Karl G. Benediktsson látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2023 10:41 Karl G. Benediktsson vann sex Íslandsmeistaratitla sem þjálfari og stýrði íslenska handboltalandsliðinu á tveimur heimsmeistaramótum. Karl G. Benediktsson, fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, er látinn 89 ára að aldri. Karl lést á hjúkrunarheimili í Hveragerði í síðasta mánuði en útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 16. janúar næstkomandi. Karl var sjálfur landsliðsmaður en tók síðan sjálfur við íslenska landsliðinu. Hann varð sá fyrsti af Íslendingum til að bæði leika með og þjálfa íslenska landsliðið á heimsmeistaramóti í handbolta. Karl lék fimm af sex leikjum íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu árið 1961 í Vestur-Þýskalandi en aðeins þremur árum síðar þegar heimsmeistaramótið fór fram í Tékkóslóvakíu var Karl orðinn landsliðsþjálfari. Á því móti stýrði hann íslenska liðinu til sögulegs sigurs á Svíum sem er einn eftirminnilegasti leikur landsliðsins í sögunni. Karl stýrði íslenska landsliðinu einnig á heimsmeistaramótinu í Austur-Þýskalandi árið 1974 en þá var íslenska liðið með öflugan hóp en lenti í því að stór hluti liðsins veiktist á mótinu. Karl lék alls tólf landsleiki fyrir Íslands hönd og stýrði landsliðinu síðan í 71 landsleik þar af í 29 leikjum í samfloti við aðra þjálfara en í 42 leikjum var hann einn með landsliðið. Karl gerði bæði Fram og Víking að Íslandsmeisturum í handbolta. Þegar Fram vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn undir stjórn Karls árið 1962 þá var félagið nýkomið upp úr B-deild og hafði ekki orðið meistari í tólf ár. Karl var þá spilandi þjálfari en hann gerði Fram einnig að Íslandsmeisturum 1963, 1964 og 1967. Karl tók síðan aftur við Framliðinu á áttunda áratugnum og Framliðið sem hann gerði að Íslandsmeisturum árið 1972 er talið vera eitt besta félagslið handboltasögunnar á Íslandi. Þegar Karl gerði Víkinga síðan að Íslandsmeisturum 1975, sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta, þá rauf hann einokun FH, Fram og Vals sem höfðu unnið alla titla frá 1959 til 1974. Karl Benediktson var frumherji meðal íslenskra handboltaþjálfara eins og Guðjón Guðmundsson benti á Twitter. Gaupi sagði að hann hafi verið langt á undan sinni samtíð og hafi verið sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi. Karl Benediktsson einn besti handbloltaþjálfari Íslands fyrr og síðar er látinn.Karl var einstakur í allri sinni nálgun á handboltanum.Var langt á undan sinni samtíð. Sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi.Magnaður karakter með skýra hugmyndarfæði.Snillingur.Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) January 12, 2023 Handbolti Fram Andlát Víkingur Reykjavík Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Karl lést á hjúkrunarheimili í Hveragerði í síðasta mánuði en útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 16. janúar næstkomandi. Karl var sjálfur landsliðsmaður en tók síðan sjálfur við íslenska landsliðinu. Hann varð sá fyrsti af Íslendingum til að bæði leika með og þjálfa íslenska landsliðið á heimsmeistaramóti í handbolta. Karl lék fimm af sex leikjum íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu árið 1961 í Vestur-Þýskalandi en aðeins þremur árum síðar þegar heimsmeistaramótið fór fram í Tékkóslóvakíu var Karl orðinn landsliðsþjálfari. Á því móti stýrði hann íslenska liðinu til sögulegs sigurs á Svíum sem er einn eftirminnilegasti leikur landsliðsins í sögunni. Karl stýrði íslenska landsliðinu einnig á heimsmeistaramótinu í Austur-Þýskalandi árið 1974 en þá var íslenska liðið með öflugan hóp en lenti í því að stór hluti liðsins veiktist á mótinu. Karl lék alls tólf landsleiki fyrir Íslands hönd og stýrði landsliðinu síðan í 71 landsleik þar af í 29 leikjum í samfloti við aðra þjálfara en í 42 leikjum var hann einn með landsliðið. Karl gerði bæði Fram og Víking að Íslandsmeisturum í handbolta. Þegar Fram vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn undir stjórn Karls árið 1962 þá var félagið nýkomið upp úr B-deild og hafði ekki orðið meistari í tólf ár. Karl var þá spilandi þjálfari en hann gerði Fram einnig að Íslandsmeisturum 1963, 1964 og 1967. Karl tók síðan aftur við Framliðinu á áttunda áratugnum og Framliðið sem hann gerði að Íslandsmeisturum árið 1972 er talið vera eitt besta félagslið handboltasögunnar á Íslandi. Þegar Karl gerði Víkinga síðan að Íslandsmeisturum 1975, sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta, þá rauf hann einokun FH, Fram og Vals sem höfðu unnið alla titla frá 1959 til 1974. Karl Benediktson var frumherji meðal íslenskra handboltaþjálfara eins og Guðjón Guðmundsson benti á Twitter. Gaupi sagði að hann hafi verið langt á undan sinni samtíð og hafi verið sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi. Karl Benediktsson einn besti handbloltaþjálfari Íslands fyrr og síðar er látinn.Karl var einstakur í allri sinni nálgun á handboltanum.Var langt á undan sinni samtíð. Sá fyrsti sem spilaði taktík eða leikkerfi á Íslandi.Magnaður karakter með skýra hugmyndarfæði.Snillingur.Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) January 12, 2023
Handbolti Fram Andlát Víkingur Reykjavík Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira