„Þetta kemur eins og himnasending inn í unglingaheiminn sem er svo harður“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. janúar 2023 10:31 Þær Yrja Kristinsdóttir og Marit Davíðsdóttir hafa hannað námsefni fyrir fermingarbörn sem byggir á jákvæðri sálfræði. Aðsend Jákvæð sálfræði verður viðfangsefni fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar næstu árin. Þær Marit Davíðsdóttir og Yrja Kristinsdóttir, sem standa á bak við dagbókina Gleðiskrudduna, gengu til liðs við Þjóðkirkjuna og tóku að sér það mikilvæga verkefni að kynna fermingarbörn fyrir viðfangsefnum á borð við núvitund og sjálfsvinsemd. Gleðiskruddan er dagbók fyrir börn á aldrinum sex til fimmtán ára sem byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Bókin hefur notið mikillar vinsælda og hafa þær stöllur ferðast um land allt með fræðslu fyrir börn og foreldra. Verkefnið hefur nú heldur betur undið upp á sig. Vinkonurnar eru að fara af stað með sína eigin sjónvarpsþætti, Gleðiverkfæri Gleðiskruddunnar, á RÚV nú á nýju ári, ásamt því að hafa nýlega verið fengnar til þess að hanna fræðsluefni fyrir fermingarbörn landsins. Kynna fermingarbörn fyrir núvitund og sjálfsvinsemd „Verkefnið kom mjög skemmtilega til en Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtskirkju hafði samband við okkur og hafði mikinn áhuga á því að Gleðiskruddan yrði með fræðslu fyrir fermingarárgangana í kirkjunni. Eitt leiddi af öðru og fljótlega vorum við komnar á fund með Eddu Möller, framkvæmdastjóra Kirkjuhússins og Elínu Elísabetu Jóhannesdóttur, fræðslustjóra Biskupsstofu þar sem gerður var samningur um að Gleðiskruddan gerði efni fyrir fermingarfræðsluna í samstarfið við Biskupsstofu og Skálholtsútgáfu,“ segja þær Marit og Yrja í samtali við Vísi. Hugmyndafræðin á bak við Gleðiskrudduna byggir á yfir tuttugu lykilþemum úr jákvæðri sálfræði. Fyrir fermingarfræðsluna ákváðu þær í samstarfi við Biskupsstofu og Skálholtsútgáfu að velja tvö þemu sem þeim þótti brýnast að kynna fyrir fermingarbörnunum; núvitund og sjálfsvinsemd. „Það er mikilvægt að börn læri að tileinka sér núvitund í daglegu lífi, á einfaldan en áhrifaríkan hátt. Að þau upplifi að núvitund geti verið ákveðið bjargráð gegn kvíða, streitu og um leið aukið vellíðan þeirra. Börn í fermingarfræðslu munu einnig fá fræðslu um sjálfsvinsemd og hver ávinningur þess er að sýna sjálfum sér sjálfsvinsemd og hvernig hægt er að vera sinn besti vinur,“ segja þær. View this post on Instagram A post shared by Gleðiskruddan (@glediskruddan) Fermingargjöf sem nýtist alla ævi Elín Elísabet Jóhannsdóttir, fræðslustjóri Biskupsstofu, tekur undir orð þeirra og segir viðfangsefnin tvö vera gríðarlega mikilvæga viðbót við námsefni fermingarfræðslunnar. „Unglingar eru ekki að koma nógu vel út úr þessum rannsóknum sem eru reglulega lagðar fyrir í skólunum. Auðvitað eru flestir í góðum málum. En við sjáum að kvíði hefur aukist mikið. Skólaforðun og sjálfskaði er eitthvað sem skólafólk þekkir vel,“ segir Elín og bætir því við að þessi viðbót við fermingarfræðsluna sé fermingargjöf sem nýst getur börnunum alla þeirra ævi. „Þetta kemur eins og himnasending inn í unglingaheiminn sem er svo harður. Það er svo mikilvægt að allir sem fást við það að fræða unglinga séu meðvitaðir um það að hlúa að líðan þeirra. Þar vill kirkjan að standa sig.“ Viðbót við hina hefðbundnu fermingarfræðslu Fræðsla Gleðiskruddunnar verður viðbót við hina hefðbundnu fermingarfræðslu. Marit og Yrja hafa hannað fræðsluefni sem fermingarfræðarar munu koma til með að hafa aðgang að næstu fjögur árin. Þá verða tvær samverustundir sérstaklega tileinkaðar núvitund og sjálfsvitund. „Unglingsárin eru auðvitað mikilvægur þroskatími og mikilvægt að hlúð sé að andlegri heilsu ungmenna. Þetta er því frábært tækifæri fyrir Gleðiskrudduna að ná til fleiri barna og aðstoða þau við að finna sín gleðiverkfæri. Samstarfið við Biskupsstofu og Skálholtsútgáfu er búið að vera mjög gefandi og skemmtilegt og hver veit hvort að til frekara samstarfs komi síðar,“ segja þær Marit og Yrja að lokum. Fermingar Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Það krafðist þess að læra hratt, hugrekkis og þora að stíga út fyrir þægindarammann“ Þær Yrja Kristinsdóttir og Marit Davíðsdóttir bjuggu til Gleðiskrudduna sem er dagbók fyrir börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Hún byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og kennir jákvæð inngrip og notkun svokallaðra gleðiverkfæra. 23. mars 2022 12:30 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Gleðiskruddan er dagbók fyrir börn á aldrinum sex til fimmtán ára sem byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Bókin hefur notið mikillar vinsælda og hafa þær stöllur ferðast um land allt með fræðslu fyrir börn og foreldra. Verkefnið hefur nú heldur betur undið upp á sig. Vinkonurnar eru að fara af stað með sína eigin sjónvarpsþætti, Gleðiverkfæri Gleðiskruddunnar, á RÚV nú á nýju ári, ásamt því að hafa nýlega verið fengnar til þess að hanna fræðsluefni fyrir fermingarbörn landsins. Kynna fermingarbörn fyrir núvitund og sjálfsvinsemd „Verkefnið kom mjög skemmtilega til en Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtskirkju hafði samband við okkur og hafði mikinn áhuga á því að Gleðiskruddan yrði með fræðslu fyrir fermingarárgangana í kirkjunni. Eitt leiddi af öðru og fljótlega vorum við komnar á fund með Eddu Möller, framkvæmdastjóra Kirkjuhússins og Elínu Elísabetu Jóhannesdóttur, fræðslustjóra Biskupsstofu þar sem gerður var samningur um að Gleðiskruddan gerði efni fyrir fermingarfræðsluna í samstarfið við Biskupsstofu og Skálholtsútgáfu,“ segja þær Marit og Yrja í samtali við Vísi. Hugmyndafræðin á bak við Gleðiskrudduna byggir á yfir tuttugu lykilþemum úr jákvæðri sálfræði. Fyrir fermingarfræðsluna ákváðu þær í samstarfi við Biskupsstofu og Skálholtsútgáfu að velja tvö þemu sem þeim þótti brýnast að kynna fyrir fermingarbörnunum; núvitund og sjálfsvinsemd. „Það er mikilvægt að börn læri að tileinka sér núvitund í daglegu lífi, á einfaldan en áhrifaríkan hátt. Að þau upplifi að núvitund geti verið ákveðið bjargráð gegn kvíða, streitu og um leið aukið vellíðan þeirra. Börn í fermingarfræðslu munu einnig fá fræðslu um sjálfsvinsemd og hver ávinningur þess er að sýna sjálfum sér sjálfsvinsemd og hvernig hægt er að vera sinn besti vinur,“ segja þær. View this post on Instagram A post shared by Gleðiskruddan (@glediskruddan) Fermingargjöf sem nýtist alla ævi Elín Elísabet Jóhannsdóttir, fræðslustjóri Biskupsstofu, tekur undir orð þeirra og segir viðfangsefnin tvö vera gríðarlega mikilvæga viðbót við námsefni fermingarfræðslunnar. „Unglingar eru ekki að koma nógu vel út úr þessum rannsóknum sem eru reglulega lagðar fyrir í skólunum. Auðvitað eru flestir í góðum málum. En við sjáum að kvíði hefur aukist mikið. Skólaforðun og sjálfskaði er eitthvað sem skólafólk þekkir vel,“ segir Elín og bætir því við að þessi viðbót við fermingarfræðsluna sé fermingargjöf sem nýst getur börnunum alla þeirra ævi. „Þetta kemur eins og himnasending inn í unglingaheiminn sem er svo harður. Það er svo mikilvægt að allir sem fást við það að fræða unglinga séu meðvitaðir um það að hlúa að líðan þeirra. Þar vill kirkjan að standa sig.“ Viðbót við hina hefðbundnu fermingarfræðslu Fræðsla Gleðiskruddunnar verður viðbót við hina hefðbundnu fermingarfræðslu. Marit og Yrja hafa hannað fræðsluefni sem fermingarfræðarar munu koma til með að hafa aðgang að næstu fjögur árin. Þá verða tvær samverustundir sérstaklega tileinkaðar núvitund og sjálfsvitund. „Unglingsárin eru auðvitað mikilvægur þroskatími og mikilvægt að hlúð sé að andlegri heilsu ungmenna. Þetta er því frábært tækifæri fyrir Gleðiskrudduna að ná til fleiri barna og aðstoða þau við að finna sín gleðiverkfæri. Samstarfið við Biskupsstofu og Skálholtsútgáfu er búið að vera mjög gefandi og skemmtilegt og hver veit hvort að til frekara samstarfs komi síðar,“ segja þær Marit og Yrja að lokum.
Fermingar Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Það krafðist þess að læra hratt, hugrekkis og þora að stíga út fyrir þægindarammann“ Þær Yrja Kristinsdóttir og Marit Davíðsdóttir bjuggu til Gleðiskrudduna sem er dagbók fyrir börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Hún byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og kennir jákvæð inngrip og notkun svokallaðra gleðiverkfæra. 23. mars 2022 12:30 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
„Það krafðist þess að læra hratt, hugrekkis og þora að stíga út fyrir þægindarammann“ Þær Yrja Kristinsdóttir og Marit Davíðsdóttir bjuggu til Gleðiskrudduna sem er dagbók fyrir börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Hún byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og kennir jákvæð inngrip og notkun svokallaðra gleðiverkfæra. 23. mars 2022 12:30