Skýrsla Henrys: Allir um borð í Krýsuvíkurlestina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2023 23:01 Strákarnir fagna sigrinum með látum í kvöld. vísir/vilhelm Ekki féll allt með strákunum okkar í kvöld en það hefði getað orðið verra. Ungverjaland vann ekki sem var mikilvægt. Staðan er aftur á móti sú að þeir verða væntanlega að vinna Svía til þess að komast í átta liða úrslit en það er ekki einu sinni víst að það dugi. Portúgal fær þá í lokaleik þar sem Svíar verða hugsanlega að hvíla menn þar sem þeir verða komnir áfram. Mörg ef eins og venjulega á þessum mótum. Þó svo maður sé pirraður úr í Ungverjana fyrir að skora ekki eitt mark til viðbótar í kvöld að þá verður þeim ekki kennt um eitt né neitt. Það var íslenska liðið sem kom sér í þessa stöðu með því að tapa á ævintýralegan hátt fyrir Ungverjunum. Það er leikurinn sem gæti kostað sætið í átta liða úrslitunum. Það er því gamla, góða Krýsuvíkurleiðin í átta liða úrslitin. Við erum með svarta beltið í þeim akstri og bara upp með hökuna. Það er svo sem ekki mikið um þennan blessaða leik gegn Suður-Kóreu að segja. Strákarnir og þjálfarateymið fá hrós fyrir að mæta vel innstilltir. Menn voru strax á tánum og ætluðu sér greinilega að drepa allar vonir Kóreumanna strax. Heilt yfir mjög fagmannleg frammistaða hjá liðinu sem sýndi mátt sinn. Það verður reyndar að viðurkennast að andstæðingurinn var ævintýralega slakur og í allt of stórum búningum. Óðinn Þór nýtti sínar mínútur virkilega vel og raðaði inn mörkum. Það þarf enginn að óttast það að gefa Sigvalda hvíld. Óðinn er magnaður og það var vitað fyrir mótið. Viktor Gísli spilaði loksins alvöru mínútur og var í miklu stuði. Ég hefði reyndar treyst mér í að verja svona tólf bolta í þessum leik. Frábært að fá Viktor í gang og enn ánægjulegra að meiðslin séu ekkert að trufla hann. Liðið mætir endurnært í milliriðilinn í Gautaborg eftir að þreyttir menn fengu loksins hvíld. Það er bara að setja kassann út þar, vinna alla leikina og vona það besta. Þetta er ekkert búið. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Staðan er aftur á móti sú að þeir verða væntanlega að vinna Svía til þess að komast í átta liða úrslit en það er ekki einu sinni víst að það dugi. Portúgal fær þá í lokaleik þar sem Svíar verða hugsanlega að hvíla menn þar sem þeir verða komnir áfram. Mörg ef eins og venjulega á þessum mótum. Þó svo maður sé pirraður úr í Ungverjana fyrir að skora ekki eitt mark til viðbótar í kvöld að þá verður þeim ekki kennt um eitt né neitt. Það var íslenska liðið sem kom sér í þessa stöðu með því að tapa á ævintýralegan hátt fyrir Ungverjunum. Það er leikurinn sem gæti kostað sætið í átta liða úrslitunum. Það er því gamla, góða Krýsuvíkurleiðin í átta liða úrslitin. Við erum með svarta beltið í þeim akstri og bara upp með hökuna. Það er svo sem ekki mikið um þennan blessaða leik gegn Suður-Kóreu að segja. Strákarnir og þjálfarateymið fá hrós fyrir að mæta vel innstilltir. Menn voru strax á tánum og ætluðu sér greinilega að drepa allar vonir Kóreumanna strax. Heilt yfir mjög fagmannleg frammistaða hjá liðinu sem sýndi mátt sinn. Það verður reyndar að viðurkennast að andstæðingurinn var ævintýralega slakur og í allt of stórum búningum. Óðinn Þór nýtti sínar mínútur virkilega vel og raðaði inn mörkum. Það þarf enginn að óttast það að gefa Sigvalda hvíld. Óðinn er magnaður og það var vitað fyrir mótið. Viktor Gísli spilaði loksins alvöru mínútur og var í miklu stuði. Ég hefði reyndar treyst mér í að verja svona tólf bolta í þessum leik. Frábært að fá Viktor í gang og enn ánægjulegra að meiðslin séu ekkert að trufla hann. Liðið mætir endurnært í milliriðilinn í Gautaborg eftir að þreyttir menn fengu loksins hvíld. Það er bara að setja kassann út þar, vinna alla leikina og vona það besta. Þetta er ekkert búið.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira