„Maður finnur að líkaminn er að þreytast“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2023 14:31 Sara Björk Gunnarsdóttir Getty Images Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita. Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM í sumar og segir Sara Björk að þá hafi hugmyndin um að hætta kviknað. Draumur um að vera á meðal fyrstu íslensku kvennana til að spila á heimsmeistaramóti heillaði hins vegar. „Þetta var kannski svolítið í hausnum á mér eftir EM en svo var ég búin að ákveða það að ætla að komast á HM og klára það. Það hefði verið fullkomið að geta hætt þá, en því miður fór það ekki eins og maður ætlaði sér,“ segir Sara Björk. Klippa: Ótrúlega erfið ákvörðun Erfið ákvörðun Ísland tapaði naumlega leik fyrir Hollandi í lokaleik riðlakeppninnar í forkeppni HM, en jafntefli hefði dugað á mótið. Í kjölfarið fór liðið í umspil þar sem liðið tapaði á grátlegan máta fyrir Portúgal þar sem dómari leiksins hafði sitt að segja. Eftir að HM draumurinn var úti tók Sara Björk sér góðan tíma til að íhuga málið áður en hún komst að þessari niðurstöðu. „Þannig að eftir Portúgalsleikinn var þetta orðið ofarlega í hausnum á mér og ég hugsaði þetta alveg fram yfir áramót og lét svo Steina [Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara] vita að ég væri búin að taka ákvörðun,“ segir Sara Björk. „En samt á sama tíma er var þetta ótrúlega erfið ákvörðun eftir svona mörg ár og líka það að ég mun halda áfram að spila með Juventus. Þetta var erfið ákvörðun en ég held að tímapunkturinn og fyrir minn feril sé þetta besta ákvörðunin,“ segir Sara Björk. Álagið að segja til sín Sara Björk verður 33 ára gömul í september og hefur leikið á hæsta stigi Evrópuboltans undanfarin ár, með Rosengård, Lyon og nú Juventus. Hún segir margt liggja ákvörðuninni að baki, en álagið hafi þar sitt að segja auk móðurhlutverksins og hversu lítill tími gefst með fjölskyldunni. Sara Björk leikur í dag með Juventus á Ítalíu.Getty Images „Það eru margir hlutir sem spiluðu inn í. Þeir helstu eru að það er langt í næsta stórmót, ég er búin að vera núna að spila núna í nokkur ár á þessu stigi og maður finnur að líkaminn er að þreytast. Mér hefur fundist ég verið að halda svolítið mörgum boltum á lofti og vil reyna að minnka aðeins álagið og gefa mér og fjölskyldunni meiri tíma,“ „Ég vil reyna að vera 100 prósent á þeim stað sem ég er, einblína bara á Juventus og njóta heima með fjölskyldunni.“ segir Sara Björk. Viðtalsbútinn má sjá í spilaranum að ofan. Rætt verður nánar við Söru Björk í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Landslið kvenna í fótbolta Tímamót KSÍ Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira
Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM í sumar og segir Sara Björk að þá hafi hugmyndin um að hætta kviknað. Draumur um að vera á meðal fyrstu íslensku kvennana til að spila á heimsmeistaramóti heillaði hins vegar. „Þetta var kannski svolítið í hausnum á mér eftir EM en svo var ég búin að ákveða það að ætla að komast á HM og klára það. Það hefði verið fullkomið að geta hætt þá, en því miður fór það ekki eins og maður ætlaði sér,“ segir Sara Björk. Klippa: Ótrúlega erfið ákvörðun Erfið ákvörðun Ísland tapaði naumlega leik fyrir Hollandi í lokaleik riðlakeppninnar í forkeppni HM, en jafntefli hefði dugað á mótið. Í kjölfarið fór liðið í umspil þar sem liðið tapaði á grátlegan máta fyrir Portúgal þar sem dómari leiksins hafði sitt að segja. Eftir að HM draumurinn var úti tók Sara Björk sér góðan tíma til að íhuga málið áður en hún komst að þessari niðurstöðu. „Þannig að eftir Portúgalsleikinn var þetta orðið ofarlega í hausnum á mér og ég hugsaði þetta alveg fram yfir áramót og lét svo Steina [Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara] vita að ég væri búin að taka ákvörðun,“ segir Sara Björk. „En samt á sama tíma er var þetta ótrúlega erfið ákvörðun eftir svona mörg ár og líka það að ég mun halda áfram að spila með Juventus. Þetta var erfið ákvörðun en ég held að tímapunkturinn og fyrir minn feril sé þetta besta ákvörðunin,“ segir Sara Björk. Álagið að segja til sín Sara Björk verður 33 ára gömul í september og hefur leikið á hæsta stigi Evrópuboltans undanfarin ár, með Rosengård, Lyon og nú Juventus. Hún segir margt liggja ákvörðuninni að baki, en álagið hafi þar sitt að segja auk móðurhlutverksins og hversu lítill tími gefst með fjölskyldunni. Sara Björk leikur í dag með Juventus á Ítalíu.Getty Images „Það eru margir hlutir sem spiluðu inn í. Þeir helstu eru að það er langt í næsta stórmót, ég er búin að vera núna að spila núna í nokkur ár á þessu stigi og maður finnur að líkaminn er að þreytast. Mér hefur fundist ég verið að halda svolítið mörgum boltum á lofti og vil reyna að minnka aðeins álagið og gefa mér og fjölskyldunni meiri tíma,“ „Ég vil reyna að vera 100 prósent á þeim stað sem ég er, einblína bara á Juventus og njóta heima með fjölskyldunni.“ segir Sara Björk. Viðtalsbútinn má sjá í spilaranum að ofan. Rætt verður nánar við Söru Björk í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Landslið kvenna í fótbolta Tímamót KSÍ Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira