Vargur og félagar á fullri ferð upp á við Snorri Rafn Hallsson skrifar 21. janúar 2023 20:30 Fyrri leikur liðanna sem fram fór í Nuke var gífurlega jafn og fór 16–14 fyrir Ármanni. Í þetta skiptið mættust liðin í Inferno, LAVA vann hnífalotuna og byrjaði í vörn. Vargur og Ofvirkur vörðu sprengjuna glæsilega til að tryggja Ármanni skammbyssulotuna og vöru öflugir í þeirri næstu sem Ármann vann einnig. BRNR náði svo í ás í þriðju lotu eftir að flassið hjá LAVA lenti í samherja og klikkaði. Ármann gerði vel í að koma sprengjunni fyrir og gera endurtökutilraunir LAVA dýrkeyptar til að koma sér í 5-1. Blankir LAVA leikmenn náðu að gera sér mat úr litlu með þrefaldri fellur frá Stalz sem bæði opnaði og lokaði sjöundu lotunni. Leikmenn Ármanns létu það þó lítið á sig fá og passar BRNR virkilega vel inn í hópinn sem var mjög samstíga og öruggur í aðgerðum sínum. BRNR og Vargur voru með flestar fellur og ótrúleg þreföld fella frá Vargi kom Ármanni í 9–2. Hann lék sama leik í lotunni á eftir og var mikill stígandi með liðinu. Leikmenn Ármanns voru óhræddir við að taka slagina og skilaði það sér í virkilega góðu forskoti inn í síðari hálfleikinn. Staðan í hálfleik: Ármann 12 – 3 LAVA LAVA tvöfaldaði stigafjölda sinn strax í upphafi síðari hálfleiks og ótrúleg fella hjá Instant minnkaði muninn í 12–7. Þreföld fella frá J0ni bætti fimmtu lotu hálfleiksins við í vasa LAVA. Einungis fjögur stig skildu liðin því að þegar Ármanns gat loks vopnast almennilega og tæpara gat það ekki verið þegar BRNR lokaði lotunni. Við það tóku liðsfélagar hans við sér og Hundzi kom Ármanni í 15–8. Það var langt í land fyrir LAVA en það þýddi ekki að þeir myndu ekki reyna. Með öflugum aðgerðum brutu þeir sér leið í gegnum vörn Ármanns, sendu þá í spar og unnu tvær lotur. Í 26. lotu komst Ármann hins vegar í fjórir gegn einum, Hyper felldi J0n og BRNR aftengdi sprengjuna til að klára leikinn. Lokastaða: Ármann 16 – 10 LAVA Næstu leikir liðanna: Ármann – Þór, fimmtudaginn, 2/2, kl. 19:30 LAVA – Dusty, fimmtudaginn, 2/2, kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Ármann
Fyrri leikur liðanna sem fram fór í Nuke var gífurlega jafn og fór 16–14 fyrir Ármanni. Í þetta skiptið mættust liðin í Inferno, LAVA vann hnífalotuna og byrjaði í vörn. Vargur og Ofvirkur vörðu sprengjuna glæsilega til að tryggja Ármanni skammbyssulotuna og vöru öflugir í þeirri næstu sem Ármann vann einnig. BRNR náði svo í ás í þriðju lotu eftir að flassið hjá LAVA lenti í samherja og klikkaði. Ármann gerði vel í að koma sprengjunni fyrir og gera endurtökutilraunir LAVA dýrkeyptar til að koma sér í 5-1. Blankir LAVA leikmenn náðu að gera sér mat úr litlu með þrefaldri fellur frá Stalz sem bæði opnaði og lokaði sjöundu lotunni. Leikmenn Ármanns létu það þó lítið á sig fá og passar BRNR virkilega vel inn í hópinn sem var mjög samstíga og öruggur í aðgerðum sínum. BRNR og Vargur voru með flestar fellur og ótrúleg þreföld fella frá Vargi kom Ármanni í 9–2. Hann lék sama leik í lotunni á eftir og var mikill stígandi með liðinu. Leikmenn Ármanns voru óhræddir við að taka slagina og skilaði það sér í virkilega góðu forskoti inn í síðari hálfleikinn. Staðan í hálfleik: Ármann 12 – 3 LAVA LAVA tvöfaldaði stigafjölda sinn strax í upphafi síðari hálfleiks og ótrúleg fella hjá Instant minnkaði muninn í 12–7. Þreföld fella frá J0ni bætti fimmtu lotu hálfleiksins við í vasa LAVA. Einungis fjögur stig skildu liðin því að þegar Ármanns gat loks vopnast almennilega og tæpara gat það ekki verið þegar BRNR lokaði lotunni. Við það tóku liðsfélagar hans við sér og Hundzi kom Ármanni í 15–8. Það var langt í land fyrir LAVA en það þýddi ekki að þeir myndu ekki reyna. Með öflugum aðgerðum brutu þeir sér leið í gegnum vörn Ármanns, sendu þá í spar og unnu tvær lotur. Í 26. lotu komst Ármann hins vegar í fjórir gegn einum, Hyper felldi J0n og BRNR aftengdi sprengjuna til að klára leikinn. Lokastaða: Ármann 16 – 10 LAVA Næstu leikir liðanna: Ármann – Þór, fimmtudaginn, 2/2, kl. 19:30 LAVA – Dusty, fimmtudaginn, 2/2, kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti