Diego er mættur aftur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. janúar 2023 23:01 Diego er mættur aftur á sína föstu vakt í Skeifunni, aðdáendum til mikillar ánægju. Hulda Sigrún Ófáir tóku gleði sína á ný þegar Diego, einn frægasti köttur landsins mætti aftur á vaktina í verslun A4 í Skeifunni. Greint er frá þessum gleðitíðindum í Facebook hópnum Spottaði Diego, en hópurinn telur rúmlega tíu þúsund meðlimi og segja má að um aðdáendasíðu kisans sé að ræða. Óhætt er að segja að Diego sé einn frægasti köttur landsins en hann er fastagestur í Hagkaup og A4 og sést einnig reglulega á Dominos og öðrum stöðum í Skeifunni. Diego var til umfjöllunar í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári þar sem fram kom að fólk væri að gera sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja hann augum. Í nóvember síðastliðnum varð Diego fyrir bíl og var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar. Hann þurfti að gangast undir aðgerðir í kjölfarið og blésu aðdáendur hans því til söfnunar þar sem alls náðist að safna rúmlega 400 þúsund krónum. Hagkaup, A4 og Dominos og létu einnig fé renna til söfnunarinnar. Skjáskot/Facebook Nú virðist Diego vera allur að koma til og fyrr í kvöld birtu Gunný Eyborg Reynisdóttir og Abby Fennec myndir af kisanum ástsæla inni á fyrrnefndum Facebook hóp. Eins og sést hefur Diego komið sér makindalega fyrir á sínum samastað í A4 í Skeifunni. Skjáskot/FacebookSkjáskot/Facebook Aðdáendur Diegó hafa beðið milli vonar og ótta og rignir nú inn athugasemdum þar sem endurkomu hans er fagnað. Kettir Reykjavík Dýr Gæludýr Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Seinni aðgerðin gekk vel og Diego kominn heim Diego, einn frægasti köttur landsins, er kominn aftur heim eftir að hafa dvalið á dýraspítala síðustu daga í kjölfar slyss sem hann lenti í á dögunum. 5. desember 2022 14:20 Diego allur að braggast: Fyrsta myndin eftir slysið Frægasti köttur landsins og lukkudýr Skeifunnar, Diegó, er allur að koma til eftir bílslys fyrir rúmri viku. Aðdáendur Diegó hafa beðið milli vonar og ótta en geta nú andað léttar, þar sem bataferlið virðist ganga vonum framar. 1. desember 2022 23:14 Hagkaup fylgir A4 og Dominos og styrkir fastagestinn Diegó Kötturinn frægi Diegó er enn á dýraspítala eftir að hann varð fyrir bíl fyrir helgi en til stóð að hann færi í aðra aðgerð í dag. Það gekk þó ekki eftir þar sem hann telst ekki nógu hraustur eins og stendur. Hann mun dvelja á dýraspítalanum næstu daga meðan hann jafnar sig. Hagkaup hefur bæst í hóp fyrirtækja sem styrkja bataferli Diegó og hefur nú hálf milljón safnast í heildina. 29. nóvember 2022 12:05 Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. 26. nóvember 2022 20:16 Diego slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl Kötturinn Diego, sem margir þekkja úr Skeifunni í Reykjavík, varð fyrir bíl í morgun og er þónokkuð slasaður. Hann var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hans. 25. nóvember 2022 10:03 Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. 1. september 2021 20:00 Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Sjá meira
Greint er frá þessum gleðitíðindum í Facebook hópnum Spottaði Diego, en hópurinn telur rúmlega tíu þúsund meðlimi og segja má að um aðdáendasíðu kisans sé að ræða. Óhætt er að segja að Diego sé einn frægasti köttur landsins en hann er fastagestur í Hagkaup og A4 og sést einnig reglulega á Dominos og öðrum stöðum í Skeifunni. Diego var til umfjöllunar í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári þar sem fram kom að fólk væri að gera sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja hann augum. Í nóvember síðastliðnum varð Diego fyrir bíl og var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar. Hann þurfti að gangast undir aðgerðir í kjölfarið og blésu aðdáendur hans því til söfnunar þar sem alls náðist að safna rúmlega 400 þúsund krónum. Hagkaup, A4 og Dominos og létu einnig fé renna til söfnunarinnar. Skjáskot/Facebook Nú virðist Diego vera allur að koma til og fyrr í kvöld birtu Gunný Eyborg Reynisdóttir og Abby Fennec myndir af kisanum ástsæla inni á fyrrnefndum Facebook hóp. Eins og sést hefur Diego komið sér makindalega fyrir á sínum samastað í A4 í Skeifunni. Skjáskot/FacebookSkjáskot/Facebook Aðdáendur Diegó hafa beðið milli vonar og ótta og rignir nú inn athugasemdum þar sem endurkomu hans er fagnað.
Kettir Reykjavík Dýr Gæludýr Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Seinni aðgerðin gekk vel og Diego kominn heim Diego, einn frægasti köttur landsins, er kominn aftur heim eftir að hafa dvalið á dýraspítala síðustu daga í kjölfar slyss sem hann lenti í á dögunum. 5. desember 2022 14:20 Diego allur að braggast: Fyrsta myndin eftir slysið Frægasti köttur landsins og lukkudýr Skeifunnar, Diegó, er allur að koma til eftir bílslys fyrir rúmri viku. Aðdáendur Diegó hafa beðið milli vonar og ótta en geta nú andað léttar, þar sem bataferlið virðist ganga vonum framar. 1. desember 2022 23:14 Hagkaup fylgir A4 og Dominos og styrkir fastagestinn Diegó Kötturinn frægi Diegó er enn á dýraspítala eftir að hann varð fyrir bíl fyrir helgi en til stóð að hann færi í aðra aðgerð í dag. Það gekk þó ekki eftir þar sem hann telst ekki nógu hraustur eins og stendur. Hann mun dvelja á dýraspítalanum næstu daga meðan hann jafnar sig. Hagkaup hefur bæst í hóp fyrirtækja sem styrkja bataferli Diegó og hefur nú hálf milljón safnast í heildina. 29. nóvember 2022 12:05 Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. 26. nóvember 2022 20:16 Diego slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl Kötturinn Diego, sem margir þekkja úr Skeifunni í Reykjavík, varð fyrir bíl í morgun og er þónokkuð slasaður. Hann var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hans. 25. nóvember 2022 10:03 Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. 1. september 2021 20:00 Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Sjá meira
Seinni aðgerðin gekk vel og Diego kominn heim Diego, einn frægasti köttur landsins, er kominn aftur heim eftir að hafa dvalið á dýraspítala síðustu daga í kjölfar slyss sem hann lenti í á dögunum. 5. desember 2022 14:20
Diego allur að braggast: Fyrsta myndin eftir slysið Frægasti köttur landsins og lukkudýr Skeifunnar, Diegó, er allur að koma til eftir bílslys fyrir rúmri viku. Aðdáendur Diegó hafa beðið milli vonar og ótta en geta nú andað léttar, þar sem bataferlið virðist ganga vonum framar. 1. desember 2022 23:14
Hagkaup fylgir A4 og Dominos og styrkir fastagestinn Diegó Kötturinn frægi Diegó er enn á dýraspítala eftir að hann varð fyrir bíl fyrir helgi en til stóð að hann færi í aðra aðgerð í dag. Það gekk þó ekki eftir þar sem hann telst ekki nógu hraustur eins og stendur. Hann mun dvelja á dýraspítalanum næstu daga meðan hann jafnar sig. Hagkaup hefur bæst í hóp fyrirtækja sem styrkja bataferli Diegó og hefur nú hálf milljón safnast í heildina. 29. nóvember 2022 12:05
Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. 26. nóvember 2022 20:16
Diego slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl Kötturinn Diego, sem margir þekkja úr Skeifunni í Reykjavík, varð fyrir bíl í morgun og er þónokkuð slasaður. Hann var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hans. 25. nóvember 2022 10:03
Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. 1. september 2021 20:00