Drengirnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu hóf sinn leik af krafti og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, staðan 18-13. Það hægðist á sóknarleik Þjóðverja í síðari hálfleik og þegar flautað var til leiksloka var munurinn fjögur mörk, lokatölur 31-27. Juri Knorr var markahæstur í liði Þýskalands með sjö mörk.
Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein byrjuðu leik sinn gegn Túnis af miklum krafti og komust 6-0 yfir. Sú góða byrjun entist ekki og munurinn aðeins eitt mark í hálfleik, 16-15. Í þeim síðari var sóknarleikur beggja liða hægur og fyrirsjáanlegur en Túnis tókst hins vegar að jafna metin, lokatölur 27-27.
Hollendingar fóru létt með Argentínu og unnu 10 marka sigur, lokatölur 29-19. Þá unnu Bandaríkjamenn eins marks sigur á Marokkó, lokatölur 28-27.
Four matches played on day three and we've had some huge results The first draw of the World Championship plus the USA's and the Netherlands' first wins ever in the event #POLSWE2023 #sticktogether pic.twitter.com/jiJ00uYrL2
— International Handball Federation (@ihf_info) January 13, 2023