Aron: Ætla ekki að kenna því um Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2023 21:58 Aron skoraði þrjú mörk í leiknum. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins var svekktur eftir tapið gegn Ungverjum í kvöld. Hann sagði tapaða bolta og dauðafæri hafa verið dýr. „Við klikkum á dauðafærum og köstum einhverjum boltum frá okkur líka. Við föllum til baka í vörninni. Við vitum hvað þeir eru að spila og erum með þá nánast allan leikinn en dettum aðeins til baka. Kannski einhver þreyta, farnir að síga. Mér finnst það gefa auga leið síðustu tíu,“ sagði Aron í samtali við Stefán Árna Pálsson í Kristianstad eftir leik. Aroni fannst íslenska liðið vera með svör við varnarleik Ungverja lengst af. „Að ná ekki að halda leikskipulagi í sextíu mínútur er pirrandi þar sem við spiluðum vel og mér fannst við vera með svör við þeirra varnarleik. Ég er drullufúll að hafa ekki náð að klára þetta.“ Aron sagði ekki um vanmat að ræða þó svo að Ísland hafi verið komið í góða stöðu en strákarnir okkar leiddu með fimm mörkum í hálfleik. „Í raun ekki, það var allavega talað um það í hálfleik. Við ættum að vera komnir lengra en það að halda að við værum komnir með eitthvað að vera fimm mörkum yfir í hálfleik. Við erum eldri og reyndari og betri í hausnum en það, þannig að ég ætla ekki að fá að kenna því um.“ Eftir tapið í kvöld eru möguleikar Íslands á að fara með fjögur stig í milliriðil ekki lengur til staðar. Aron er fyrirliði og Stefán Árni spurði hann hvort það væri ekki hans hlutverk núna að koma strákunum aftur í gang. Klippa: Viðtal - Aron Pálmars eftir Ungverjaland „Ég þarf ekkert að gera það, við vitum það allir. Þetta er önnur leið sem við þurfum að fara núna. Það hefði verið frábært að vinna þennan leik og vera komnir áfram með fjögur stig. Við ætlum bara að vinna Suður-Kóreu og fara áfram í milliriðil með tvö stig, þá er bara allt opið.“ „Við vildum fara með fjögur og það augljóslega gengur ekki. Það er nóg eftir af mótinu og við förum inn í milliriðil þar sem við getum unnið öll liðin,“ sagði Aron að lokum. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Allt sem hrunið gat hrundi og ég get ekki lýst því hvað ég er svekktur“ Bjarki Már Elísson var að vonum niðurlútur eftir tveggja marka tap Íslands fyrir Ungverjalandi, 28-30. Íslendingar voru yfir nánast allan leikinn en Ungverjar voru sterkari undir lokin og skoruðu síðustu fim mörk leiksins. 14. janúar 2023 21:48 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Draumur í fyrri breyttist í martröð í lokin Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun á móti Ungverjum, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 14. janúar 2023 21:32 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
„Við klikkum á dauðafærum og köstum einhverjum boltum frá okkur líka. Við föllum til baka í vörninni. Við vitum hvað þeir eru að spila og erum með þá nánast allan leikinn en dettum aðeins til baka. Kannski einhver þreyta, farnir að síga. Mér finnst það gefa auga leið síðustu tíu,“ sagði Aron í samtali við Stefán Árna Pálsson í Kristianstad eftir leik. Aroni fannst íslenska liðið vera með svör við varnarleik Ungverja lengst af. „Að ná ekki að halda leikskipulagi í sextíu mínútur er pirrandi þar sem við spiluðum vel og mér fannst við vera með svör við þeirra varnarleik. Ég er drullufúll að hafa ekki náð að klára þetta.“ Aron sagði ekki um vanmat að ræða þó svo að Ísland hafi verið komið í góða stöðu en strákarnir okkar leiddu með fimm mörkum í hálfleik. „Í raun ekki, það var allavega talað um það í hálfleik. Við ættum að vera komnir lengra en það að halda að við værum komnir með eitthvað að vera fimm mörkum yfir í hálfleik. Við erum eldri og reyndari og betri í hausnum en það, þannig að ég ætla ekki að fá að kenna því um.“ Eftir tapið í kvöld eru möguleikar Íslands á að fara með fjögur stig í milliriðil ekki lengur til staðar. Aron er fyrirliði og Stefán Árni spurði hann hvort það væri ekki hans hlutverk núna að koma strákunum aftur í gang. Klippa: Viðtal - Aron Pálmars eftir Ungverjaland „Ég þarf ekkert að gera það, við vitum það allir. Þetta er önnur leið sem við þurfum að fara núna. Það hefði verið frábært að vinna þennan leik og vera komnir áfram með fjögur stig. Við ætlum bara að vinna Suður-Kóreu og fara áfram í milliriðil með tvö stig, þá er bara allt opið.“ „Við vildum fara með fjögur og það augljóslega gengur ekki. Það er nóg eftir af mótinu og við förum inn í milliriðil þar sem við getum unnið öll liðin,“ sagði Aron að lokum.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Allt sem hrunið gat hrundi og ég get ekki lýst því hvað ég er svekktur“ Bjarki Már Elísson var að vonum niðurlútur eftir tveggja marka tap Íslands fyrir Ungverjalandi, 28-30. Íslendingar voru yfir nánast allan leikinn en Ungverjar voru sterkari undir lokin og skoruðu síðustu fim mörk leiksins. 14. janúar 2023 21:48 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Draumur í fyrri breyttist í martröð í lokin Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun á móti Ungverjum, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 14. janúar 2023 21:32 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
„Allt sem hrunið gat hrundi og ég get ekki lýst því hvað ég er svekktur“ Bjarki Már Elísson var að vonum niðurlútur eftir tveggja marka tap Íslands fyrir Ungverjalandi, 28-30. Íslendingar voru yfir nánast allan leikinn en Ungverjar voru sterkari undir lokin og skoruðu síðustu fim mörk leiksins. 14. janúar 2023 21:48
Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Draumur í fyrri breyttist í martröð í lokin Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun á móti Ungverjum, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 14. janúar 2023 21:32