Hvað eru Grænhöfðaeyjar að vilja upp á handboltadekk? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2023 09:00 Paolo Moreno er markahæsti leikmaður Grænhöfðaeyja á HM í handbolta. epa/ADAM IHSE Ísland hefur leik í milliriðli á HM í handbolta gegn Grænhöfðaeyjum í dag. En hverjar eru þessar Grænhöfðaeyjar og hvað eru þær að vilja upp á dekk á heimsmeistaramóti í handbolta? Grænhöfðaeyjar eru ekki stór depill á ratsjá handboltans enda tiltölulega nýbyrjaðar að láta að sér kveða af alvöru í íþróttinni. Guðmundur Guðmundsson mun eflaust tala um að Grænhöfðaeyjar séu sýnd veiði en ekki gefin og ekki að ástæðulausu. Ísland á að vinna leikinn í dag og gerir það líklegast en andstæðingurinn er enginn aukvisi og í mikilli sókn. Grænhöfðaeyjar er eyjaklasi í Norður-Atlandshafi, tæplega sex hundruð kílómetra undan vesturströnd Afríku. Grænhöfðaeyjar voru portúgölsk nýlenda en fengu sjálfstæði 1975. Eyjarnar eru samtals rúmlega fjögur þúsund ferkílómetrar og þar búa um 550 þúsund manns. Grænhöfðeyingar, eða Bláu hákarlarnir eins og lið þeirra er stundum kallað, tók í fyrsta sinn þátt í Afríkukeppninni 2020. Þar enduðu Grænhöfðaeyjar í 5. sæti og unnu sér þar með þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Veiran skæða Þátttaka Grænhöfðaeyja á HM í Egyptalandi var ansi skrautleg og var þar kórónuveirunni um að kenna. Hún hreiðraði fyrst um sig þegar liðið kom saman í Portúgal fyrir mótið. Sex leikmenn greindust með veiruna auk fjögurra í starfsliðinu. Þeir sem voru ósmitaðir héldu hins vegar galvaskir til Egyptalands og mættu Ungverjalandi í fyrsta leik sínum. Laskað lið Grænhöfðaeyja sýndi fína frammistöðu en tapaði á endanum með sjö marka mun, 34-27. Það reyndist hins vegar eini leikur Grænhöfðaeyja á mótinu. Fámenn sveit Grænhöfðaeyja fyrir eina leik þeirra á HM í Eygptalandi.epa/Anne-Christine Poujoulat Fleiri leikmenn greindust smitaðir og þegar að leiknum gegn þýsku strákunum hans Alfreðs Gíslasonar kom voru Grænhöfðeyingar aðeins með níu leikfæra. Þrettán af 22 leikmönnum í upphaflega hópnum höfðu þá greinst með veiruna. Reglur heimsmeistaramótsins kveða á um að lið þurfi að vera með tíu leikmenn að lágmarki til að geta spilað. Grænhöfðaeyjar gáfu því leikinn gegn Þýskalandi og töpuðu honum 10-0. Grænhöfðaeyjar drógu sig svo úr keppni fyrir leikinn gegn Úrúgvæ í lokaumferð riðlakeppninnar og þar með var heldur snubbóttri þátttöku þeirra á HM lokið. Silfur í Afríkukeppninni Grænhöfðeyingar tóku í annað sinn þátt í Afríkukeppninni síðasta sumar. Þar komust þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir ógnarsterkum Egyptum, 37-25. Grænhöfðaeyjar urðu hins vegar fyrsta liðið sunnan Sahara síðan 1983 til að komast í úrslit Afríkukeppninnar. Grænhöfðeyingar virða silfurmedalíuna fyrir sér.getty/Fadel Dawod Grænhöfðaeyjar unnu sér þar með aftur þátttökurétt á HM og eru núna komnar í milliriðil. Í C-riðli unnu Grænhöfðaeyjar Úrúgvæ, 33-25, en töpuðu fyrir Svíþjóð, 34-27, og Brasilíu, 30-28. Í milliriðli bíða Grænhöfðeyinga leikir við Íslendinga, gömlu herraþjóðina Portúgali og Ungverja. Þjálfari Grænhöfðaeyjar er Serbinn þrautreyndi Ljubomir Obradovic. Hann hefur lengi þjálfað í Portúgal, meðal annars Porto á árunum 2009-15, og einnig í heimalandinu og Svartfjallalandi. Hann var einnig þjálfari karlalandsliðsins Svartfellinga og kvennaliðs Serba. Koma víða að Af sautján leikmönnum í grænhöfðeyska hópnum leika átta í Portúgal, tveir á Spáni, einn í heimalandinu, Rúmeníu, Frakklandi, Lúxemborg, Angóla, Sádí-Arabíu og Þýskalandi. Það er línumaðurinn Ivo Santos sem er samherji Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer. Hann hefur þó ekki enn skorað á HM. Aðalmennirnir hjá Grænhöfðaeyjum er línumaðurinn Paolo Moreno og vinstri skyttan og fyrirliðinn Leandro Semedo. Moreno er markahæstur Grænhöfðeyinga á HM með sextán mörk. Semedo hefur skorað sjö mörk og gefið tólf stoðsendingar en er með afleita skotnýtingu (33 prósent). Gualther Furtado hefur sýnt góða takta á HM.epa/Bjorn Larsson Rosvall Miðjumaðurinn Gualther Furtado, sem leikur með Club Cisne de Balonmano á Spáni, hefur skorað þrettán mörk og hægri skyttan Bruno Landim, sem leikur með Al-Taraji í Sádí-Arabíu, er með tólf mörk. Markverðirnir Luis Almeida og Edmilson Goncalves hafa aðeins varið 25 skot af þeim 114 sem þeir hafa fengið á sig á HM (22 prósent). Goncalves hefur þó varið þrjú víti í tíu tilraum. Áhorfendur munu kynnast þessum leikmönnum og fleiri til á meðan leiknum gegn Íslandi á eftir stendur. Hann hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Sjá meira
Grænhöfðaeyjar eru ekki stór depill á ratsjá handboltans enda tiltölulega nýbyrjaðar að láta að sér kveða af alvöru í íþróttinni. Guðmundur Guðmundsson mun eflaust tala um að Grænhöfðaeyjar séu sýnd veiði en ekki gefin og ekki að ástæðulausu. Ísland á að vinna leikinn í dag og gerir það líklegast en andstæðingurinn er enginn aukvisi og í mikilli sókn. Grænhöfðaeyjar er eyjaklasi í Norður-Atlandshafi, tæplega sex hundruð kílómetra undan vesturströnd Afríku. Grænhöfðaeyjar voru portúgölsk nýlenda en fengu sjálfstæði 1975. Eyjarnar eru samtals rúmlega fjögur þúsund ferkílómetrar og þar búa um 550 þúsund manns. Grænhöfðeyingar, eða Bláu hákarlarnir eins og lið þeirra er stundum kallað, tók í fyrsta sinn þátt í Afríkukeppninni 2020. Þar enduðu Grænhöfðaeyjar í 5. sæti og unnu sér þar með þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Veiran skæða Þátttaka Grænhöfðaeyja á HM í Egyptalandi var ansi skrautleg og var þar kórónuveirunni um að kenna. Hún hreiðraði fyrst um sig þegar liðið kom saman í Portúgal fyrir mótið. Sex leikmenn greindust með veiruna auk fjögurra í starfsliðinu. Þeir sem voru ósmitaðir héldu hins vegar galvaskir til Egyptalands og mættu Ungverjalandi í fyrsta leik sínum. Laskað lið Grænhöfðaeyja sýndi fína frammistöðu en tapaði á endanum með sjö marka mun, 34-27. Það reyndist hins vegar eini leikur Grænhöfðaeyja á mótinu. Fámenn sveit Grænhöfðaeyja fyrir eina leik þeirra á HM í Eygptalandi.epa/Anne-Christine Poujoulat Fleiri leikmenn greindust smitaðir og þegar að leiknum gegn þýsku strákunum hans Alfreðs Gíslasonar kom voru Grænhöfðeyingar aðeins með níu leikfæra. Þrettán af 22 leikmönnum í upphaflega hópnum höfðu þá greinst með veiruna. Reglur heimsmeistaramótsins kveða á um að lið þurfi að vera með tíu leikmenn að lágmarki til að geta spilað. Grænhöfðaeyjar gáfu því leikinn gegn Þýskalandi og töpuðu honum 10-0. Grænhöfðaeyjar drógu sig svo úr keppni fyrir leikinn gegn Úrúgvæ í lokaumferð riðlakeppninnar og þar með var heldur snubbóttri þátttöku þeirra á HM lokið. Silfur í Afríkukeppninni Grænhöfðeyingar tóku í annað sinn þátt í Afríkukeppninni síðasta sumar. Þar komust þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir ógnarsterkum Egyptum, 37-25. Grænhöfðaeyjar urðu hins vegar fyrsta liðið sunnan Sahara síðan 1983 til að komast í úrslit Afríkukeppninnar. Grænhöfðeyingar virða silfurmedalíuna fyrir sér.getty/Fadel Dawod Grænhöfðaeyjar unnu sér þar með aftur þátttökurétt á HM og eru núna komnar í milliriðil. Í C-riðli unnu Grænhöfðaeyjar Úrúgvæ, 33-25, en töpuðu fyrir Svíþjóð, 34-27, og Brasilíu, 30-28. Í milliriðli bíða Grænhöfðeyinga leikir við Íslendinga, gömlu herraþjóðina Portúgali og Ungverja. Þjálfari Grænhöfðaeyjar er Serbinn þrautreyndi Ljubomir Obradovic. Hann hefur lengi þjálfað í Portúgal, meðal annars Porto á árunum 2009-15, og einnig í heimalandinu og Svartfjallalandi. Hann var einnig þjálfari karlalandsliðsins Svartfellinga og kvennaliðs Serba. Koma víða að Af sautján leikmönnum í grænhöfðeyska hópnum leika átta í Portúgal, tveir á Spáni, einn í heimalandinu, Rúmeníu, Frakklandi, Lúxemborg, Angóla, Sádí-Arabíu og Þýskalandi. Það er línumaðurinn Ivo Santos sem er samherji Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer. Hann hefur þó ekki enn skorað á HM. Aðalmennirnir hjá Grænhöfðaeyjum er línumaðurinn Paolo Moreno og vinstri skyttan og fyrirliðinn Leandro Semedo. Moreno er markahæstur Grænhöfðeyinga á HM með sextán mörk. Semedo hefur skorað sjö mörk og gefið tólf stoðsendingar en er með afleita skotnýtingu (33 prósent). Gualther Furtado hefur sýnt góða takta á HM.epa/Bjorn Larsson Rosvall Miðjumaðurinn Gualther Furtado, sem leikur með Club Cisne de Balonmano á Spáni, hefur skorað þrettán mörk og hægri skyttan Bruno Landim, sem leikur með Al-Taraji í Sádí-Arabíu, er með tólf mörk. Markverðirnir Luis Almeida og Edmilson Goncalves hafa aðeins varið 25 skot af þeim 114 sem þeir hafa fengið á sig á HM (22 prósent). Goncalves hefur þó varið þrjú víti í tíu tilraum. Áhorfendur munu kynnast þessum leikmönnum og fleiri til á meðan leiknum gegn Íslandi á eftir stendur. Hann hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Sjá meira