Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 15:00 Vísir/Hanna Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag. Þetta kemur fram í grein Vilhjálms Hilmarssonar hagfræðings á vef BHM. Rekstrarhagnaður fyrirtækja árin 2021 og 2022 er sá mesti á öldinni, hvort sem litið er til hagnaðar á föstu verðlagi eða í hlutfalli við landsframleiðslu. Vísbendingar eru um að aukinn hagnað megi að hluta skýra með hækkandi álagningu á verðbólgutímum. Þá kemur fram að gangi spá bandalagsins fyrir árið 2022 eftir nemur hagnaðaraukningin tæplega 60 prósent á tímabili lífskjarasamningsins 2018-2022. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent og launavísitalan hækkaði um þrjátíu prósent, eða um helming á við hagnaðaraukningu fyrirtækja. Mikill ójöfnuður milli launafólks og fyrirtækjaeigenda Þá er einnig áhugavert hversu mikill munur er á hagnaðarvísitölunni og launavísitölunni í heild- og smásöluverslun og fjármála-og vátryggingastarfsemi. Vísitala heildarlauna í fjármála- og vátryggingastarfsemi hækkaði m.a. aðeins um níu prósent meðan vísitala hagnaðar hækkaði um 45 prósent. Mikill ójöfnuður hefur skapast milli launafólks og fyrirtækjaeigenda í mörgum þeim atvinnugreinum sem krefjast sérfræðiþekkingar á Íslandi. Þá er einnig áhugavert hversu mikið hagnaðarhlutfallið (EBIDTA/tekjur) hefur hækkað í verslun á kjarasamningstímabilinu. Bendir þetta til að meðalálagning sé að aukast. Er þetta bersýnilegt í eldsneytissölu en hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra nær tvöfaldaðist frá júní 2022 til desember 2022. Olíufélögin hafa því ekki skilað lækkun heimsmarkaðsverðs til neytenda. Þá bendir Vilhjálmur á að launakostnaður er aðeins um fimmtán prósent af kostnaði í smásöluverslun, að meðaltali. Hætt er þó við að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir á næstunni. Neytendur Verðlag Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Þetta kemur fram í grein Vilhjálms Hilmarssonar hagfræðings á vef BHM. Rekstrarhagnaður fyrirtækja árin 2021 og 2022 er sá mesti á öldinni, hvort sem litið er til hagnaðar á föstu verðlagi eða í hlutfalli við landsframleiðslu. Vísbendingar eru um að aukinn hagnað megi að hluta skýra með hækkandi álagningu á verðbólgutímum. Þá kemur fram að gangi spá bandalagsins fyrir árið 2022 eftir nemur hagnaðaraukningin tæplega 60 prósent á tímabili lífskjarasamningsins 2018-2022. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent og launavísitalan hækkaði um þrjátíu prósent, eða um helming á við hagnaðaraukningu fyrirtækja. Mikill ójöfnuður milli launafólks og fyrirtækjaeigenda Þá er einnig áhugavert hversu mikill munur er á hagnaðarvísitölunni og launavísitölunni í heild- og smásöluverslun og fjármála-og vátryggingastarfsemi. Vísitala heildarlauna í fjármála- og vátryggingastarfsemi hækkaði m.a. aðeins um níu prósent meðan vísitala hagnaðar hækkaði um 45 prósent. Mikill ójöfnuður hefur skapast milli launafólks og fyrirtækjaeigenda í mörgum þeim atvinnugreinum sem krefjast sérfræðiþekkingar á Íslandi. Þá er einnig áhugavert hversu mikið hagnaðarhlutfallið (EBIDTA/tekjur) hefur hækkað í verslun á kjarasamningstímabilinu. Bendir þetta til að meðalálagning sé að aukast. Er þetta bersýnilegt í eldsneytissölu en hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra nær tvöfaldaðist frá júní 2022 til desember 2022. Olíufélögin hafa því ekki skilað lækkun heimsmarkaðsverðs til neytenda. Þá bendir Vilhjálmur á að launakostnaður er aðeins um fimmtán prósent af kostnaði í smásöluverslun, að meðaltali. Hætt er þó við að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir á næstunni.
Neytendur Verðlag Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“