Fjölskylduvænni stemning í Fan Zone: Keyptu flugmiða aðra leið á HM Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2023 15:56 Mun færri en í fyrri tveimur leikjum Íslands á HM en frábær stemning. Myndir/Vilhelm Búist er við um fimm hundruð Íslendingum á leik Íslands og Suður-Kóreu í lokaleik riðilsins á HM. Ísland er með tvö stig í riðlinum en getur í raun enn unnið riðilinn ef úrslitin verða hagstæð í leik Ungverjalands og Portúgal. Fan Zone var aftur á móti að sjálfsögðu á sínum stað í dag og opnaði það klukkan 15 á staðartíma, þremur tímum fyrir leik. Þar var aðeins fjölskylduvænni stemning í dag en samt sem áður nokkur hundruð manns og góð og mikil stemning. „Mér líður bara mjög vel og ég held að þetta fari bara vel í kvöld,“ segir Unnur Ósk Steinþórsdóttir kærasta Bjarka Más Elíssonar sem var sjálf í góðu skapi í höllinni í dag. „Síðasti leikur var mjög skemmtilegur þangað til alveg í restina og þá var þetta svolítið leiðinlegt. En stemningin í síðasta leik var sturluð og það var ekkert eðlilega gaman að taka þátt í þessu.“ Unnur segist stundum verða stressuð þegar Bjarki er að henda sér inn úr horninu. „Já stundum er ég það, en hann er samt svo oft með þetta að maður getur samt heilt yfir verið nokkuð róleg,“ segir Unnur sem er handviss um að Ísland vinni leikinn á eftir. Klippa: Fjölskylduvænni stemning í Fan Zone: Keyptu flugmiða aðra leið á HM Í innslaginu hér að ofan, sem Sigurður Már Davíðsson tók, má sjá viðtal við tvo mikla meistara sem hafa verið alla riðlakeppnina hér í Svíþjóð, fara yfir til Gautaborgar á morgun og munu elta liðið allt mótið. Þeir einfaldlega keyptu sér flugmiða út, aðra leiðina og fara ekki heim fyrr en íslenska liðið hefur lokið sinni þátttöku á mótinu. Hér að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í fjörinu í Fan Zone í Kristanstad í dag. Fínasta stemning inni í sal. Vísir/vilhelm Allir klárir.Vísir/vilhelm Þessi fjölskylda lætur sig ekki vanta. Vísir/vilhelm Fjölskyldustemning í Fan Zone. Vísir/vilhelm Nokkur hundruð manns skemmta sér fyrir leik.Vísir/vilhelm Þessar tvær hafa verið alla riðlakeppnina. Vísir/vilhelm Fínasta mæting. Vísir/vilhelm Mikil eftirvænting fyrir leiknum. Vísir/vilhelm Andlitsmálningin allar til staðar. Vísir/vilhelm Þessar hressar fyrir leik. Vísir/vilhelm Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Ísland er með tvö stig í riðlinum en getur í raun enn unnið riðilinn ef úrslitin verða hagstæð í leik Ungverjalands og Portúgal. Fan Zone var aftur á móti að sjálfsögðu á sínum stað í dag og opnaði það klukkan 15 á staðartíma, þremur tímum fyrir leik. Þar var aðeins fjölskylduvænni stemning í dag en samt sem áður nokkur hundruð manns og góð og mikil stemning. „Mér líður bara mjög vel og ég held að þetta fari bara vel í kvöld,“ segir Unnur Ósk Steinþórsdóttir kærasta Bjarka Más Elíssonar sem var sjálf í góðu skapi í höllinni í dag. „Síðasti leikur var mjög skemmtilegur þangað til alveg í restina og þá var þetta svolítið leiðinlegt. En stemningin í síðasta leik var sturluð og það var ekkert eðlilega gaman að taka þátt í þessu.“ Unnur segist stundum verða stressuð þegar Bjarki er að henda sér inn úr horninu. „Já stundum er ég það, en hann er samt svo oft með þetta að maður getur samt heilt yfir verið nokkuð róleg,“ segir Unnur sem er handviss um að Ísland vinni leikinn á eftir. Klippa: Fjölskylduvænni stemning í Fan Zone: Keyptu flugmiða aðra leið á HM Í innslaginu hér að ofan, sem Sigurður Már Davíðsson tók, má sjá viðtal við tvo mikla meistara sem hafa verið alla riðlakeppnina hér í Svíþjóð, fara yfir til Gautaborgar á morgun og munu elta liðið allt mótið. Þeir einfaldlega keyptu sér flugmiða út, aðra leiðina og fara ekki heim fyrr en íslenska liðið hefur lokið sinni þátttöku á mótinu. Hér að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í fjörinu í Fan Zone í Kristanstad í dag. Fínasta stemning inni í sal. Vísir/vilhelm Allir klárir.Vísir/vilhelm Þessi fjölskylda lætur sig ekki vanta. Vísir/vilhelm Fjölskyldustemning í Fan Zone. Vísir/vilhelm Nokkur hundruð manns skemmta sér fyrir leik.Vísir/vilhelm Þessar tvær hafa verið alla riðlakeppnina. Vísir/vilhelm Fínasta mæting. Vísir/vilhelm Mikil eftirvænting fyrir leiknum. Vísir/vilhelm Andlitsmálningin allar til staðar. Vísir/vilhelm Þessar hressar fyrir leik. Vísir/vilhelm
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira