Svíar gagnrýndir heima fyrir: „Ég vil helst ekki tjá mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2023 09:01 Jim Gottfridsson vildi sem minnst segja um rútumálið. Samsett/Getty Svíar hófu leik á HM karla í handbolta í gær er þeir lögðu Brasilíu örugglega, 26-18, á heimavelli í Scandinavium-höllinni í Gautaborg. Það er hins vegar koma liðsins í höllina sem hefur sætt gagnrýni. Landsliðið dvelur á Hótel Opalen í miðri Gautaborg, sem er staðsett aðeins 300 metra frá keppnishöllinni. Síðast þegar liðið lék á heimavelli, á HM 2011, gisti liðið um fimm kílómetra fyrir utan borgina. „Það eru ókostir við að vera staðsettir ekki fyrir utan bæinn. En það er mikill kostur að geta farið um allt án vandræða,“ segir markvörðurinn Mikael Appelgren. „Nú þurfum við ekki að eyða tíma í ferðir og slíkt vesen. Umferðin í Gautaborg er algjörlega vonlaus,“ segir landsliðsþjálfarinn Glenn Solberg um staðsetningu liðsins. Sjónvarpsstöðvarnar vilja rútumyndir Svíar þurfa samt að glíma við bílaumferðina í Gautaborg. Þrátt fyrir þá stuttu fjarlægð sem er á milli hótels og hallar tók liðið rútu þar á milli. Það þykir gagnrýnivert, enda um óþarfa útblástur að ræða þar sem það tæki liðið örfáar mínútur að ganga milli staða. „Ég vil helst ekki tjá mig um það,“ segir Jim Gottfridsson, stjarna sænska liðsins. „Þetta hefur að gera með sjónvarpsstöðvarnar. Þeir vilja ná myndum af okkur að stíga út úr rútunni,“ segir þjálfarinn Solberg. Menn vilji ekki taka stanslausar myndir á leiðinni Svíar segja þetta einnig mikilvægt vegna undirbúnings fyrir leik. „Með þessum hætti er gott að geta einblínt á það sem við þurfum að gera,“ segir Solberg, en óvíst er að heilt sænskt landslið yrði látið í friði á röltinu í keppnishöllina. „Þú hefur ekki beint tíma til að taka 55 selfie á leiðinni í leikinn, þú vilt heldur komast á staðinn í rútunni, í þinni búbblu,“ segir Gottfridsson, og vísar þar til Covid-reglna í tengslum við mótið. Öll lið voru skimuð fyrir veirunni fyrir mót og verða að taka hraðpróf eftir riðlakeppnina, áður en keppni í milliriðlum hefst. Svíar stefna hraðbyr á milliriðil mótsins en þar munu þeir mæta Íslendingum ef bæði lið komast þangað. Sá riðill verður einnig leikinn í Gautaborg. HM 2023 í handbolta Svíþjóð Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Landsliðið dvelur á Hótel Opalen í miðri Gautaborg, sem er staðsett aðeins 300 metra frá keppnishöllinni. Síðast þegar liðið lék á heimavelli, á HM 2011, gisti liðið um fimm kílómetra fyrir utan borgina. „Það eru ókostir við að vera staðsettir ekki fyrir utan bæinn. En það er mikill kostur að geta farið um allt án vandræða,“ segir markvörðurinn Mikael Appelgren. „Nú þurfum við ekki að eyða tíma í ferðir og slíkt vesen. Umferðin í Gautaborg er algjörlega vonlaus,“ segir landsliðsþjálfarinn Glenn Solberg um staðsetningu liðsins. Sjónvarpsstöðvarnar vilja rútumyndir Svíar þurfa samt að glíma við bílaumferðina í Gautaborg. Þrátt fyrir þá stuttu fjarlægð sem er á milli hótels og hallar tók liðið rútu þar á milli. Það þykir gagnrýnivert, enda um óþarfa útblástur að ræða þar sem það tæki liðið örfáar mínútur að ganga milli staða. „Ég vil helst ekki tjá mig um það,“ segir Jim Gottfridsson, stjarna sænska liðsins. „Þetta hefur að gera með sjónvarpsstöðvarnar. Þeir vilja ná myndum af okkur að stíga út úr rútunni,“ segir þjálfarinn Solberg. Menn vilji ekki taka stanslausar myndir á leiðinni Svíar segja þetta einnig mikilvægt vegna undirbúnings fyrir leik. „Með þessum hætti er gott að geta einblínt á það sem við þurfum að gera,“ segir Solberg, en óvíst er að heilt sænskt landslið yrði látið í friði á röltinu í keppnishöllina. „Þú hefur ekki beint tíma til að taka 55 selfie á leiðinni í leikinn, þú vilt heldur komast á staðinn í rútunni, í þinni búbblu,“ segir Gottfridsson, og vísar þar til Covid-reglna í tengslum við mótið. Öll lið voru skimuð fyrir veirunni fyrir mót og verða að taka hraðpróf eftir riðlakeppnina, áður en keppni í milliriðlum hefst. Svíar stefna hraðbyr á milliriðil mótsins en þar munu þeir mæta Íslendingum ef bæði lið komast þangað. Sá riðill verður einnig leikinn í Gautaborg.
HM 2023 í handbolta Svíþjóð Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira