Forsetinn gat ekki lyft bikarnum Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2023 09:34 Hassan Moustafa hefur verið forseti IHF frá árinu 2000. Getty/Jan Woitas Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Danmerkur í handbolta, var fljótur að hugsa þegar hann sá að Hassan Moustafa, forseti alþjóða handboltasambandsins, ætti ekki möguleika á að lofta heimsmeistarabikarnum til að rétta Landin hann. Moustafa hefur verið forseti alþjóða handboltasambandsins í yfir tvo áratugi og vægast sagt verið umdeildur í embætti. Hann er orðinn 78 ára gamall og aldurinn virðist farinn að segja til sín bæði andlega og líkamlega. Þrátt fyrir tilraunir til þess gat hann að minnsta kosti ekki lyft upp tuttugu kílóa gullstyttunni sem Danir fengu eftir sigurinn gegn Frökkum í úrslitaleik HM í Stokkhólmi á sunnudaginn. Moustafa tók í styttuna en þegar ljóst varð að hann gæti ekki lyft henni fékk hann fljótt aðstoð og Landin, heimsmeistari þriðja skiptið í röð, labbaði strax til Moustafa til að taka við gripnum. Atvikið má sjá hér. „Hann er orðinn of gamall til að halda á henni sjálfur. Hún er reyndar ansi þung,“ sagði Mads Mensah Larsen, leikmaður danska liðsins, en leikmönnunum virtist skemmt yfir atvikinu. „Hún er níðþung! En ég er nú vanur, við erum alltaf að vinna hana, haha. En maður sér þegar þeir reynsluminni taka við henni í fyrsta sinn að þeir eru nálægt því að missa hana,“ sagði Landin um verðlaunastyttuna. Moustafa gerði einnig mistök í ræðu sinni eftir úrslitaleikinn þegar hann þakkaði Danmörku og sjálfboðaliðum þar fyrir vel skipulagt mót, og virtist þannig halda að Danir hefðu haldið mótið með Svíum og Pólverjum. Fyrr um daginn hafði forsetinn sleppt því að mæta á eigin blaðamannafund, sem hefð er fyrir að haldinn sé á lokadegi HM, og samkvæmt Aftonbladet fengust engar skýringar á því, ekki einu sinni frá varaforseta handknattleikssambandsins. HM 2023 í handbolta Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Moustafa hefur verið forseti alþjóða handboltasambandsins í yfir tvo áratugi og vægast sagt verið umdeildur í embætti. Hann er orðinn 78 ára gamall og aldurinn virðist farinn að segja til sín bæði andlega og líkamlega. Þrátt fyrir tilraunir til þess gat hann að minnsta kosti ekki lyft upp tuttugu kílóa gullstyttunni sem Danir fengu eftir sigurinn gegn Frökkum í úrslitaleik HM í Stokkhólmi á sunnudaginn. Moustafa tók í styttuna en þegar ljóst varð að hann gæti ekki lyft henni fékk hann fljótt aðstoð og Landin, heimsmeistari þriðja skiptið í röð, labbaði strax til Moustafa til að taka við gripnum. Atvikið má sjá hér. „Hann er orðinn of gamall til að halda á henni sjálfur. Hún er reyndar ansi þung,“ sagði Mads Mensah Larsen, leikmaður danska liðsins, en leikmönnunum virtist skemmt yfir atvikinu. „Hún er níðþung! En ég er nú vanur, við erum alltaf að vinna hana, haha. En maður sér þegar þeir reynsluminni taka við henni í fyrsta sinn að þeir eru nálægt því að missa hana,“ sagði Landin um verðlaunastyttuna. Moustafa gerði einnig mistök í ræðu sinni eftir úrslitaleikinn þegar hann þakkaði Danmörku og sjálfboðaliðum þar fyrir vel skipulagt mót, og virtist þannig halda að Danir hefðu haldið mótið með Svíum og Pólverjum. Fyrr um daginn hafði forsetinn sleppt því að mæta á eigin blaðamannafund, sem hefð er fyrir að haldinn sé á lokadegi HM, og samkvæmt Aftonbladet fengust engar skýringar á því, ekki einu sinni frá varaforseta handknattleikssambandsins.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti