Frakkland vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og hélt uppteknum hætti í kvöld. Þó Svartfellingar hafi gert allt sem þeir gátu í kvöld þá reyndist franska liðið einfaldlega of sterkt. Í hálfleik munaði fjórum mörkum en Frakkland leiddi þá 20-16.
Frakkar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og unnu á endanum ellefu marka sigur, lokatölur eins og áður sagði 35-24. Melvyn Richardson var markahæstur í liði Frakklands með tíu mörk.
Frakkland trónir á toppi milliriðils 1 með sex stig. Spánverjar geta jafnað þá að stigum með sigri síðar í kvöld.