Þakkar stuðningsmönnum fyrir að reyna að stöðva níðsöngva Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2023 10:31 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þakkar stuðningsmönnum félagsins fyrir að reyna að útrýma níðsöngvum um samkynhneigða. Naomi Baker/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur þakkað stuðningsmönnum félagsins fyrir sinn hlut í að reyna að útrýma niðrandi söngvum um samkynhneigða. Enska knattspyrnusambandið setti nýverið nýjar reglur sem heimila sambandinu að refsa félögum fyrir niðrandi söngva í garð samkynhneigðra sem séstaklega hafa beinst að Chelsea og stuðningsmönnum þeirra. Liverpool og Chelsea eigast einmitt við í ensku úrvalsdeildinni í dag, en í leikskránni sem gefin er út fyrir leikinn skrifar Klopp nokkur orð og þakkar þar stuðningsmönnum Liverpool fyrir sinn þátt í að reyna að útrýma þessum söngvum. „Svona söngvar passa ekki við einkenni borgarinnar, klúbbsins eða fólksins okkar,“ segir Klopp meðal annars. „Ég ætla ekki að nefna þennan söng á nafn í þessum skrifum mínum þar sem ég tel að því minna sem við heyrum og lesum um hann, því betra. En það sem er virkilega jákvætt er að stuðningsmenn hafa snúið bökum saman í að reyna að láta þetta tilheyra fortíðinni.“ „Við finnum strax fyrir áhrifunum. Jákvæð skref hafa verið tekin og vonandi gerir þetta stuðningamönnum okkar úr LGBT+ samfélaginu kleift að upplifa sig velkomin á leiki, eins og á að vera.“ Í ágúst árið 2021 fordæmdi Liverpool níðsöngva sem beindust að miðjumanninum Billy Gilmour, sem þá var á láni hjá Norwich frá Chelsea. Það atvik leiddi til þess að Klopp boðaði fund með Paul Amann, stofnanda Kop Outs - stuðningsmannahóps sem stofnaður var árið 2016 til að gefa stuðningsmönnum í LGBT+ samfélaginu rödd - til að ræða þessi vandamál. „Paul Amann vildi bara að þessir níðsöngvar myndu hætta svo að öllum okkar stuðningsmönnum gæti liðið eins og þeir væru velkomnir á völlinn,“ sagði Klopp um fund þeirra félaga. „Mér fannst hann ekki vera að biðja um of mikið á þeim tíma og mér finnst hann ekki vera að biðja um of mikið nú. Þannig að það er gott að sjá stuðninginn sem Kop Outs stuðningsmannahópurinn er að fá. Vonandi getum við haldið þessari baráttu áfram.“ Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Sjá meira
Enska knattspyrnusambandið setti nýverið nýjar reglur sem heimila sambandinu að refsa félögum fyrir niðrandi söngva í garð samkynhneigðra sem séstaklega hafa beinst að Chelsea og stuðningsmönnum þeirra. Liverpool og Chelsea eigast einmitt við í ensku úrvalsdeildinni í dag, en í leikskránni sem gefin er út fyrir leikinn skrifar Klopp nokkur orð og þakkar þar stuðningsmönnum Liverpool fyrir sinn þátt í að reyna að útrýma þessum söngvum. „Svona söngvar passa ekki við einkenni borgarinnar, klúbbsins eða fólksins okkar,“ segir Klopp meðal annars. „Ég ætla ekki að nefna þennan söng á nafn í þessum skrifum mínum þar sem ég tel að því minna sem við heyrum og lesum um hann, því betra. En það sem er virkilega jákvætt er að stuðningsmenn hafa snúið bökum saman í að reyna að láta þetta tilheyra fortíðinni.“ „Við finnum strax fyrir áhrifunum. Jákvæð skref hafa verið tekin og vonandi gerir þetta stuðningamönnum okkar úr LGBT+ samfélaginu kleift að upplifa sig velkomin á leiki, eins og á að vera.“ Í ágúst árið 2021 fordæmdi Liverpool níðsöngva sem beindust að miðjumanninum Billy Gilmour, sem þá var á láni hjá Norwich frá Chelsea. Það atvik leiddi til þess að Klopp boðaði fund með Paul Amann, stofnanda Kop Outs - stuðningsmannahóps sem stofnaður var árið 2016 til að gefa stuðningsmönnum í LGBT+ samfélaginu rödd - til að ræða þessi vandamál. „Paul Amann vildi bara að þessir níðsöngvar myndu hætta svo að öllum okkar stuðningsmönnum gæti liðið eins og þeir væru velkomnir á völlinn,“ sagði Klopp um fund þeirra félaga. „Mér fannst hann ekki vera að biðja um of mikið á þeim tíma og mér finnst hann ekki vera að biðja um of mikið nú. Þannig að það er gott að sjá stuðninginn sem Kop Outs stuðningsmannahópurinn er að fá. Vonandi getum við haldið þessari baráttu áfram.“
Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Sjá meira