Stemningin var frábær í Kristianstad í gær. Litríkt, íslenskt stuðningsfólk sá til þess.VÍSIR/VILHELM
Íslenska karlalandsliðið í handbolta lék við hvurn sinn fingur í kveðjuleik sínum í Kristianstad á HM í gær fyrir framan frábæra stuðningsmenn. Ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson fangaði atburðinn af sinni alkunnu snilld.
Strákarnir okkar áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja landslið Suður-Kóreu að velli, 38-25, þar sem menn sem ekki höfðu fengið að spila í fyrstu tveimur leikjunum gátu látið ljós sitt skína.
Strákarnir hafa fengið frábæran stuðning í leikjunum þremur í Kristianstad en nú færist partýið yfir til Gautaborgar þar sem leikirnir í milliriðli fara fram. Þar byrjar Ísland á leik við Grænhöfðaeyjar á morgun.
Myndasyrpu Vilhelms frá Kristianstad Arena í gærkvöld má sjá hér að neðan.
Ólafur Guðmundsson, Janus Daði Smárason og Bjarki Már Elísson glaðbeittir eftir sigurinn örugga.VÍSIR/VILHELMViktor Gísli Hallgrímsson stal senunni í gær.VÍSIR/VILHELMFyrirliðinn Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk gegn Suður-Kóreu.VÍSIR/VILHELMStrákarnir okkar þökkuðu fyrir stuðninginn sem var svo góður í öllum leikjum liðsins í Kristianstad.VÍSIR/VILHELMViggó Kristjánsson fékk sínar fyrstu mínútur á mótinu og nýtti þær vel en hann átti þátt í flestum mörkum allra, alls 13, með sex mörk og sjö stoðsendingar.VÍSIR/VILHELMBjarki Már Elísson horfir upp í stúku og fagnar einu af átta mörkum sínum gegn Suður-Kóreu.VÍSIR/VILHELMStrákarnir tóku að vanda undir í þjóðsöngnum og voru einbeittir á svip fyrir leik.VÍSIR/VILHELMGuðmundur Guðmundsson er aldrei rólegur á bekknum, sama hver staðan er.VÍSIR/VILHELMÓlafur Guðmundsson var svo sannarlega á heimavelli í Kristianstad en þar spilaði hann í mörg ár sem fyrirliði heimaliðsins í sænsku úrvalsdeildinni.VÍSIR/VILHELMÍslensku stuðningsmennirnir hafa vakið verðskuldaða athygli og hól leikmanna og þjálfara íslenska liðsins.VÍSIR/VILHELMViktor Gísli Hallgrímsson var valinn maður leiksins enda varði hann helming skota sem hann fékk á sig.VÍSIR/VILHELMÓðinn Þór Ríkharðsson flýgur inn úr horninu til að skora eitt af ellefu mörkum sínum en hann varð markahæstur.VÍSIR/VILHELMElliði Snær Viðarsson skýtur að marki eftir átök á línunni.VÍSIR/VILHELMÞessir vel máluðu stuðningsmenn fönguðu eðlilega athygli ljósmyndarans og fleiri viðstaddra.VÍSIR/VILHELMViktor Gísli Hallgrímsson til varnar í vítakasti.VÍSIR/VILHELMGísli Þorgeir Kristjánsson í átökum við varnarmenn kóreska liðsins.VÍSIR/VILHELMGuðmundur Guðmundsson kann enn að lifa sig inn í leikinn sem hann spilaði svo lengi.VÍSIR/VILHELMJanus Daði Smárason búinn að sjá möguleika á sendingu sem kóresku varnarmennirnir náðu ekki að stöðva.VÍSIR/VILHELMGísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk í leiknum og átti flestar stoðsendingar eða átta talsins.VÍSIR/VILHELM
Eftir leiki dagsins á HM í handbolta karla er ljóst hvernig milliriðill Íslands lítur út. Erfiðasta verkefnið þar fyrir strákana okkar er heimaliðið sjálft, Svíþjóð.
„Ég er ekki alveg viss hversu margir þeir voru en þetta var bara gaman,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson, maður leiksins í 13 marka sigri Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik riðalakeppninnar á HM í handbolta.
Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi.