Skúli, Arndís, Ragnar og Pedro hrepptu bókmenntaverðlaunin Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2023 20:45 Arndís Þórarinsdóttir, Ragnar Stefánsson og Pedro Gunnlaugur Garcia hrepptu hin Íslensku bókmenntaverðlaun að þessu sinni og Skúli Sigurðsson hlaut Blóðdropann við sama tækifæri. Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans fór fram á Bessastöðum nú rétt í þessu. Verðlaunin fyrir hvert verk nema einni milljón króna og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunahafar eru eftirfarandi: Blóðdropann hlaut að þessu sinni: Skúli Sigurðsson Stóri bróðir Útgefandi: Drápa Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson hlaut Blóðdropann. Umsögn lokadómnefndar: Stóri bróðir er haganlega saman sett saga um ofbeldisglæpi og vandlega undirbyggða hefnd með löngum aðdraganda sem flett er ofan af eftir því sem dýpt frásagnarinnar eykst. Fjölbreytt persónusköpun og markviss notkun ólíkra sjónarhorna eykur bæði á spennuna og skýrir hvernig hægt er að réttlæta óhæfuverk fyrir sjálfum sér (og jafnvel láta þau yfir sig ganga án þess að segja frá þeim). Um leið verða knýjandi innri ástæður hefndarinnar trúverðugar. Vel er haldið utan um hina mörgu og saman fléttuðu söguþræði í bland við breiða samfélagslýsingu og afhjúpun á stofnanatengdu ofbeldi gagnvart drengjum – sem á stóran þátt í óhugnaðinum og áhrifamætti sögunnar. Íslensku bókmenntaverðlaunin skiptast í þrjá flokka og þeir sem að þessu sinni hlutu verðlaunin voru: Barna- og ungmennabækur: Arndís Þórarinsdóttir Kollhnís Útgefandi: Mál og menning Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokknum Barna-og ungmennabækur. Umsögn lokadómnefndar: Kollhnís segir frá því hvernig ungur drengur upplifir umhverfi sitt og fjölskylduaðstæður sem hann ræður illa við eftir að litli bróðir hans greinist með einhverfu. Sagan er skrifuð af miklu stílöryggi og tekur á erfiðum málum með hæfilegri glettni sem gerir það bæði bærilegt og skemmtilegt að fylgjast með því hvernig sýn fullorðinna afhjúpar þá mynd sem drengurinn gerir sér af þeim sem hann dáist að og tengist vináttu- og tilfinningaböndum – í krafti einlægni sinnar. Samtöl eru sannfærandi og styðja vel við hvernig snúið er upp á ranghugmyndir um fullkomnun og velgengni annarra — sem kallast á við þá viðleitni að feta hina beinu lífsins braut að skilgreindum markmiðum með sviðsettri sjálfsmynd á samfélagsmiðlum. Fræðibækur og rit almenns efnis: Ragnar Stefánsson Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta Útgefandi: Skrudda Umsögn lokadómnefndar: Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta geymir afrakstur ævilangrar glímu við rannsóknir sem hafa beinst að því hvernig spá megi fyrir um jarðskjálfta. Hér eru dregnar saman niðurstöður alþjóðlegrar þekkingarleitar sem skilaði loks þeim árangri að hægt var að spá fyrir um stóran skjálfta á Suðurlandi. Sagan á bak við þennan heimsögulega árangur er sögð með aðgengilegum hætti, vel skrifuðum texta, upplýsandi kortum og skýringarmyndum, án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum; uppgötvunarferlinu er haldið til haga og þess gætt að sýna öllum sem að því hafa komið örlæti. Hér getur hvert mannsbarn séð hvernig vísindaleg þekking verður til – á sviði sem varðar almenning miklu – og því er verkið líklegt til að laða ungt fólk að vísindum. Skáldverk: Pedro Gunnlaugur Garcia Lungu Útgefandi: Bjartur Umsögn lokadómnefndar: Lungu er breið fjölskyldusaga margra kynslóða úr ólíkum heimshornum, sem færist smám saman inn á okkar tímaskeið hér á landi en teygir sig líka til framtíðar þegar kynslóðirnar safnast saman í sýndarveruleika sem kallast á við sjálfa alheimssöguna. Hér er sleginn nýr tónn í íslenskri skáldsagnagerð með töfrandi frásagnargleði sem fer áreynslu- og hispurslaust á milli dýpstu tilfinninga og átaka til ævintýralegra gleðistunda með goðsagnakenndu ívafi – þannig að jafnvel mestu hörmungarnar njóta góðs af gleðinni. Sambönd elskenda og kynslóða eru brotin og löskuð en sögur og minningar megna að lýsa upp örlagastundir í lífi þeirra, sýna lesandanum sjálfan lífsneistann og fanga oft kjarnann í langri ævi. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi tuttugu bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Tilnefningarnar má finna í fréttinni hér neðar: Lokadómnefnd skipuðu þau Guðrún Steinþórsdóttir, Kamilla Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Skúli Pálsson og Gísli Sigurðsson, sem var formaður nefndarinnar. Þeir sem hlotið hafa Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann eru: 2007 Stefán Máni 2008 Arnaldur Indriðason 2009 Ævar Örn Jósepsson 2010 Helgi Ingólfsson 2011 Yrsa Sigurðardóttir 2012 Sigurjón Pálsson 2013 Stefán Máni 2014 Stefán Mani 2015 Yrsa Sigurðardóttir 2016 Óskar Guðmundsson 2017 Arnaldur Indriðason 2018 Lilja Sigurðardóttir 2019 Lilja Sigurðardóttir 2020 Sólveig Pálsdóttir 2021 Yrsa Sigurðardóttir 2022 Jónína Leósdóttir 2023 Skúli Sigurðsson Ártal Blóðdropans miðast við afhendingarár verðlauna en ekki útgáfuár bókar. Samtals hafa frá upphafi 11 rithöfundar fengið verðlaunin, eftirfarandi oftar en einu sinni: Stefán Máni (3), Yrsa Sigurðardóttir (3), Arnaldur Indriðason (2) og Lilja Sigurðardóttir (2), Þeir sem hlotið hafa Íslensku bókmenntaverðlaunin eru: 1989 Stefán Hörður Grímsson 1990 Fríða Á. Sigurðardóttir og Hörður Ágústsson 1991 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson 1992 Þorsteinn frá Hamri og Vésteinn Ólason, Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson 1993 Hannes Pétursson og Jón G. Friðjónsson 1994 Vigdís Grímsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir 1995 Steinunn Sigurðardóttir og Þór Whitehead 1996 Böðvar Guðmundsson og Þorsteinn Gylfason 1997 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson 1998 Hörður Ágústsson og Thor Vilhjálmsson 1999 Andri Snær Magnason og Páll Valsson 2000 Gyrðir Elíasson og Guðmundur Páll Ólafsson 2001 Hallgrímur Helgason og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 2002 Ingibjörg Haraldsdóttir og Pétur M. Jónasson, Páll Hersteinsson 2003 Ólafur Gunnarsson og Guðjón Friðriksson 2004 Auður Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson 2005 Jón Kalman Stefánsson og Kristín G. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Johannessen, Silja Aðalsteinsdóttir og Eiríkur Þorláksson 2006 Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason 2007 Sigurður Pálsson og Þorsteinn Þorsteinsson 2008 Einar Kárason og Þorvaldur Kristinsson 2009 Guðmundur Óskarsson og Helgi Björnsson 2010 Gerður Kristný og Helgi Hallgrímsson 2011 Guðrún Eva Mínervudóttir og Páll Björnsson 2012 Eiríkur Örn Norðdahl og Gunnar F. Guðmundsson 2013 Guðbjörg Kristjánsdóttir, Andri Snær Magnason og Sjón 2014 Snorri Baldursson, Bryndís Björgvinsdóttir og Ófeigur Sigurðsson 2015 Gunnar Þór Bjarnason, Gunnar Helgason og Einar Már Guðmundsson 2016 Ragnar Axelsson, Hildur Knútsdóttir og Auður Ava Ólafsdóttir 2017 Unnur Þóra Jökulsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler ogKristín Eiríksdóttir. 2018 Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Jón Baldur Hlíðberg, Sigrún Eldjárn og Hallgrímur Helgason. 2019 Jón Viðar Jónsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sölvi Björn Sigurðsson. 2020 Sumarliði R. Ísleifsson, Arndís Þórarinsdóttir, Hulda Sigrún Bjarnadóttir og Elísabet Kristín Jökulsdóttir 2021 Sigrún Helgadóttir, Þórunn Rakel Gylfadóttir og Hallgrímur Helgason 2022 Arndís Þórarinsdóttir, Ragnar Stefánsson og Pedro Gunnlaugur Garcia Bókaútgáfa Bókmenntir Forseti Íslands Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Verðlaunahafar eru eftirfarandi: Blóðdropann hlaut að þessu sinni: Skúli Sigurðsson Stóri bróðir Útgefandi: Drápa Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson hlaut Blóðdropann. Umsögn lokadómnefndar: Stóri bróðir er haganlega saman sett saga um ofbeldisglæpi og vandlega undirbyggða hefnd með löngum aðdraganda sem flett er ofan af eftir því sem dýpt frásagnarinnar eykst. Fjölbreytt persónusköpun og markviss notkun ólíkra sjónarhorna eykur bæði á spennuna og skýrir hvernig hægt er að réttlæta óhæfuverk fyrir sjálfum sér (og jafnvel láta þau yfir sig ganga án þess að segja frá þeim). Um leið verða knýjandi innri ástæður hefndarinnar trúverðugar. Vel er haldið utan um hina mörgu og saman fléttuðu söguþræði í bland við breiða samfélagslýsingu og afhjúpun á stofnanatengdu ofbeldi gagnvart drengjum – sem á stóran þátt í óhugnaðinum og áhrifamætti sögunnar. Íslensku bókmenntaverðlaunin skiptast í þrjá flokka og þeir sem að þessu sinni hlutu verðlaunin voru: Barna- og ungmennabækur: Arndís Þórarinsdóttir Kollhnís Útgefandi: Mál og menning Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokknum Barna-og ungmennabækur. Umsögn lokadómnefndar: Kollhnís segir frá því hvernig ungur drengur upplifir umhverfi sitt og fjölskylduaðstæður sem hann ræður illa við eftir að litli bróðir hans greinist með einhverfu. Sagan er skrifuð af miklu stílöryggi og tekur á erfiðum málum með hæfilegri glettni sem gerir það bæði bærilegt og skemmtilegt að fylgjast með því hvernig sýn fullorðinna afhjúpar þá mynd sem drengurinn gerir sér af þeim sem hann dáist að og tengist vináttu- og tilfinningaböndum – í krafti einlægni sinnar. Samtöl eru sannfærandi og styðja vel við hvernig snúið er upp á ranghugmyndir um fullkomnun og velgengni annarra — sem kallast á við þá viðleitni að feta hina beinu lífsins braut að skilgreindum markmiðum með sviðsettri sjálfsmynd á samfélagsmiðlum. Fræðibækur og rit almenns efnis: Ragnar Stefánsson Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta Útgefandi: Skrudda Umsögn lokadómnefndar: Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta geymir afrakstur ævilangrar glímu við rannsóknir sem hafa beinst að því hvernig spá megi fyrir um jarðskjálfta. Hér eru dregnar saman niðurstöður alþjóðlegrar þekkingarleitar sem skilaði loks þeim árangri að hægt var að spá fyrir um stóran skjálfta á Suðurlandi. Sagan á bak við þennan heimsögulega árangur er sögð með aðgengilegum hætti, vel skrifuðum texta, upplýsandi kortum og skýringarmyndum, án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum; uppgötvunarferlinu er haldið til haga og þess gætt að sýna öllum sem að því hafa komið örlæti. Hér getur hvert mannsbarn séð hvernig vísindaleg þekking verður til – á sviði sem varðar almenning miklu – og því er verkið líklegt til að laða ungt fólk að vísindum. Skáldverk: Pedro Gunnlaugur Garcia Lungu Útgefandi: Bjartur Umsögn lokadómnefndar: Lungu er breið fjölskyldusaga margra kynslóða úr ólíkum heimshornum, sem færist smám saman inn á okkar tímaskeið hér á landi en teygir sig líka til framtíðar þegar kynslóðirnar safnast saman í sýndarveruleika sem kallast á við sjálfa alheimssöguna. Hér er sleginn nýr tónn í íslenskri skáldsagnagerð með töfrandi frásagnargleði sem fer áreynslu- og hispurslaust á milli dýpstu tilfinninga og átaka til ævintýralegra gleðistunda með goðsagnakenndu ívafi – þannig að jafnvel mestu hörmungarnar njóta góðs af gleðinni. Sambönd elskenda og kynslóða eru brotin og löskuð en sögur og minningar megna að lýsa upp örlagastundir í lífi þeirra, sýna lesandanum sjálfan lífsneistann og fanga oft kjarnann í langri ævi. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi tuttugu bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Tilnefningarnar má finna í fréttinni hér neðar: Lokadómnefnd skipuðu þau Guðrún Steinþórsdóttir, Kamilla Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Skúli Pálsson og Gísli Sigurðsson, sem var formaður nefndarinnar. Þeir sem hlotið hafa Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann eru: 2007 Stefán Máni 2008 Arnaldur Indriðason 2009 Ævar Örn Jósepsson 2010 Helgi Ingólfsson 2011 Yrsa Sigurðardóttir 2012 Sigurjón Pálsson 2013 Stefán Máni 2014 Stefán Mani 2015 Yrsa Sigurðardóttir 2016 Óskar Guðmundsson 2017 Arnaldur Indriðason 2018 Lilja Sigurðardóttir 2019 Lilja Sigurðardóttir 2020 Sólveig Pálsdóttir 2021 Yrsa Sigurðardóttir 2022 Jónína Leósdóttir 2023 Skúli Sigurðsson Ártal Blóðdropans miðast við afhendingarár verðlauna en ekki útgáfuár bókar. Samtals hafa frá upphafi 11 rithöfundar fengið verðlaunin, eftirfarandi oftar en einu sinni: Stefán Máni (3), Yrsa Sigurðardóttir (3), Arnaldur Indriðason (2) og Lilja Sigurðardóttir (2), Þeir sem hlotið hafa Íslensku bókmenntaverðlaunin eru: 1989 Stefán Hörður Grímsson 1990 Fríða Á. Sigurðardóttir og Hörður Ágústsson 1991 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson 1992 Þorsteinn frá Hamri og Vésteinn Ólason, Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson 1993 Hannes Pétursson og Jón G. Friðjónsson 1994 Vigdís Grímsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir 1995 Steinunn Sigurðardóttir og Þór Whitehead 1996 Böðvar Guðmundsson og Þorsteinn Gylfason 1997 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson 1998 Hörður Ágústsson og Thor Vilhjálmsson 1999 Andri Snær Magnason og Páll Valsson 2000 Gyrðir Elíasson og Guðmundur Páll Ólafsson 2001 Hallgrímur Helgason og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 2002 Ingibjörg Haraldsdóttir og Pétur M. Jónasson, Páll Hersteinsson 2003 Ólafur Gunnarsson og Guðjón Friðriksson 2004 Auður Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson 2005 Jón Kalman Stefánsson og Kristín G. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Johannessen, Silja Aðalsteinsdóttir og Eiríkur Þorláksson 2006 Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason 2007 Sigurður Pálsson og Þorsteinn Þorsteinsson 2008 Einar Kárason og Þorvaldur Kristinsson 2009 Guðmundur Óskarsson og Helgi Björnsson 2010 Gerður Kristný og Helgi Hallgrímsson 2011 Guðrún Eva Mínervudóttir og Páll Björnsson 2012 Eiríkur Örn Norðdahl og Gunnar F. Guðmundsson 2013 Guðbjörg Kristjánsdóttir, Andri Snær Magnason og Sjón 2014 Snorri Baldursson, Bryndís Björgvinsdóttir og Ófeigur Sigurðsson 2015 Gunnar Þór Bjarnason, Gunnar Helgason og Einar Már Guðmundsson 2016 Ragnar Axelsson, Hildur Knútsdóttir og Auður Ava Ólafsdóttir 2017 Unnur Þóra Jökulsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler ogKristín Eiríksdóttir. 2018 Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Jón Baldur Hlíðberg, Sigrún Eldjárn og Hallgrímur Helgason. 2019 Jón Viðar Jónsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sölvi Björn Sigurðsson. 2020 Sumarliði R. Ísleifsson, Arndís Þórarinsdóttir, Hulda Sigrún Bjarnadóttir og Elísabet Kristín Jökulsdóttir 2021 Sigrún Helgadóttir, Þórunn Rakel Gylfadóttir og Hallgrímur Helgason 2022 Arndís Þórarinsdóttir, Ragnar Stefánsson og Pedro Gunnlaugur Garcia
Þeir sem hlotið hafa Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann eru: 2007 Stefán Máni 2008 Arnaldur Indriðason 2009 Ævar Örn Jósepsson 2010 Helgi Ingólfsson 2011 Yrsa Sigurðardóttir 2012 Sigurjón Pálsson 2013 Stefán Máni 2014 Stefán Mani 2015 Yrsa Sigurðardóttir 2016 Óskar Guðmundsson 2017 Arnaldur Indriðason 2018 Lilja Sigurðardóttir 2019 Lilja Sigurðardóttir 2020 Sólveig Pálsdóttir 2021 Yrsa Sigurðardóttir 2022 Jónína Leósdóttir 2023 Skúli Sigurðsson Ártal Blóðdropans miðast við afhendingarár verðlauna en ekki útgáfuár bókar. Samtals hafa frá upphafi 11 rithöfundar fengið verðlaunin, eftirfarandi oftar en einu sinni: Stefán Máni (3), Yrsa Sigurðardóttir (3), Arnaldur Indriðason (2) og Lilja Sigurðardóttir (2),
Þeir sem hlotið hafa Íslensku bókmenntaverðlaunin eru: 1989 Stefán Hörður Grímsson 1990 Fríða Á. Sigurðardóttir og Hörður Ágústsson 1991 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson 1992 Þorsteinn frá Hamri og Vésteinn Ólason, Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson 1993 Hannes Pétursson og Jón G. Friðjónsson 1994 Vigdís Grímsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir 1995 Steinunn Sigurðardóttir og Þór Whitehead 1996 Böðvar Guðmundsson og Þorsteinn Gylfason 1997 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson 1998 Hörður Ágústsson og Thor Vilhjálmsson 1999 Andri Snær Magnason og Páll Valsson 2000 Gyrðir Elíasson og Guðmundur Páll Ólafsson 2001 Hallgrímur Helgason og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 2002 Ingibjörg Haraldsdóttir og Pétur M. Jónasson, Páll Hersteinsson 2003 Ólafur Gunnarsson og Guðjón Friðriksson 2004 Auður Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson 2005 Jón Kalman Stefánsson og Kristín G. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Johannessen, Silja Aðalsteinsdóttir og Eiríkur Þorláksson 2006 Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason 2007 Sigurður Pálsson og Þorsteinn Þorsteinsson 2008 Einar Kárason og Þorvaldur Kristinsson 2009 Guðmundur Óskarsson og Helgi Björnsson 2010 Gerður Kristný og Helgi Hallgrímsson 2011 Guðrún Eva Mínervudóttir og Páll Björnsson 2012 Eiríkur Örn Norðdahl og Gunnar F. Guðmundsson 2013 Guðbjörg Kristjánsdóttir, Andri Snær Magnason og Sjón 2014 Snorri Baldursson, Bryndís Björgvinsdóttir og Ófeigur Sigurðsson 2015 Gunnar Þór Bjarnason, Gunnar Helgason og Einar Már Guðmundsson 2016 Ragnar Axelsson, Hildur Knútsdóttir og Auður Ava Ólafsdóttir 2017 Unnur Þóra Jökulsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler ogKristín Eiríksdóttir. 2018 Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Jón Baldur Hlíðberg, Sigrún Eldjárn og Hallgrímur Helgason. 2019 Jón Viðar Jónsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sölvi Björn Sigurðsson. 2020 Sumarliði R. Ísleifsson, Arndís Þórarinsdóttir, Hulda Sigrún Bjarnadóttir og Elísabet Kristín Jökulsdóttir 2021 Sigrún Helgadóttir, Þórunn Rakel Gylfadóttir og Hallgrímur Helgason 2022 Arndís Þórarinsdóttir, Ragnar Stefánsson og Pedro Gunnlaugur Garcia
Bókaútgáfa Bókmenntir Forseti Íslands Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira