðlileg veðmál í tengslum við leikinn. Félagið segir að það muni aðstoða við rannsóknina eins og það geti en muni ekki tjá sig frekar fyrr en rannsókninni lýkur. Daily Mail greinir frá því að vinir Brown og stuðningsmenn Oxford haldi því fram að stuðningsmenn hafi nýtt sér sjaldgæft tækifæri að veðja á möguleikann á gulu spjaldi þar sem slíkt er aðeins mögulegt í sjónvarspleikjum en leikir Oxford United eru sjaldan sýndir í sjónvarpi.
Enski boltinn Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira