Svíagrýlubaninn Fúsi fisksali svartsýnn á leikinn Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2023 16:05 Fúsi fisksali er svartsýnn á leikinn gegn Svíum á eftir en biður til Guðs að hann hafi rangt fyrir sér hvað varðar sína spá. Vísir/Egill Sigfús Sigurðsson fisksali var í liðinu sem drap Svíagrýluna. Hann er hóflega bjartsýnn fyrir leikinn í dag. Spennan fer nú stigvaxandi meðal þjóðarinnar en Íslendingar mæta Svíum í mikilvægum leik á HM í handbolta nú á eftir. Sigfús var í frægu landsliði sem hreinlega drap hina illræmdu Svíagrýlu, enn það hugtak er þannig til komið að Íslandi hafði ekki tekist að leggja hina hrokafullu Svía í áratugi. „Við fórum í Globen í Stokkhólmi 2006, með Alfreð Gíslasyni þjálfara og unnum þá með tveimur eða þremur mörkum.“ Og seinna, vorið 2008, tókst einnig að vinna Svía í fjögurra liða undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Peking. Viðskiptavinirnir vilja ræða leikinn í þaula Sigfús rekur sína fiskbúð við Skipholtið og viðskiptavinirnir flestir vilja ræða við hann leikinn í kvöld. Fúsi lætur sig hafa það og segir skoðun sína hreinskilnislega. Hann er ekki bjartsýnn á að sigur hafist. Og fer yfir það allt fræðilega í eyru blaðamanns Vísis milli þess sem hann afgreiðir viðskiptavini sína. „Svíarnir spila rosalega góða vörn og hafa alltaf gert. Þeirra varnarleikur er miklu þéttari en hjá hinum liðunum sem við höfum verið að spila á móti. Við erum ekki með neinar skyttur, sem er vandamálið. Þeir geta spilað vörnina aftar og verið þéttari. Sem gerir þetta erfiðara fyrir Ómar Inga og Gísla Þorgeir,“ segir Fúsi. Súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur Hann segir Svíana einnig fjölhæfa í sókninni. „Við höfum þrifist á því að spila góða vörn og fá hraðaupphlaup. Þá höfum við verið að vinna leiki. En vörnin hefur ekki verið nógu góð.“ Fúsi er því hóflega bjartsýnn. „Hreinskilnislega sagt,“ segir Fúsi og ljóst að það er ekki gaman fyrir hann að segja þetta; „þá hef ég spáð okkur tapi alla vikuna. Ég vona til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, ég bið til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, en þetta er mín tilfinning fyrir þessu.“ Fúsi hefur tíma til að velta þessu fyrir sér nú í upphafi Þorra en þá er rólegra en oft í fiskbúðinni. „Vinsælast í borðinu núna er súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur. Þorraívaf,“ segir Fúsi sem segist leggja það í vana sinn að hafa væntingavísitöluna hóflega stillta. Íslendinga hætti til að hefja sína íþróttamenn á hærri stall en efni eru til, oft og tíðum. HM 2023 í handbolta Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Spennan fer nú stigvaxandi meðal þjóðarinnar en Íslendingar mæta Svíum í mikilvægum leik á HM í handbolta nú á eftir. Sigfús var í frægu landsliði sem hreinlega drap hina illræmdu Svíagrýlu, enn það hugtak er þannig til komið að Íslandi hafði ekki tekist að leggja hina hrokafullu Svía í áratugi. „Við fórum í Globen í Stokkhólmi 2006, með Alfreð Gíslasyni þjálfara og unnum þá með tveimur eða þremur mörkum.“ Og seinna, vorið 2008, tókst einnig að vinna Svía í fjögurra liða undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Peking. Viðskiptavinirnir vilja ræða leikinn í þaula Sigfús rekur sína fiskbúð við Skipholtið og viðskiptavinirnir flestir vilja ræða við hann leikinn í kvöld. Fúsi lætur sig hafa það og segir skoðun sína hreinskilnislega. Hann er ekki bjartsýnn á að sigur hafist. Og fer yfir það allt fræðilega í eyru blaðamanns Vísis milli þess sem hann afgreiðir viðskiptavini sína. „Svíarnir spila rosalega góða vörn og hafa alltaf gert. Þeirra varnarleikur er miklu þéttari en hjá hinum liðunum sem við höfum verið að spila á móti. Við erum ekki með neinar skyttur, sem er vandamálið. Þeir geta spilað vörnina aftar og verið þéttari. Sem gerir þetta erfiðara fyrir Ómar Inga og Gísla Þorgeir,“ segir Fúsi. Súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur Hann segir Svíana einnig fjölhæfa í sókninni. „Við höfum þrifist á því að spila góða vörn og fá hraðaupphlaup. Þá höfum við verið að vinna leiki. En vörnin hefur ekki verið nógu góð.“ Fúsi er því hóflega bjartsýnn. „Hreinskilnislega sagt,“ segir Fúsi og ljóst að það er ekki gaman fyrir hann að segja þetta; „þá hef ég spáð okkur tapi alla vikuna. Ég vona til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, ég bið til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, en þetta er mín tilfinning fyrir þessu.“ Fúsi hefur tíma til að velta þessu fyrir sér nú í upphafi Þorra en þá er rólegra en oft í fiskbúðinni. „Vinsælast í borðinu núna er súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur. Þorraívaf,“ segir Fúsi sem segist leggja það í vana sinn að hafa væntingavísitöluna hóflega stillta. Íslendinga hætti til að hefja sína íþróttamenn á hærri stall en efni eru til, oft og tíðum.
HM 2023 í handbolta Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira