„Manni líður bara illa. Við ætluðum okkur að vinna leikinn, en byrjuðum illa í báðum hálfleikunum,“ sagði hornamaðurinn að leik loknum.
„Það kostaði kraft að elta á þeirra heimavelli en við gerum vel í fyrr og svo í seinni förum við náttúrulega bara með allt of mörg dauðafæri. Tilfinningin er bara súr. Við eigum væntanlega bara einn leik eftir og það er svekkjandi.“
Markmið liðsin fyrir mót var að fara í það minnsta í átta liða úrslit. Nú er ljóst að sá draumur er líklega úti, nema kraftaverk gerist á sunnudaginn.
„Við höðfum náttúrulega stórar væntingar eins og kannski allir vita. En ég veit það ekki, beint eftir leik er erfitt að setja punktinn á þetta. Svekkjandi i Ungverjaleiknum að klára hann ekki og svo náttúrulega missum við Ómar og Aron eiginlega bara út. Ómar gat eiginlega ekkert beitt sér. Jú jú, við erum alveg með breidd en við megum ekkert við því að missa tvo af okkar bestu mönnum á einu bretti.“
Þrátt fyrir svekkelsið að vera líklega búnir að missa af sæti í átta liða úrslitum segir Bjarki þó að liðið sé ekki komið styttra en hann hafði gert ráð fyrir.
„Nei, nei, mér finnst það ekki. Þetta er korter á móti Ungverjalandi og síðan töpum við bara á móti Svíum á þeirra heimavelli. Við eigum ekki að vinna Svía. við erum ekki komnir þangað og ég held að enginn haldi það.“
„Mér finnst við ekkert komnir styttra. Við þurfum bara að hitta á gott mót hjá kannski fleiri leikmönnum og vörnin þarf kannski smella aðeins betur og þá fáum við markverðina okkar í gang. En ég hef enn sömu trú á liðinu. Það er bara áfram veginn,“ sagði Bjarki Már að lokum.