Verðbólga og vísitala: „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 31. janúar 2023 17:19 Hægt er að útskýra vísitölu neysluverðs með því að taka sem dæmi matarkörfu neytenda. Verðbólgan jókst í janúar og vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka. Sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar segir fólk stundum skorta dýpri skilning á hvað vísitalan felur í sér og hvaða áhrif hún hefur á verðbólguna. Hægt sé að taka dæmi um matarkörfu til að útskýra muninn. Ársverðbólga mælist nú 9,9 prósent og hækkaði um 0,3 prósent frá því í desember. Vísitala neysluverðs hækkaði þá um 0,85 prósent og stendur nú í 569,4 stigum. En hvað nákvæmlega er vísitala og hvað er verðbólga? Ásta Jenný Sigurðardóttir, sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar, útskýrði muninn í Bítinu á Bylgjunni í morgun og tók sem dæmi þegar fólk verslar matvörur á netinu en oft sé manni boðið að kaupa sömu körfu og síðast. „Ef að við ímyndum okkur að þið mynduð nýta ykkur þessa þjónustu, að versla reglulega sömu körfuna, þá mynduð þið smám saman safna upp talnarunnu sem þið getið notað til þess að búa til ykkar eigin vísitölu, sem sagt matvöruvísitöluna ykkar,“ segir Ásta. Hefð sé fyrir að ný vísitala byrji á 100 og því fengu fyrstu viðskiptin það gildi. Við næstu kaup gæti karfan hafa hækkað um tvö prósent og þar af leiðandi myndi vísitalan hækka um tvö prósent og verða 102, og svo fram eftir götum. „Hugmyndin í vísitölu neysluverðs er nákvæmlega sú sama nema við erum ekki bara með matvörur í körfunni heldur allar vörur og þjónustu sem að heimilin í landinu eru að kaupa,“ segir Ásta. Þar falla inn í þættir eins og kaup á nýjum bílum sem átti þátt í að verðbólgan jókst og ferðalög en verð á flugfargjöldum lækkaði milli mánaða. Þá mátti rekja aukna verðbólgu að þesus sinni til hækkunar opinbera gjalda. Allt þetta er síðan grundvöllur fyrir ákvörðun verðbólgunnar. „Seðlabankinn metur verðbólguna út frá vísitölunni þannig tólf mánaða breyting á vísitölunni er það sem menn kalla verðbólgu. Þannig að það að við segjum núna að verðbólga sé 9,9 prósent þýðir að á einu ári hefur þessi vísitölukarfa okkar, þessi neyslukarfa, hún hefur hækkað um 9,9 prósent,“ segir Ásta. Þetta getur reynst flókið að skilja. „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt og oft því miður þá tengjum við þetta við frekar neikvæðar tilfinningar, af því að þetta hefur kannski áhrif á lánin okkar eða eitthvað svoleiðis. Þannig fólk hefur kannski grunnhugmynd en að þetta sé mikið á dýptina, það er kannski minna um það,“ segir Ásta. Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Verðbólga mælist 9,9 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan. 30. janúar 2023 09:16 Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
Ársverðbólga mælist nú 9,9 prósent og hækkaði um 0,3 prósent frá því í desember. Vísitala neysluverðs hækkaði þá um 0,85 prósent og stendur nú í 569,4 stigum. En hvað nákvæmlega er vísitala og hvað er verðbólga? Ásta Jenný Sigurðardóttir, sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar, útskýrði muninn í Bítinu á Bylgjunni í morgun og tók sem dæmi þegar fólk verslar matvörur á netinu en oft sé manni boðið að kaupa sömu körfu og síðast. „Ef að við ímyndum okkur að þið mynduð nýta ykkur þessa þjónustu, að versla reglulega sömu körfuna, þá mynduð þið smám saman safna upp talnarunnu sem þið getið notað til þess að búa til ykkar eigin vísitölu, sem sagt matvöruvísitöluna ykkar,“ segir Ásta. Hefð sé fyrir að ný vísitala byrji á 100 og því fengu fyrstu viðskiptin það gildi. Við næstu kaup gæti karfan hafa hækkað um tvö prósent og þar af leiðandi myndi vísitalan hækka um tvö prósent og verða 102, og svo fram eftir götum. „Hugmyndin í vísitölu neysluverðs er nákvæmlega sú sama nema við erum ekki bara með matvörur í körfunni heldur allar vörur og þjónustu sem að heimilin í landinu eru að kaupa,“ segir Ásta. Þar falla inn í þættir eins og kaup á nýjum bílum sem átti þátt í að verðbólgan jókst og ferðalög en verð á flugfargjöldum lækkaði milli mánaða. Þá mátti rekja aukna verðbólgu að þesus sinni til hækkunar opinbera gjalda. Allt þetta er síðan grundvöllur fyrir ákvörðun verðbólgunnar. „Seðlabankinn metur verðbólguna út frá vísitölunni þannig tólf mánaða breyting á vísitölunni er það sem menn kalla verðbólgu. Þannig að það að við segjum núna að verðbólga sé 9,9 prósent þýðir að á einu ári hefur þessi vísitölukarfa okkar, þessi neyslukarfa, hún hefur hækkað um 9,9 prósent,“ segir Ásta. Þetta getur reynst flókið að skilja. „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt og oft því miður þá tengjum við þetta við frekar neikvæðar tilfinningar, af því að þetta hefur kannski áhrif á lánin okkar eða eitthvað svoleiðis. Þannig fólk hefur kannski grunnhugmynd en að þetta sé mikið á dýptina, það er kannski minna um það,“ segir Ásta.
Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Verðbólga mælist 9,9 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan. 30. janúar 2023 09:16 Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08
Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58
Verðbólga mælist 9,9 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan. 30. janúar 2023 09:16
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent